Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðirLög og samþykktir Bænahússins


Lög og samþykktir fyrir Bænahúsið, kristileg miðstöð1. kafli.  Heiti trúfélagsins, heimili og hlutverk.

1. gr.

Nafn trúfélagsins er Bænahúsið.

 

2. gr.

Bænahúsið hefur heimili að Smiðjuvegi 4b, 200 Kóparvogi.  Varnarþing er í Kópavogi.

 

3.gr.

Hlutverk Bænahúsins er:

1. Að boða það að Drottinn Jesús Kristur hafi með dauða sínum friðþægt fyrir syndir allra manna og að frelsi, endurlausn og eilíft líf sé veitt hverjum þeim sem trúir því.

2. Að vera miðstöð fyrir kristið fólk sem elskar bæn og lofgjörð til Drottins í spámannlegum anda, þ. e. endurreisn á tjaldbúð Davíðs (sbr. Post. 15:15-17)

3. Að starfa samkvæmt kristniboðsskipuninni í Matt. 28.18-20, Mark. 16.15-18, Post. 1.8 og Post. 2:36-38. Í því felst m.a. boðun fagnaðarerindisins, niðurdýfingarskírn í Jesú nafni, að fyllast Heilögum anda og að starfa í krafti og eldi Heilags anda.

4. Að fylgja handleiðslu Heilagrar ritningu og anda Guðs í öllum atriðum. Bænahúsið trúir því að Biblían í heild sé Guðs orð, innblásið af Heilögum anda (II. Tím. 3.16-17).

5. Að stuðla að hin fimmfalda þjónusta (postular, spámenn, trúboðar, hirðar og kennarar) verði virk í líkama Krists, þ.e. að fimmfalda þjónustan hjálpi fólki að finna sinn tilgang og þjónustu í Guðsríkinu.  Einnig að hvetja fólk til að vaxa andlega og verða brúður Drottins Jesú. (sbr. Efesus. 4:11-16).

4. gr.

Til að ná markmiðum og tilgangi sínum mun kirkjan gera eftirfarandi:

1. Að hafa samkomur, predika orðið, hugleiða orðið, halda námskeið, hafa lofgjörðar- og bænastundir reglulega. Stuðla að spámannleg þjónusta fái rými og meðbyr á samkomum.

2. Að senda út trúboða og postulaleg teymi til uppbyggingar öðru fólki bæði innan og utan lands.

3. Að hafa á boðstólum efni í töluðu og rituðu máli til uppbyggingar og fræðslu.  Stuðla að því að kristilegar bækur verði gefnar út á íslensku.

2. kafli  Stjórn Bænahúsins

5. gr.
Stjórn Bænahúsins skal skipuð fimm mönnum. Forstöðu­manni auk fjögurra annarra, sem eru kosnir á aðalfundi Bænahúsins. Forstöðu­mann skal kjósa sérstaklega, en nýjan stjórnar­mann skal kjósa á aðalfundi ef stjórnarmaður hættir í stjórn eða að meiri hluti óskar eftir því á aðalfundi.

6. gr.

Stjórn Bænahúsins ræður málefnum hennar, með þeim tak­mörkunum sem lög Bænahúsins og Heilög ritning setja. Stjórnin tekur ákvarðanir um starfsemi Bænahúsins og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Stjórnin skal velja einn stjórnarmann til að vera fjármálastjóra Bænahúsins. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og setur reglur um starfshætti.  Stjórnin boðar til aðalfunda og annarra funda.

7. gr.

Stjórnarfundi skal boða með tryggilegum hætti og með eins dag fyrirvara ef unnt er. Stjórnarfundur er ályktunarhæfur ef þrír eða fleiri úr stjórninni eru mættir. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Stjórnin skal bókfæra allar samþykktir funda sinna.

8. gr.

Stjórn Bænahúsins hefur eftirfarandi hlutverk:

 

1.  Stjórnin skal enn fremur hafa eftirlit með að bókhald sé fært skv. gildandi lögum og reglum. 

 

2.  Stjórnin skal hafa eftirlit með fjármunum, rekstri, mannahaldi og að fjárhagsáætlun sé framfylgt.

 

3.  Stjórnin í heild þarf að undirrita kaupsamninga, afsöl, veðskuldabréf o.s.frv. eða veitir umboð til slíkra ráðstafana.

 

4.  Stjórnin getur breytt heimili og varnarþingi.

 

5.  Stjórnin skal sjá til þess að lög Bænahúsins séu í stöðugri endurskoðun.

 

9. gr.

Brjóti stjórnarmaður af sér, ber hinum stjórnarmönnum að fjalla um mál hans og kveða upp úrskurð.

 

10. gr.

Til að stjórnarmenn séu hæfir til starfa þurfa þeir að uppfylla eftirtalin skilyrði:

 

1.  Eiga náið og persónulegt samfélag við Drottinn.

 

2.  Lifa lífi sínu eftir þeirri siðfræði sem Biblían boðar og séu sú fyrirmynd sem þar er ætlast til og njóti trausts og álits í Bænahúsinu.

 

3.  Vera virkir í starfi Bænahúsins, í því felst m.a. að sækja samkomur, fundi og styðja framgang Bænahúsins bæði með starfsorku sinni og fjármagni.

 

3. kafli  Aðalfundir Bænahúsins

 

11. gr.

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum Bænahúsins.  Til aðalfundar skal boða með minnst viku fyrirvara og skal hann auglýstur á samkomum, á auglýsingatöflu og á vefsíðu Bænahúsins. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum í þeim málum sem borin eru undir fundinn. Aðal­fundur Bænahúsins skal haldinn í maí ár hvert eða eftir ákvörðun stjórnar.  Aðalfundir skulu haldnir a.m.k. einu sinni á hverju almanaksári.

12. gr. Stjórn Bænahúsins skal kosin á aðalfundum. Kosninga­rétt hafa meðlimir safnaðarins 18 ára og eldri. Kjörgengi hafa þeir sem með nærveru sinni og efnum (tíundum og fórnum) stuðla að vexti og viðgengi Bænahúsins. Á aðalfundi er hægt að biðja stjórnina að gera grein fyrir störfum sínum.

13. gr. Lögum Bænahúsins er aðeins hægt að breyta á aðal­fundum.   Lagabreyt­inga tillögur skulu vel auglýstar í fundarboðum.  Til að lagabreytingar nái fram að ganga þurfa þær að vera samþykktar á þremur aðalfundum með meirihluta viðstaddra meðlima Bænahúsins.

 

14. gr.

Á aðalfundi skulu fara fram öll venjuleg aðalfundarstörf; Lesnir upp ársreikningar, skýrsla stjórnar og önnur mál.

 

4. kafli  Meðlimir Bænahúsins

15. gr.

Allir sem hafa tekið á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum, trúa á orð Heilagrar ritningar og eru sammála trúarjátningum Bænahúsins geta orðið meðlimir.

16. gr.

Þeir sem vilja tilheyra Bænahúsinu skulu rita nöfn sín á þar til gert eyðiblað sem sendist Hagstofu Íslands. 

17. gr.

Stjórnin getur vikið manni úr Bænahúsinu, ef henni þykir efni standa til. Slíkt má einnig bera upp á aðalfundi. 

18. gr.

Reikningsár Bænahúsins er almanaksárið.

 

19. gr.

Til að hafa atkvæðisrétt skulu meðlimir Bænahúsins vera orðnir 18 ára gamlir.

20. gr.

Þeir sem vilja segja sig úr Bænahúsinu skulu tilkynna það skriflega.

 

 

5. kafli  Fjármál Bænahúsins

 

21. gr.

Tekjur grundvallast á frjálsum framlögum og tíundum meðlima og annarra velunnara starfsins. Að auki hefur Bænahúsið tekjur af sóknargjöldum.

 

22. gr.

Stjórnin skal sjá til þess að meðlimir verði sem best upplýstir um það hvernig fjármunum Bænahúsins er varið og skal ekkert leynt fara nema brotin sé með því sjálfsögð og eðlileg trúnaðarskylda.

 

23. gr.

Löggiltur endurskoðandi utan Bænahúsins skal gera upp bókhald og semja ársreikning. Á aðalfundi skal gera skilmerkilega grein fyrir ársreikningunum og bera þá upp til samþykktar.

 

24. gr. 

Stjórnin skal halda uppi innra eftirliti með fjármálum, reikningshaldi og bókhaldi.

 

25. gr.

Stjórnin ber á hverjum tíma að kynna sér nákvæmlega fjárreiður Bænahúsins.  Stjórnin skal sjá til þess að fjárreiður Bænahúsins séu í góðu horfi.

 

 

6. kafli.   Ýmis ákvæði

25. gr. 

Komi fram tillaga um að Bænahúsið skuli lagt niður, skal það sæta sömu meðferð og tillaga til lagabreytinga, sbr. 13 gr.

26. gr. Verði Bænahúsið lagt niður, skulu eigur þess renna til trúboðs eða skyldrar starfsemi og Bænahúsið hafði meðan það starfaði.

 

 

  

Samþykkt á fundi í apríl 2010.

 

  Bænahúsið | Fagraþing 2a | 203 Reykjavík Ísland | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370