Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir11.12.2014 21:55

Hjarta Föðursins

Samanntekt Kolbeinn Sigurðsson 

 

I.                 Hjarta föðurins og hjarta sonarins


Jóh. 14 1-7.

1"Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guðog trúið á mig. 2Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo hefði ég þá sagt yður að ég færi burt að búa yður stað? 3Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað kem ég aftur og tek yður til mín svo að þér séuð einnig þarsem ég er. 4Veginn þangað sem ég fer þekkið þér." 5Tómas segir við hann:"Drottinn, við vitum ekki hvert þú ferð, hvernig getum við þá þekkt veginn?"6Jesús segir við hann: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginnkemur til föðurins nema fyrir mig. 7Ef þér hafið þekkt mig munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann."


Við erum að skoða hjarta föðurins, en hjarta sonarins og föðurins eru eitt.  "Ég og faðirinn erum eitt." sagði Jesús (Jóh.10:30).  Við sjáum oft hjarta Guðs opinberast gegnum ritningarnar.  Gegnum ritningarnar opinberar Drottinn yfir 300 nöfn og hvert þeirra stendur fyrir eðli og persónuleika hans.  Öll þessi nöfn erutil að opinbera eðli Guðs fyrir okkur og til að sýna okkur mismunandi andlit hans sem við upplifum á okkar andlegu göngu. 


Við getum einungis lært að þekkja "Nafn Drottins" og skilja hvað er á bak við þetta nafn með því að dvelja í nærveru Hans. Hann talar um að skelfast ekki og trúa á Hann, og leiðin til að geta verið öruggur er að þekkja nafn Drottins sem er sterkur turn, og þangað hleypur hinn réttláti og er þar óhultur (Orðskviðunum 18:10). Sterkur er OZE á hebresku sem er orð yfir lofgjörð.  Við byggjum sterkt vígi eða turn nafnsins í lífi okkar með lofgjörð. "Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt" (Jóh. 17:22).  II.              Tímalína fyrir nafn Drottins

Nafn á hebresku er "Sham" og þýðir eðli, persónuleiki, vald og heiður.  Þegar við heyrum eitthvað nafn hefur það áhrif á okkur á jákvæðan eða neikvæðan hátt, allt eftir því hvernig við tengjum það við persónur sem við þekkjum og bera þetta nafn.  Á bak við nafnið okkar er persónuleiki okkar og því fylgir líka orðspor okkar. 


Drottinn hefur margbrotið eðli og persónuleika og því hefur hann valið að opinberast okkur með mörgum nöfnum.  Hans eðli og þrá er að opinbera sjálfan sig fyrir okkur.  Drottinn og Guð eru ekki nöfn Drottins heldur eru aðeins titlar. 


Tímalínaá opinberun nafnins:

  • Upphafiðvið sköpunina- Elohim (Guð opinberast sem skapari). Fyrsta nafnið opinberast þegar Guð skapar í fyrsta kafla í fyrstu Mósebók og er það Elohim ????? og þýðir sá sterki, sem ríkir og dæmir.  Elohim er fleirtala af Elo'ah ???? og opinberar Guð sem skapara alls.  Þegar Elohim skapaði manninn sagði hann: "Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd."(I.Mós. 1:26.) Elohim skapaði í sinni mynd karl og konu.
  • 2000 f. Kr. - Abraham, Ísak og Jakob - ElShaddai (Drottinn, Guð almáttugur, algjörlega fullnægjandi) Abraham kallaði á nafn Drottins.
  • 1500 f. Kr. - Móses -Heyah ??? "éger" ogsíðan sem Jehovah ???? "sá sem er, eilífur og ætíð viðvarandi". Jehovah er hið eilífa afl Guðs sem hefur alltaf verið og munalltaf verða.  Jehovah stendur fyrir "Égvar, ég er og ég mun verða um eilífð." Nafn Drottins sem kemur oftast fyrir í ritningunni er Jehovah.  Drottinn kallaði nafnið sitt yfir Móses.
  • 1000 f. Kr. - Davíð - Jehovah Sabaoth (Drottinn hersveitanna) ámóti Golíat, en síðar á ævinni opinberast hann sem Jehovah-Raah (Drottinn er minn hirðir; Sálm. 23:1) þegar hann stendur frammi fyrir baráttu við óvini sína.
  • 800 f. Kr. - Jesaja - Jehovah Sabaoth (Drottinn hersveitanna) í Jes. 6.  > Jesaja 9, Sonur gefinn; Undraráðgjafi, Guðhetja,Eilífðarfaðir (Ad Ab), Friðarhöfðingi.
  • 600 f. Kr. - Esekíel Jehovah Shammah (Drottinn er hér). Sýn við Kebarfljót í Babýlon ár 593.
  • Fæðing frelsarans - Yeshua (Jesús; Jehovahfrelsar) Nafnið sem býr yfir fyllingu Guðdómsins, er loka opinberunin af nafni Drottins og er öllum nöfnum æðra, sem er Yeshua (Jesús).  Yeshua þýðir Jehovah frelsar í þátíð, nútíð og framtíð.  


Jóh. 8:58

"Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður enAbraham fæddist, er ég." (Heyah)

Ég er Alfa og Ómega, hann sem er og var og kemur,hinn alvaldi. Opinb. 1:8.

"Ég er vegurinn,sannleikurinn og lífið". Jóh. 14:6

Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. Heb. 13:8

 

Undir gamla sáttmálanum hafði nafn Drottins mörg hlutverk og meðal annars:

1) Abraham kallaðiá nafn Drottins (I. Mós. 12:8; 13:4).

2) Drottinn kallaði nafnið sitt yfir Móses (II. Mós. 33:19; 34:5).

3) Ísrael var varað við að vanhelga nafn Drottins (III. Mós. 22:2, 32).

4) Nafn Drottins mátti ekki leggja við hégóma (II. Mós. 20:7; V. Mós. 5:11).

5) PrestarÍsrael áttu að þjóna í nafni Drottins (V. Mós. 18:5; 21:5).

6) Æðsta prestsættleggur Ísraelsmanna, Aron og synir hans áttu að blessa með nafni Drotttins og leggja nafn Drottins yfir Ísraelsþjóðina (IV. Mós. 6:23-27).


Nafn Jesús þjónarsambærilegum tilgangi og nafn Drottins í gamla testamentinu:

1) Frelsun oglausn fyrir nafnið Jesús (Jóh. 1:12).

2) Trúaðir komu saman í Hans nafni (Matt. 18:20).

3) Bænirnar áttuað vera í Jesú nafni (Jóh. 14:13-14).

4) ÞjónarDrottins verða hataðir vegna nafns Krists (Matt. 10:22).

5) Postulasagantalar oft um lofgjörð, þjónustu og þjáningar í Jesú nafni (Post. 5).

6) Fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu og sérhver tungajáta Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn. (Fil. 2:10-11).


Kól. 3:17.

Hvað sem þér gjörið í orði eða verki, gjörið það alltí nafni Drottins Jesú og þakkið Guði föður fyrir hann.


Eins og nafn Drottins í gamla testamentinu talar um heilagt eðli Föður hjarta Guðs, eins opinberar nýja testamentið gegnum nafnið Jesús, son Guðs sem ber heilagt eðli Guðs.III.          Guð faðirinn er heilagur og hann vill gera okkur heilög

Saga um prest sem var að deyja og vildi líkjast Kristi.  Hann kallaði til sín kunningja sína sem voru lögfræðingur og bankastjóri, því hann vildi deyja milli tveggja ræningja eins og Kristur gerði.


Efesus. 1:17-18

17Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa ykkur anda speki og opinberunar svo að þið fáið þekkt hann. 18Ég bið hann að upplýsa sjón hjartanssvo að þið sjáið hver sú von er sem hann hefur kallað okkur til, hve ríkulegaog dýrlega arfleifð hann ætlar okkur meðal hinna heilögu,


Til þess aðheyra er nauðsynlegt að eiga hrein eyru og skilningarvit heyrnarinnar verður aðvera opið alla leið frá líkamanum gegnum sálina og andann inn í hjartaokkar.  Heyra, hugleiða og sýna virðingu og lotningu með því að varðveita og hlýða orðunum sem Guð gefur okkur hverju sinni.  Skilningarvit okkar þurfa að vera stillt á bylgjulengd Guðs. Guð er alltaf að koma okkur á óvart með því að senda skilaboð eða opinberanir til okkar á mismunandi bylgjulengdum eða með mismunandi hætti.  Því þurfum við að vera stöðugt að leita eftirréttri bylgjulengd hverju sinni til þess að missa ekki af því sem hannsegir.  Öll skilningarvit okkar í líkama,sál og anda þurfa að vera hrein og helguð Guði til að heyra, sjá, snerta og skynja Guð. 


I. Þess.5:23-24.

En sjálfur friðarins Guð helgi yður algjörlega og andi yðar, sál og líkami varðveitist alheil og vammlaus við komu Drottins vors Jesú Krists. 24  Trúr er sá, er yður kallar, hann mun koma þessu til leiðar.

 

IV.          Hvað er að vera heilagur?

Syndin dregur okkur frá Guði, en helgun og trúfesti við Orð Guðs dregur okkur að Guði.   Guð er heilagur og til þess að eiga samfélagvið hann þurfum við að vera heilög, þ.e.a. helga lífstíl okkar.


III. Mós. 20:7-8. 

Helgist og veriðheilagir, því að ég er Drottinn, Guð yðar. 8 Fyrir því skuluð þér varðveita setningar mínar og halda þær. Ég er Drottinn, sá er yður helgar.


Að vera heilagur nær miklu dýpra en að líta aðeins vel út í hinu ytra,en það að nálgast Guð krefst algjörrar undirgefni og helgunar til andar, sálarog líkama.  

 

Við þurfum aðleitast við að eiga stefnumót við lifandi Guð, því sannur heilagleiki kemur ekki af því að fylgja reglum, heldur afþví að fylgja Kristi.  Leiðin að heilagleika er vinna sem krefst trúfesti við að dvelja í nærveru Drottins.  En ef við biðjum, knýjum á og leitum munum ekki verða fyrir vonbrigðum, því ef það er Guð sem við leitum af, er það Guð sem við munum finna. 


Við þurfum aðskilja að við verðum aldrei heilög af því að dæma aðra og það færir okkur ekki nær Guði, að leita að veikleikum hjá öðrum. Leyfum Guði að vera Guð sem mun koma með dóminn.  Ef við erum einlæg frammi fyrir Guði með okkar líf, þá áttum við okkur fljótlega á því að við höfum engan tíma til að setja okkur í dómarasætið.  


Við drögumst af því sem vekur áhuga okkar! Athugið að sama hvort það er jákvætt eða neikvætt.  Það sem við eltumst við verður tilgangur okkar.


Sálm. 27:4.

Eins hefi ég beðið Drottin, það eitt þrái ég: Að ég fái að dveljast í húsi Drottins alla ævidaga mína til þess að fá að skoða yndisleik Drottins, sökkva mér niður í hugleiðingar í musteri hans.V.              Finnum Guð á hans forsendum

Það er aðeins eitt sem heldur okkur frá því að vaxa og blómstra andlega.  Það er að ef við glímum ekki við okkar eigið hold og setjum það undirvilja Guð.  Ef höfum ekki enn fundið Guð, þurfumað spyrja okkur sjálf, hvaða dýrð er það sem við leitum eftir í lífinu, Guðs eða okkar eigin. 

 

Hvað er meiravirði en að finna Guð?  Þess vegna leitum dýrðar Guðs af öllu hjarta, og hættum ekki fyrr en við finnum Hann.  Við þurfum að taka okkur tíma frá reglulega og leita Hans, og hætta ekki fyrr en við finnum Hann.  Hann lofar okkur að við munum finna Hann ef hjarta okkar iðrast og hefur hreinast af því að leita eigin heiðurs og dýrðar. 


Esekíel við Kebarfljót sá sýn sem breytti sýn hans til frambúðar.


Þegar við finnum Hann munum við snerta dýrð Hans.  Þá lifnar eitthvað eilíft við innra með okkur, það er orðið eða Jesús Kristur innra með okkur.  Í stað þess að líta niður á fólk, þá förum við að lyfta fólki upp. Þegar við dveljum í nærveru Guðs, þá munum við verða heilög eins og Hann er heilagur.


Heb. 4:12.

Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsnisálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.


Það er Orðiðsem helgar og hreinsar okkur því það nær inn í djúp hjarta okkar.  Að elska Sannleikann er byrjunin á því að fá opinberun á konunginum og ríki Hans.


Drottinn gefiyður ríkalega náð til þess vera trúföst allt til enda.  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370