Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir09.11.2014 21:56

Kærleikur GuðsI. Guð er fyrst og fremst kærleikur

Eðli Guðs er kærleikur og þetta er skilyrðislaus kærleikur sem mjög erfitt er að útskýra fyrir okkur mönnunum þar sem eigum þetta eðli ekki í okkur nema honum sé sáð íhjarta okkar fyrir heilagan anda.  Annað hvort opnum við fyrir því að kærleika Guðs sé sáð inn í hjarta okkar eða að við lokum á þessar tilfinningar og herðum hjarta okkar. Þegar Guðlegur kærleikur snertir okkur, þá hefur það sterk áhrif á manninn sem skilar sér með þakklætitil Guðs og til fólks í kringum okkur. 


Róm.5:5

En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir heilagan anda, sem oss er gefinn.


Guðelskaði okkur að fyrra bragði og það var hans kærleiki sem fann okkur.  Það þarf Guðlegan Agabe kærleika til þess að elska Guð!  Þegar við opnum okkur fyrir kærleika Guðs gefur hann okkur sáðkorn kærleikans inn í hjörtu okkar.  Þetta sáðkorn kærleikans er Jesús sem lifir í okkur og vex í okkur eftir því sem við sækjum fram í að lifa lífi okkar samkvæmt sannleika Guðs og krossfestum holdið með ástríðum þess og girndum.  Jesús vill ekki aðeins að snerta anda okkar eða einhvern smápart af hjarta okkar.  Viljum við ekki að hann flæði yfir í sálu og huga okkar, og yfirtaki alla veru okkar svo að við förum að lifa heilshugar fyrir hann.


I. Jóh. 4:9-10.

9Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann.  10Þetta er kærleikurinn:Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar.


Hérí fyrsta Jóhannesarbréfi er talað um kærleikann sem kemur frá Guði og er þungamiðjan í fagnaðarerindinu um krossfestinguna á syni Guð.  Vers tíu kemur með yfirlýsingu, hvað sé kærleikurinn.  Það er að Guð elskaði okkur svo mikið að hann sendi son sinn til að friðþæging fyrir syndir okkar.


Við erum sköpuð til að elska og til að vera elskuð, en það er Agape kærleikurinn sem er án skilyrða og er veittur án þess að eitthvað sé veitt til baka.  Kærleikur sem kemur fram með umhyggju án tillits til aðstæðna eða mótleiks þess sem hlýtur kærleikannÞetta er æðsta stig kærleikans og viðgetum aðeins átt þennan kærleika í okkur ef honum hefur verið sáð í okkur afDrottni sjálfum.

                                                                                   

Þrettándikaflinn í fyrra Korintubréfinu eða kaflikærleikans fjallar einmitt um agabe kærleikann sem aðeins er hægt að fá í gegnum trúna á son Guðs Jesúm Krist.  Þar sjáum við að kærleikurinn er framar öðrum gjöfum Guðs eins og tungutali,spádómsgáfu, visku og þekkingu, trú, gjafmildi, fórnfýsi og sjálfsafneitun.

Þeir einstaklingar sem lifa sannarlega undir kærleika Guðs eru öryggir með stöðu sína í Kristi.  Þeir eru ekki að streða við það að fá samþykki eða velþóknun Guðs. Sýn þeirra á Guði er að hann er kærleiksríkur faðir sem lítur á okkursem son eða dóttur.


Hver er munurinn á að vera sonur eða dóttir eða munaðarleysingi?

·       Sýn á Guði; Sjáum við Guð sem elskandi föður eða sem harðan húsbónda? 

·       Trúarlífið; Synir og dætur lifa eftirlögmáli kærleikans en munaðarleysingar lifa eftir kærleikanum til lögmálsins.

·       Samþykki; Munaðarleysinginn leitast eftir lofi, samþykki og viðurkenningu frá mönnum, en synir og dætur eru algjörlega meðtekin í kærleika Guðs.

·       Hvöt fyrir heilagleika; Munaðarleysinginn "Verður " að vera heilagur til að öðlast náð Guðs, sem kemur með aukna skömm og sekt, en synir og dætur "Þrá"heilagleika, vilja ekki neitt sem hindrar náið samfélag við Guð.

·       Huggun; Munaðarleysinginnleitast eftir huggun í fölskum hlutum eins og fíkn, ýmis konar áráttu, flýja raunveruleikann,í annríki og trúrækni, en synir og dætur leitast eftir tíma í einveru til að hvílast í nærveru og elsku Föðurins.

·       Sambönd við jafninga; Hjá munaðarleysingja ersamkeppni, metingur og öfund gagnvart annarra manna velgengi og stöðu, en synirog dætur eiga auðmýkt og virða aðra og geta glaðst vegna þeirra blessunum ogvelgengni.

·       Meðhöndlun á göllum annara; Munaðarleysinginn ásakar og uppljóstrar til að upphefjasjálfan sig og láta aðra líta illa út, en synir og dætur láta kærleikurinnríkja þegar þau leitast eftir að reisa upp aðra í anda kærleika og blíðu.

·       Framtíðin;Munaðarleysinginn berst fyrir því hvað hann getur fengið! Spyr alltaf hvað er íþessu fyrir mig, en Sonarrétturinn leysir fram arfleifðina!


II.              Mikilvægt að þekkja hjarta okkar og hjarta Guðs

Til þess að nálgast Guð og til þess að eigastefnumót við hann þurfum við að snúa allri veru okkar í áttina að Guði.  Það er mikilvægt að koma fram fyrir Guð meðhreinu og óskiptu hjarta, og það er mikilvægt að vera heilshugar við Guð.


Orðsk. 4:23.

Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þareru uppsprettur lífsins.


Frelsisverkið byrjar í hjarta okkar eftir að orðinu ogkærleikanum hefur verið sáð í það.  Þegarhjartað okkar trúir og munnur okkar játar að Jesús er Drottinn og Guð faðirinnhafi vakið hann upp frá dauðum, þá opnast dyr Guðríkisins og við stígum frádauðanum inn í lífið.  Við það að stígainn í þessa nýju vídd byrjum við andlegu gönguna í Guðsríkinu og meðtökum nýttsáðkorn orðsins stöðuglega inn í hjarta okkar.


Við erum kölluð til að eiga samfélag við Guð og að dveljaí Kristi inn í því allra heilagasta. Því er mikilvægt að þekkja hjarta Guðs og að þekkja okkar eigið hjarta í ljósi Krists. Þegar Hann dvelur í okkur, þá er það Hann semvinnur verkið. 

Þeir Ísraelsmennsem mögluðu og kvörtuðu í eyðimörkinni, dóu á leiðinni til fyrirheitna landsins. Þeir sem treystuog hlýddu orðum Guðs komust alla leið inn í fyrirheitna landið. Það virðistvera svo margt sem heldur okkur frá því að ganga mjóa veginn, og inn ífyrirheitna landið, inn í fullkominn vilja Guðs fyrir líf okkar.  Þegar við förum að að reikna út kostnaðinn ogsjáum risana þá hættir okkur til að missa móðinn.  Til að komast til fyrirheitna landsinsþurfum við ekki að verða fullkomin,heldur þurfum við að horfast í augu við okkur sjálf, kunna að iðrast, og rísaupp í Hans styrkleika fyrir Hans Náð og læra að hlýða og treysta röddu Hans(Orðinu).  Við erum að leita eftir aðþekkja lifandi Guð sem lofar okkur í Orðinu"Ogþér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta." Jer. 29:13.

 

Hreint hjarta sem er heilshugar finnur Guð, sumir í lofgjörð tilDrottins og aðrir í hljóðri bæn. 

 

III.          Opinberunin á konunginum og konungsríkinu leysirokkur

Frelsisgangan byrjar meðþví að við sjáum dyrnar inn í Guðsríkið og stígum inn fyrir.  Síðan höldum við andlegu göngunni áfram ogvinnum að sáluhjálp okkar með lotningu og Guðs ótta.  Guð opinberar sig fyrir okkur, stig af stigi.  Þegar við frelsumst erum við viss um að viðförum til himna, en samt sjáum við konungsríkið í fjarlægð. 


Fil. 2:12-13.

12Þessvegna, mínir elskuðu, þér sem ætíð hafið verið hlýðnir, vinnið nú að sáluhjálp yðar með ugg (fobos)og ótta (tromos) einsog þegar ég var hjá yður, því fremur nú, þegar ég er fjarri. 13Þvíað það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og framkvæma sér tilvelþóknunar.


Við erum oft svo áköf að gera eitthvað fyrir Hann aðvið erum jafnvel tilbúin að gera allt nema að gefa honum allt okkar líf.  Guð þarfnast ekki þess sem við getum gertfyrir hann.  Hann vil okkur.  Guð verðurað verka í okkur að vilja og framkvæma sitt Orð, áður en við erum fær um aðhlýða Orðinu, þarf Guð að gefa okkur vilja og síðan gerir Hann okkur hæf.  Í þessu ferli þurfum við að leyfa Orðinu aðkrossfesta holdið, því þegar við förum að gera það, þá mun Orðið vinna í okkurog koma með Náðina og umbreytinguna í líf okkar.  Þaðvar Orðið sem hefur umbreytt okkur og það er Orðið sem mun halda áfram aðumbreyta okkur.  Varðveitum því Orðiðí hjarta okkar, og Hann mun halda vegi okkar hreinum.

 

Jóh. 17:17

Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur.

 

Það er Orðiðsem helgar og hreinsar okkur því það nær inn í djúp hjarta okkar.  Að elska Sannleikann er byrjunin á því að fáopinberun á konunginum og ríki Hans. Opinberun á Drottni Jesú leysir okkur frá okkur sjálfum og færir okkurríka nærveru Guðs.


IV.          Persónuleikiog tilfinningar Guðs

Nærvera Guðs opinberast okkur á svo marga mismunandivegu og hefur líka mismunandi djúpstæð áhrif á okkur.  Þegar við upplifum nærveru Guðs opnast nýrheimur fyrir okkur og skilningarvit okkar ná að víkka út fyrir það sem viðvenjulega skynjum eða sjáum.  Tilfinningarokkar verða svo mjúkar og krumpaðar sem brýst oft út hjá okkur með gráti eðahlátri, mikilli gleði, þakklæti og vellíðan. Á þeirri stundu elskum við alla og ekkert virðist vera óyfirstíganlegt fyrirokkur, og okkur finnst við ósigrandi. Við fáum opinberun á Guði á nýjan hátt ogfinnum fyrir persónuleika Hans sem er einstakur.   Við upplifum tilfinningar Hans, eins ogkærleika, gleði, frið og miskunnsemi sem er langtum ofar okkar skilning.  Oft komum við fram fyrir hásæti Guðs meðbænalista, en í raun ættum við að einblína á hásæti Guðs og sjá dýrð Hans,fegurð, mátt og visku.


II. Mós. 33:18.19; 34:5.

18Þá sagði Móse: "Sýndu mér dýrð þína."19Drottinnsvaraði: "Ég mun sjálfur láta allan ljóma minn líða fram hjá þér og ég mun hrópa nafnið Drottinn frammi fyrirþér. Ég vil líkna þeim sem ég vil líkna og miskunna þeim sem ég vilmiskunna."

5Drottinn steig niður í skýi og nam staðar þar hjáMóse. Hann hrópaði nafn Drottins.


Ef við leitum eftir því að sjá dýrð Drottins, þá munumvið eins og Móses sjá fegurð Hans og persónuleika.  Í nafni Drottins sem er Jehovah býrpersónuleiki Hans og eðli Hans.  Guðreiðist, gleðst, finnur til með okkur og er miskunnsamur, og hann elskar aðblessa okkur.  Drottinn hrópaði yfirMóses nafnið sitt.  Orðið að hrópa semer notað í frum textanum er "qara" sem þýðir að gefa nafn, rekast á með krafti,predika, lýsa yfir eða kalla hátt.  Drottinnpredikaði yfir Móses um eðli eða persónuleika nafnsins.   Guð hefur besta persónuleika í alheiminum.  Guð er góður, heilagur, ótrúlega klár, dularfullur,mjög ástríðufullur, ógurlegur, en samt svo blíður.  Það breytti Móse til frambúðar þegar Mósesrakst á Guð eða átti stefnumót við Guð á fjallinu.


Móses fékk mynd tjaldbúðarinnar uppá Sínaí fjalli, sem var skipt í forgarð, hið heilaga, og hið allraheilagasta.  Tjaldbúðin var helgur staðurþar sem Guð nálgaðist Ísraelsþjóðina.  Levítaprestarnirfengu einir að fara inn í hið heilaga en æðsti presturinn fékk einn að fara inní hið allra heilagasta einu sinni á ári.   Fimmhundruðárum síðar fékk Davíð konungur Ísraels leyfi Guðs til að flytja örkinasem var hvíldarstaður Guðs inn í tjaldbúð Davíðs þar sem bæn og lofgjörðLevítanna var dag og nótt.  Salómonfékk leyfi Guðs til að flytja örkina inn í musterið og hélt áfram með bæn oglofgjörð dag og nótt.  Þegar Jesúsdó á krossinum rifnaði fortjaldið og hásætissalur Drottins opnaðist fyrirmannkyninu.  Núna eigum við sem börn Guðsrétt til að koma inn í hið allra heilagasta fram fyrir föðurinn.


Viljum við vera eins og Móses sem þráði að sjá dýrðDrottins og viljum við vera eins og Davíð sem þráði nærveru Guðs og að sjá fegurðinaí eðli Drottins.  Viljum við eigagagntekið hjarta okkar á meðan við erum hér á jörðinni til að leita Guðs og þráaðeins það eitt að sjá Guð opinbera dýrð og fegurð sína.


Dýrð Guðs er samofin nafni Drottins oghefur oft opinberast sem sýnilegt ljós bjartara sólu, sem eldbolti eðaeldstólpi.  Guð er stórkostlegasta ogtignarlegasta vera alheimsins og er ofar öllu sköpuðu, en við eigum aðendurspegla dýrð Guðs og vera ljós heimsins.


Dýrð á hebresku er "Kabod" sem þýðir aðvera þungur og mikilvægur.  Annað orð áhebresku fyrir dýrð er "Shekinah" sem þýðir "sá sem býr". Merkingorðsins shekinah "sá sem býr" minnir okkur á að það er ekki við semreynum að búa með Guði heldur er þaðhann sem vill búa með okkur.  Þessi sannleikur ætti að vekja stöðugt þakklætií hjarta þeirra sem hafa komið inn í sáttmála Guðs og dvelja undir skuggavængja hans. 


Dýrðin hefur djúp áhrif á líkama, sál oganda.  Menn falla oft flatir niður þegardýrð Guðs opinberast og þeir skilja hvað Guð er magnaður.  Dýrðin kallar fram syndaneyð og opinberaróhreinleika í okkur mönnunum vegna hins mikla heilagleika sem fylgir dýrðDrottins.  Við gleymum stað og stund,og hjarta okkar er að springa af þakklæti og kærleika, og ekkert skiptir málinema að dvelja í nærveru hans.


V.              Gæðatími með Guði

Við finnum mjög oft fyrir góðri nærveru Guðs og viðfáum mikla gæsahús, tárin byrja að hrynja niður kinnarnar eða það er eins ogstraumur fari í gegnum okkur.  Oft talarGuð til okkar og opinberar sig á mismunandi vegu.   Þegar við viljum koma inn í hásætissal Guðsog sjá aðeins hið himneska er það oft ekki svo auðvelt.  Því þá verðum við að slökkva tengslin viðþetta jarðneska og einblína á hið himneska. Kólossubréfið orðar þetta á svo magnaðann hátt; "Hugsið um það sem er hið efra, en ekki um það, sem á jörðinni er."  Hér notað gríska orðið "phroneo" fyrir að hugsa, en það þýðir að deyja sjálfum sér, drekka í sig meðhlýðni og ákafa, setja ástúð og tilfinningar á eitthvað, vera eins og það semvið einblínum á, og láta það sem við hugsum um verða okkar gleði og skemmtun.


Þegar við viljum sjáGuð opna hásætissal sinn fyrir okkur þurfum við að vera þolinmóð og eiga hungureftir Guði.  Það er mikilvægt að gefastekki upp, heldur dvelja lengi í bæninni og knýja á dyrnar á hásætissalDrottins.  


Ef við staðsetjumokkur frammi fyrir hásæti Guðs munum við breytast með tímanum.  Sá sem fer í röntgen myndatöku færröntgengeislana í gengum sig og finnur ekki fyrir því, en ef hann er nógu lengiog fer ítrekað í röntgengeisla mun það hafa áhrif á sköpunarkraftinn í lendviðkomandi og hann verður ófrjór.  Ef viðsáum orðinu í hjarta okkar og vökvum það með bæn í Andanum, þá mun Drottinn sjáum að láta sáðkorn orðsins vaxa og láta dýrð sína skína inn í hjörtun okkar svoað við munum umbreytast í mynd Hans. Hans sköpunarkraftur tekur völdin í lífum okkar.


Jakob sonarsonurAbrahams glímdi við Guð heila nótt og vildi ekki sleppa honum, heldur sagðiJakob við Guð: "Égsleppi þér ekki nema að þú blessir mig" (I. Mós. 32:26)  Þegar sólin kom upp blessaði Guð Jakob ogsagði: "Eigiskaltu lengur Jakob heita, heldur Ísrael, því að þú hefir glímt við Guð og mennog fengið sigur".  En Ísrael þýðir "Guð hefur valdið og ríkir sem prins".  Jakob fær nýtt eðli eðanafn sem er Ísrael og gengur öðruvísi en aðrir eftir þessa reynslu með Guði.  Eins getum við glímt við Guð og þegar viðnáum taki á Honum skulum við ekki sleppa fyrr en Hann hefur blessað okkur.   Þá er víst að okkar andlega ganga verðuröðruvísi en áður og við munum verða hölt í augum þeirra sem hafa ekki upplifaðslíka blessun af nærveru Guðs.


Það er mismunandi hvernig við leitum Guðs og meðhvaða tilgangi.  Við fætur Drottinnfinnum við miskunn og fyrirgefningu, eld og kraft Heilags Anda.  Þegar við snertum hendur hans munum við finnablessanir, opinberanir, lækningar og kraftaverk.  En þegar við leitum auglits Hans munum viðfinna andardrátt og augu Hans sem deyða holdlega manninn eða hið spillta sjálf,en tendrar líka ódauðlegan kærleika og ást innra með okkur.  Það er þessi tími í hinu allra helgasta meðGuði sem er svo dýrmætur og er ekki hægt að meta hann að verðleikum. Þegar við komum inn í hásætissal Drottins fylgir því alltaf einhvert niðurhal(download)eða dýpri opinberun á Guði.


Gæða tími með Guði breytir okkur og við förum aðsetja augu okkar á það sem skiptir máli, en það er að eiga skýra sýn á því hverGuð er.  Til þess verðum við að eigaopinberun á eðli Guð og slík opinberun fæst ekki nema með bæn, með föstum oghugleiðslu á orði Guðs.  Hvers krefst Guðaf okkur?  Hann þráir að eiga samfélagvið okkur og hann þráir að eiga hjarta okkar óskipt.


Þetta er það semJesús gerir fyrir sálir hann frelsar. Hann umbreytir þeim í "nýja sköpun,"II. Kor. 5:17. "7Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varðað engu, sjá, nýtt er orðið til."  Þeir sem koma til Jesú eru "endurfæddir"Jóh. 3:3,7. Þú getur ekki kynnast Jesú og verið eins og þú varst. Hann er frelsarisem breytir lífi þínu! 


Drottinn blessi þig og gefi þér styrk til þess að vaxa andlega svoað þú verðir tilbúin þegar konungur konunga kemur til þess að sækja brúði sína.

  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370