Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir21.09.2014 23:15

Akrarnir eru hvítir til uppskeru, heyra frá Guði

Heyra röddu Guðs fyrir daginn í dag

Kolbeinn Sigurðsson; Predikun21. September 20141.    Rödd Guðs í dag

Nú er gengið út kall Guðs um að undirbúa sig til að taka inn uppskeruna, því arkarnir eru hvítir til uppskeru.  Þetta eru tímar sem við þurfum að heyra nákvæmlega hvað Guð er að gera, því það er mikil hraði og við megum ekki við því að missa af vitjun Guðs.  Við þurfum að leysa fram árnar fjórar í Esekíel 47 fyrir Ísland.


1.     Áin - ökla; Píson þýðir dreifa sér - boða fagnaðarerindið

2.     Áin - hné; Gíhon þýðir gegnumbrot - gegnumbrot með bæn

3.     Áin - mitti; Tígris þýðir hraði - sáning og uppskera samtímis

4.     Áin - synda; Efrat þýðir frjósemi og yfirflæði - algjört yfirflæði í kirkjunni, það er ekki mín kirkja heldur Guðsríkið + lækning og frelsun.


Að heyra röddu Guðs er lífnauðsynlegt fyrir hina kristnu til að vaxa andlega og líka til þess að Guðsríkið vaxi, þ.e. fjölgun verði í líkama Krists.

 

Post.2:17-21.

17Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, ungmenni yðar munu sjá sýnir og aldraða yðar á meðal mun draumadreyma.  18Jafnvel yfir þrælamína og ambáttir mínar mun ég á þeim dögum úthella anda mínum, og þau munu spá.19 Og ég mun láta undur verða á himnum uppi ogtákn á jörðu niðri, blóð og eld og reykjarmökk. 20 Sólin mun snúastí myrkur og tunglið í blóð, áður dagur Drottins kemur, hinn mikli og dýrlegi. 21En hver sá, sem ákallar nafnDrottins, mun frelsast.


Ákallar; eftir hjálp, lofgjörð, vitnisburði, ákvörðun, velur,  áfrýjar til, kalla nafn.


Til þess að frelsast í gegnum þessa síðustu daga endatímanna þurfum við að tengja okkur við nafn Drottins með því að velja orð Hans og lyfta upp nafninu.


Guð þráir að hafa sambandvið okkur.  Hann er alltaf að senda skilaboð til okkar. Við þurfum að vera á réttri bylgjulengd til þess að heyra frá Honum.  Það er aðeins með yfirnáttúrulegri visku Andans að við getum opinberað "leyndarmál" eða dulin orð Guðs og þá getum við að fullu nýtt það sem Hann er að segja. Við þurfum að vera eins og "rannsóknarlögreglumenn"sem láta ekkert fara fram hjá sér, allt skiptir máli og við röðum öllum brotunum saman þar til við að lokum ráðum gátuna með hjálp heilags Anda.

Andlegir draumar eru sönnun þess að heilagur Andi er að starfa.  Draumar, sýnir og spádómar eru hluti af Hans dásamlega fyrirheiti um síðustu tíma.  Þegar við byrjum að greina röddu Guðs í draumum, sýnum eða með öðrum leiðum heilags Anda munum við uppskera nánara samfélag við Drottinn.

 

Draumur kemur gegnum undirmeðvitund inn í meðvitund, en sýn kemur til okkar gegnum meðvitund okkar. Greina opinberun Guðs, sjálfsins eða satans.

 

2.   Hvernig talar Guð til okkar? 

Mjög oft talar hann inn í anda okkar, líka gegnum aðra, í sýn eða Draumi.


"Sýn er meira en aðeins áætlun eða opinberun fyrir framtíðina. Hún er hreinlega tjáskipti okkar við Drottinn.  Hvernig sem opinberunin kemur til okkar, sem draumur, sýn, rödd inn í anda okkar eða með öðru formi sem Guðs kýs að gefa okkur opinberun sína."  

 

Ø Opin sýn eða sýn í hinu ytra

Við getum fengið sýn sem truflar náttúrulega sjón okkar og verður hluti af þeirri mynd.   T.d. englar koma inn á sjónarsviðið og verða hluti af hinu jarðneska.  Í opinni sýn sér maður oft bæði hið sýnilega og hið ósýnilega samtímis.  En þetta getur líka verið opin sýn þar sem við sjáum bara hið himneska og hið jarðneska hverfur sjónum okkar meðan sýnin á sér stað.  Það heitir að verða frá sér numinn eins og Pétur upplifði í tíunda kafla postulasögunnar.


Ø Lokuð sýn eða innri sýn

Þetta er trúlega algengasta tegund af sýn sem fólk fær og stundum greinir það ekki aðum sýn sé að ræða.  Þetta getur verið innri sýn sem kemur eins og ein mynd sem birtist okkur aðeins eitt augnablik.  Einnig getur það komið eins og röð af myndum eða eins og kvikmynd á tjaldi. 


Ø Nætursýn

Oft fær fólk opinberun þegar það liggur í rúmi sínu og hugleiðir orðið. Það fær jafnvel sýn, sem það heldur að sé draumur.  Margir hafa vaknað með lausnir, opinberanir eða huggunarorð frá Drottni.

 

Daniel 2:19

Lausn leyndardómsins opinberaðist Daníel í  nætursýn og lofaði Daníel þá Guð himnanna.


Guð notar drauma til að opna eyru okkar og koma með tilsögn eða leiðbeiningu.  Hann notar drauma til að vara manninn við og fá hann til að láta af slæmum gjörðum. Þegar Guð kemur til okkar í draumum getur hann sniðgengið hroka okkar og rökhugsunina, og fer beint inn í undirmeðvitund og anda okkar.

 

Job. 33:14-15.   

14Guð getur talað á einn máta, jafnvel tvo, án þess að menn gefi því gaum.  15Í draumi, í sýn um nótt, þegar menn sofa djúpum svefni í rúmum sínum,

 

Ø Náttúran er stöðugt að tala til okkar því hún er í takt við hjarta Guðs.


I. Mós. 1:14 

Guðsagði: "Verði ljós á festingu himinsins, að þau greini dag frá nóttu og séu til tákns og til að marka tíðir (Moed; Hátíðir), daga og ár.


Hátíðir Drottins eru samtals sjö

Vorhátíðir (uppfylltir spádómar):

  1. Páskar;Krossfesting Jesú Krists
  2. Hátíð hinna ósýrðu brauða; Jesús brauð lífsins án syndar í gröfina.
  3. Hátíð frumgróðans - Upprisa frelsarans
  4. Viknahátíðin; 50 d. eftir upprisuna - Úthelling heilags Anda
Hausthátíðir (bíða uppfyllingar):
  1. Básúnuhátíðin - Básúna Drottins við endurkomu Krists
  2. Friðþægingardagurinn - Eilíf endurlausn og eilíft fagnaðarár
  3. Laufskálahátíðin - Brúðkaup lambsins og Guð dvelur að eilífu með oss


Ø Guð talar gegnum orð sitt og hann talar bæði Logos og Rema orð:

·       Logos orð; Hið heilaga ritaða orð Guðs,  Jesús er orðið(logos), Jóh. 1:1,14.  Orðið er lifandiog kröftugt, beittara hverju tvíeggjaða sverði.

·       Rema orð;Spámannlegt orð frá hástóli Guðs fyrir stað og stund.  Rema vitnar oft beint í Logos orðið, en er alltaf í samhljómi við Logos orðið.


Í gegnum predikun fáum við mjólk sem er auðmeltanleg, en þegar við hugleiðum orð Guðs fáum við fasta fæðu.  Andlegur styrkleiki kemur við að fá eigin opinberun frá Guði.  Við verðum að tyggja sjálf orðið eða hugleiða það. Hugleiðsla þýðir að fara með aftur og aftur.  Láta alla veru okkar heyra orðið.  Lesa það, skrifa það, tala það, biðja það, syngja það eða láta hið listræna túlka orðið á einhvern annan hátt. 


Drottinn er stöðugt að tala til okkar í brotum með mismunandi leiðum sem Hann sjáflur kýs að nota.  Við þurfum bara að beygja okkur í auðmýkt til að þiggja alla molana sem falla af borði Hans. Þá aðeins getum við fengið heildarmynd af því sem Guð vill segja við okkur hverju sinni.

 

3.   Tilgangur Guðs með því að tala til okkar

Þegar Guð talar er það alltaf með ákveðnum tilgangi. Hann talar líka til okkar á mjög mismunandi vegu.  Oft kemur hann okkur á óvart til að við séum vakandi.


Guð talar alltaf til þess að opinbera:

1.Eðli sitt.

2.Tilgang og vilja sinn.

3.Sína vegu.


Guð talar til okkar; til uppbyggingar, hvatningar og huggunar. (1 Kor. 14:3)


Opinb.1:10-11.

10Ég var hrifinn í anda á Drottins degi og heyrði að baki mér raust* mikla (megas), sem lúður gylli, 11er sagði: Rita þú í bók það sem þú sérð og send það söfnuðunum sjö, ............


*)Greek 5456, Strong's phone, fo-nay';

1.     Afhjúpun oguppljóstrun - Leiðrétting ogopinberun leyndardóma

2.     Skýrmæltur - Staðfestingar og skýr fyrirmæli

3.     Hávaði,hljóð, rödd - Vekur okkur upp


Rödd Guðs er svo öflug að hún gerir okkur virk. Rödd Guðs er á ákveðinni tíðni og til að heyra hana verðum við að vera áandlegri tíðninni. 


Jóh. 18:37

37Þá segir Pílatus við hann: Þú ert þá konungur? Jesús svaraði: Rétt segir þú. Ég er konungur. Til þess er ég fæddur og til þess er ég kominn í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni. Hver sem er af sannleikanum, heyrir mína rödd (Phone).


Guð er alltaf að tala, við heyrum það bara ekki alltaf.  Biðjum Guðum meira næmni og greiningu til að heyra.  Hann vill leiðbeina okkur, uppörva og kenna okkur.  Hann hefur boðskap fyrir okkur öll, við eigum öll eitthvað hlutverk.


Vænta þess að heyra fráGuði.  Þetta eru ekki trúarbrögð, heldur samfélag við persónulegan Guð sem elskar okkur og þráir að við þekkjum Hann meira.  Hann vill að við fáum opinberun til þess að vaxa og hvert skal halda.


4.    Hvað þurfum við til þess að Guð tali við okkur

Guð talar við þá sem eru trúfastir í auðmýkt frammi fyrir Guði. Hann hefur ætíð kallað þá hafa verið að starfa, og verið trúfastir í því litla sem þeim er treyst fyrir.  Sjá Móses, Samúel, Gídeon og Davíð.


Ø Staðsetja sig í nærveru Guðs og hlusta


I. Sam. 3:1

Sveinninn Samúel gegndi nú þjónustu við Drottin undir handleiðslu Elí. Á þessum tíma var orð Drottins sjaldgæft og sýnir fátíðar.


Samúel þjónaði til Drottins í lofgjörð og svaf við sáttmálsörkina.  Þá var það sem Guð fór að kalla Samúel.   Þrisvar kallaði Drottinn nafn Samúels, en Samúel þekkti ekki enn röddu Guðs.  Elí gaf honum það ráð að segja: "Tala þú Drottinn, því þjónn þinn heyrir." 


I. Sam. 4:1

1Boðskapur Samúels náði nú til alls Ísraels. 

Ø Vera trúfastur í því litla verki sem þér er treyst fyrir

Gídeon var í auðmýkt að þreskja hveiti í vínþröng þegar Guð talaði til hans gegnum engil Drottins.


Dóm.6:12 Og engill Drottins birtist honum og sagði við hann: "Drottinn er með þér, hrausta hetja!"

Gídeon fékk það hlutverk að leysa þjóð sína undan Mídíanítum:

 

Guð talaði gegnum:

1.     Engil Drottins

2.     Ullarreyfi tvisvar

3.     Hugrakkir; Huglausir eiga að fara. 22.000 huglausir,en 10.000 eftir

4.     Auðmýkt; aðeins 300 lögðust niður til að lepja vatnið eins og hundar.

5.     Draum hjá óvinum Ísrael, Mídíanítum um sigur Gídeons.


Draumar geta opinberað örlög okkar en þeir opinbera sjaldan ferlið um hvernig við eigum að uppfylla þessi örlög í Guðs vilja.  Draumur sem óvinahermaður dreymdi gaf Gídeon hugrekki til að heyja bardagann við ofurefli hers Mídíaníta með aðeins 300 mönnum gegn 135.000 manna her. (Dóm. 7 og 8.)


Ø Taka sig frá daglegu amstri og helga sig Guði

Mósevar að gæta sauða fyrir Jetró tengdaföður sinn sem var prestur Mídíaníta.

Hann var með sauðina við fjallið Hóreb, þegar honum birtist engill Drottins logandi í runna.  Þegar Móse gekk nær til að skoða þetta byrjaði Guð að tala til hans um að Móses ætti að fara til Egyptalands til þess að leysa þjóð sína undan þrældómi Faró.  Móses bað um nafn Drottins sem sendi hann og Guð gaf honum nafnið "Heyah" eða "Ég er" (???)


Ø Lofa Drottinn í gegnum allar kringumstæður

Davíð gæti sauða föður síns og lofaði Drottinn gegnum allar kringumstæður.  Lyfti upp nafni Drottins þegar hann fór gegn Golíat og þegar Sál elti hann.


Drottinn blessi þig og gefi þér að heyra hvað Andinn segir fyrir daginn í dag.

  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370