Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir10.08.2014 21:30

Bæn og lofgjörð dag og nótt, endatíma vakning

Samantekt; Árni Þórðarson 10.08.2014


I.   Lyklar Himnaríkis

Guð er að reisa upp Bænahús upp út um allan heim með bæn og lofgjörð dag og nótt. Sum eru nú þegar komin með bæn og lofgjörð dag og nótt
24/7, önnur eru á leiðinni áleiðis að því markmiði. Bænahúsið hérna á Íslandi er þar á meðal með um 27% af tímanum. Í Kansans City hefur verið stöðug bæn og lofgjörð dag og nótt í um 14 ár. Í Evrópu byrjuðu bænahúsin að rísa upp fyrir um átta árum síðan.

Guð vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum. Guð vill einnig vekja upp sitt fólk til að taka stöðu sína. Bænahúsin með bæn og lofgjörð dag og nótt gegna því lykil hlutverki að breyta andrúmsloftinu yfir borgum og þjóðum, að leysa fram blessun fyrir borgir og þjóðir og fyrir líkama Krists þar að segja kirkjurnar.
En yfir Davíðs hús og yfir Jerúsalembúa úthelli ég líknar- og bænaranda, og þeir munu líta til mín, til hans, sem þeir lögðu í gegn, og harma hann eins og menn harma lát einkasonar, og syrgja hann eins og menn syrgja frumgetinn son (Sakaría 12:10).
Guð úthellir bæna og líknar anda yfir þá sem taka stöðu sína, og bæn og lofgjörð hefur þau áhrif að augu fólk opnast fyrir því hver Jesús Kristur er, að fólk snertist af Guði og geri iðrun.
Ljós sannleikans og dýrð Guðs lýsir upp andlega myrkrið og ringulreiðina.


Amos 9:11-14
Á þeim degimun ég endurreisa hina föllnu tjaldbúð Davíðs. Ég mun hlaða upp í veggskörðin og reisa hana úr rústum og gjöra hana upp aftur, eins og hún var fyrr meir,12 til þess að þeir nái undir sig leifum Edóms og öllum þeim þjóðum, sem nafn mitt hefir verið nefnt yfir _ segir Drottinn, sá er þessu mun til vegar koma.13 Sjá,þeir dagar munu koma, _ segir Drottinn _ að erjandinn skal nákornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði.14 Þá mun ég snúa við högum lýðs míns Ísraels. Þeir munu byggja upp hinar eyddu borgir og búa íþeim, planta víngarða og drekka vín úr þeim, búa til aldingarða og eta ávöxtu þeirra.


Postulasagan15:14-18
Símon hefur skýrt frá, hvernig Guð sá til þess í fyrstu, að hann eignaðist lýð meðal heiðinna þjóða, er bæri nafn hans.
15 Í samræmi við þetta eru orð spámannanna, svo sem ritað er:16 Eftir þetta mun ég aftur koma og endurreisa hina föllnu tjaldbúð Davíðs. Ég mun reisa hana úr rústum og gjöra hana upp aftur,17 svo að mennirnir, sem eftir eru, leiti Drottins, allir heiðingjarnir, sem nafn mitt hefur verið nefnt yfir, segir Drottinn, sem gjörir þetta 18 kunnugt frá eilífð.

Tjaldbúð Davíðs er fyrirmynd bænahúsana í dag,  þar var bæn og lofgjörð dag og nótt. Guð hleður í veggskörðin og reisir hana úr rústum á endatímanum.
Þetta gerist er við tökum stöðu okkar og skipum okkur í skarðið landinu til varnar með því að biðja og lofa Guð. Þegar Nafni Drottins Guðs (Jesú) er lift upp þá dregur hann alla menn til sín svo að það frelsist. Leifar Edóms eru Arabar (Múslimar).Hinar þjóðirnar sem nafn Drottins hefur verið nefnt yfir eru Gyðingar. Fagnaðarerindið kom frá þeim til hinna þjóðanna. Á undanförnum árum hafa margir Múslimar og Gyðingar tekið við Jesú sem frelsara sínum. Tilgangur bænahúsana er að stuðla að því að meiri vakning verði, að endatíma uppskeran verði tekin inn með miklum hraða eins og þessi vers fyrir ofan segja að muni gerast er bæn og lofgjörð dag og nótt verður.
Jesú sagði; akrarnir eru hvítir til uppskeru biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar. Bæn og trúboð helst í hendur. Guð hefur gefið okkur lykla Himnaríkis til að leysa fram vilja Guðs föðurs á jörðu eins og er á himni. Bæn og lofgjörð dag og nótt leysir niður nærveru og dýrð Guðs. Drottinn Guð starfar í gegnum bænir og hann dvelur í lofgjörðinni.


Matteus16:19
Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum."II.   Umskipti

Viðerum í ferli umskipta bæði sem þjóð og kirkja. Það er ekki auðvelt að fara í gegnum breytingar, það tekur mikið á og það er óþægilegt. Það er barátta og mikil átök. Ísrael er klukka á dagatali Guðs. Baráttan sem Ísraelsmenn eiga í tengisteinnig þeirri baráttu sem við hin Kristnu erum að heyja.

17 júní síðast liðinn héldum við upp á 70 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Orð Guðs kennir okkur að meðal mannsaldur er um 70 ár þó svo að sumir lifi styttra og aðrir lengri lífdaga. 70 ár er einnig sá ára fjöldi sem Guð starfar og vinnur með þjóðir og er talan 70 jafnframt tala endurreisnar samanber það er Guð var að eiga við Ísraelsku þjóðina er hún var herleidd til Babílon vegna óhlýðni sinnar.  Ísraelskaþjóðin var í 70 ár í herleiðingu í Babýlon og snéri svo aftur í þremur áföngum aftur til fyrirheitna landsins og þá hófst endurreisn múra Jerúslaem og musterisins. Þetta er táknrænt fyrir okkur í dag þar sem Guð hefur gefið okkur fyrirheit um það að hann muni fullkomna það verk í okkur sem hann hefur hafið íokkur allt til dags endurkomu sinnar og að hann muni endurreisa alla hluti áður en hann kemur aftur. Við erum að ganga inn í þennan tíma sem þjóð og söfnuður Guðs.

Margir spádómar hafa verið talaðir út að íslenska þjóðin muni vera sem fyrirmynd eða módel fyrir  aðrar þjóðir og fyrir það sem Guð er að gera og héðan muni skýna ljós til að lýsa öðrum þjóðum.  Við vitum öll hver er hið sannaljós er það ekki? Jú það er Drottinn okkar Jesú kristur. Það hefur einnig verið talað út að vakning verði meðal unga fólksins og að frá þessari þjóð munu verða sendir út margir trúboðar til annara þjóða til að boða fagnaðarerindið og margir munu sinna hjálpar og upp byggingarstarfi. Þetta sem ég nefni er aðeinsbrot af því sem hefur verið talað út sem fyrirheit fyrir Ísland og margt meira væri hægt að nefna.

Árið 1947 átti einn fulltrúi íslensku þjóðarinnar stóran þátt í að Ísrael fékk sitt sjálfstæði sem þjóð, það eru að verða 70 ár síðan. Ég er fullviss um að stuðningur Íslands við Ísrael eigi stóran þátt í þeirri velmegun sem hefur verið á Íslandií nær 70 ár. Það segir í orðinu að þeir sem blessi Ísrael muni blessun hljóta.
Við erum á tímamótum, það eru þáttaskil. Það eru nýir tímar framundan á dagatali Guðs fyrir kirkju Guðs á Íslandi. Tími vakningar og endurreisnar. Guð er að yngja kirkju sína upp sem örninn.


Sálmur 103:1-5
Lofa þú Drottin, sála mín, 
og allt sem í mér er, hans heilaga nafn;
lofa þú Drottin, sála mín, 
og gleym eigi neinum velgjörðum hans. 
3Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, 
læknar öll þín mein, 
4leysir líf þitt frá gröfinni, 
krýnir þig náð og miskunn. 
5Hann mettar þig gæðum, 

þú yngist upp sem örninn.


Jesaja 40:28-31
Veistu ekki eða hefur þú ekkiheyrt
að Drottinn er eilífur Guð
sem skapaði endimörk jarðar?
Hann þreytist ekki, hann lýist ekki,
viska hans er órannsakanleg.
29Hann veitir kraft hinum þreytta
og þróttlausum eykur hann mátt.
30Ungirmenn þreytast og lýjast,
æskumenn hnjóta og falla
31en þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft,
þeir fljúga upp á vængjum sem ernir,

þeir hlaupa og lýjast ekki,
þeir ganga og þreytast ekki.

Hvernig fáum við styrk frá Guði, við fáum styrki með því að vona á Drottinn Guð, er við dveljum með honum í orðinu, í bæn og í lofgjörð. Við finnum lítinn styrk ef við lifum tvöföldu lífi eins og var talað um á Kotmótinu í ár. Styrkurinn er til staðar er við erum heilshugar við Guð.
III.   Standa íklæddur styrkleika


Það er mikilvægt að við stöndum stöðug í trúnni núna uns gegnumbrotið verður sem Guð er að koma með.


Efesusarbréfið6:10-20
Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans.

11 Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins.
12 Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.
13 Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.
14 Standiðþví gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins
15 og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.
16 Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.
17 Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð.
18 Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.
19 Biðjið fyrir mér, að mér verði gefin orð að mæla, þá er ég lýk upp munni mínum, til þess að ég kunngjöri með djörfungleyndardóm fagnaðarerindisins.
20 Þess boðberi er ég í fjötrum mínum. Biðjið,að ég geti flutt það með djörfung, eins og mér ber að tala.


Ég hef fundið hvað baráttan hefur verið mikil undanfarið og hversu mikilvægt erað standa sterkur í Drottni og í krafti máttar hans. Í Efesusarbréfinu er talað fjórum sinnum um það að að standa. Eitt atriði fyrir hvern arm krossins. Herklæðin og styrkinn fáum við fyrir krossdauða Jesú Krists og upprisu.
Í dag er mikilvægt að standa stöðugur í andanum og í trúnni meyra en nokkru sinni fyrr.  Djöfullinn veit að hann hefur nauman tíma vegna endurreysnarinnar og gegnumbrotsins sem Guð er að koma með fyrir kirkju sína og þetta land. Hann reynir allt til að draga úr okkur og fella okkur.

Sakaría3:1-10
Þessu næst lét hann mig sjá Jósúa æðsta prest. Hann stóð frammi fyrir engli Drottins en á hægri hönd honum Satan til að flytja kæru sína gegn honum. 2EnDrottinn mælti til Satans: "Drottinn ávíti þig, ákærandi. Er þessi maður ekki sem brandur úrbáli dreginn?" 3EnJósúa var í óhreinum klæðum þar sem hann stóð andspænis englinum. 4Engillinn tók þá til máls og sagði við þá sem stóðu frammi fyrir honum: "Færið hann úr þessum óhreinu klæðum." Síðan sagði hann við Jósúa: "Sjá, ég nem burt sök þína og læt færa þig í skrúða." 5Og hann sagði: "Látið hreina ennisspöng á höfuð hans." Þeir létu þá hreina ennisspöng á höfuð hans og færðu hann í skrúðann. Og engill Drottins stóð hjá. 6Og engill Drottins ávarpaði Jósúa með þessum orðum: 7
Svo segir Drottinn allsherjar: Ef þú gengur á mínum vegum og heldur boðorð mín skaltu einnig stjórna húsi mínu og gæta forgarða þess og ég heimila þér að samneyta þessum þjónum mínum.

Þessi vers eru um það er Ísraelsmenn voru að snúa aftur til baka til fyrirheitna landsins eftir 70 ára herleiðingu til Babýlon. Í fljótu bragði virðist sem Jósúa sé í ósigri, hann var í óhreinum klæðum og Satan að ákæra hann. Hann var ekki í ósigri heldur var hann að koma úr mikilli eldraun. Þessi vers er hægt að heimfæra upp á það ferli sem kirkjan hefur verið að ganga í gegnum.  Guð hastar á Satan og gefur Jósúa ný klæði og vald til að ríkja af því að hann gekk á hans vegum. Þessi nýju klæði er líka hægt að heimfæra upp á nýju fjaðrirnar sem örninn fær er hann yngist upp. Guð er að undirbúa okkur fyrir nýja úthellingu andans svo að endatíma uppskeran verði tekin inn. Guð er að yngja upp örninn, kirkju sína.  Það er erfitt að fara í gegnum ferli umskipta.  Það tekur mikið á að fara í gegnum ferli umskipta, fólk verður ringlað og sumir gefast upp. Þeir sem halda út munu uppskera margfalt eins og Jósúa gerði
Fyrir þá sem hafa farið frá eða gefist upp er enn tími að snúa við.
Takið eftir þvíað Jóshúa stóð er hann kom úr eldrauninni. 


A.)  Standast freistingar.
Sæll er sá maður, sem stenst freistingu, því að þegar hann hefur reynst hæfur mun hann öðlast kórónu lífsins,sem Guð hefur heitið þeim er elska hann (Jakopsbréfið1:12). Kóróna = vald/virðing/dýrð.

B.)  Standa á fyrirheitunum
1. Korintubréf 16:13 + 2. Þessalonikubréf 2:15

C.)   Standa vaktina.
Jeaja 62:6-7
Ég hefi skipað varðmenn yfir múra þína, Jerúsalem. Þeir skulu aldrei þegja, hvorki um daga né nætur. Þér sem minnið Drottin á, unnið yður engrar hvíldar!Ljáið honum engrar hvíldar, unshann reisir Jerúsalem og gjörir hana vegsamlega á jörðinni.


Sjá einnig Jesaja 21:8 og Habbakuk 2:1


Fyrir biðjendurnir standa í skarðinu dag og nótt til að mynda vegg bænar og lofgjörðar svo að landið hljóti blessun en ekki tortímingu. Það fyrirheiti inniheldur að biðja Jerúsalem friðar. Fyrirbiðjendurnir heyra sjá og tala út.

Þegar við stöndum með sannleikanum heilshugar þá stendur Jesús með okkur eins og í Postulasögunni 7. kafla er Stefán stóð með sannleikanum er hann var grýttur til bana.

Í Sakaría 4 kafla er talað um endurreisn musterisins og um ljósastikuna
Þessi kafli er spámannlegur fyrir bænahúsin og vakninguna sem Guð hefur gefið fyrirheit um eins og fjögur fljótin í Esíkel 47 kafla. Fyrsta fljótið fór í ökkla, annað í hné, þriðja í lend og það fjórða í höfuð hæð uns flæddi yfir svo að þurfti að synda í því. Fljótin runnu undan þröskuldinum frá suðurhliðinni þar sem ljósastikan er staðsett í Tjaldbúð Móse og í musterinu.Ljósastikan ermynd af orði Guðs og olían og eldurinn á ljósastikunni er Heilagur andi.
Við höfum fengið andans og orðsins vakningar einar og sér í lagi í gegnum tíðina en vakningin sem við erum gengin inn í er sambland bæði af andans og orðsins vakningu.

Árið 2010 lagði Drottinn á hjarta mitt að tala það út á 90 ára afmæli Hvítasunnu vakningarinnar í Vestmannaeyjum að það væri byrjuð vakning með skóm fúsleikans að boða fagnaðarerindið. Árið 2011 talaði ég það út í Bænahúsinu að það kæmi mér ekki á óvart að Guð myndi staðfesta það í hinu náttúrulega að vakningin væri byrjuð. Sumarið 2011 kom yfirflæði í Múla kvísl og hún flaut yfir bakka sína og tók brúnna með sér.
Hvað ef vakningin er samtengd vexti bænar og lofgjörðar dag og nótt. Við erum komin í um 27% af tímanum og ef hvert fljót er 25% þá erum við að fara í flæði næsta fljóts sem gefur gegnumbrotið. Það sannfæring mín að er flæðið fer í og  yfir 50% þá verður margt mun auðveldara.
Fjögur fljót vakningar
og verurnar fjórar kringum hásæti Guðs sem tilbiðja Guð dag og nótt.

1. Ökkli - Skór fúsleikans.
Ljón (djörfung).
2. Hné    - Bæn.
Örn (kraftur).
3. Lend  - Tilbeiðsla í anda og sannleika.
Maður (viska, heyrir, sér og talar).
4. Höfuð - Dýrð Guðs sem hylur alla jörð.
Uxi (undirgefni og úthald, plægir jörðina að hún verði frjósöm).

Drottinn blessi ykkur.

  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370