Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir22.06.2014 18:30

Biðjið, leitið og knýið á

Biðjið, leitið og knýið á


Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.  Því að hver sá öðlast,sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.                                                                             

                                                                                                                                            Mat 7:7-8

 


Frelsumst fyrir Blóð Jesú


Flestir muna þann dag, er þeir gáfu Jesú líf sitt. Játuðu Hann sem Frelsara, Son Guðs upprisinn.  Ég man, þegar ég var ein í gestaherbergi í Eyjum, fór á hnén og bað Jesú að taka yfir líf mitt.  Þetta var að kvöldlagi og dimmt í herberginu,en það lýstist allt upp og ég fann eins og hendi væri strokið eftir bakinu, og þeirri þungu byrgði sem var búin að vera á mér, var létt af og ég var viss frá þeirri stund að Jesús væri raunverulegur, og nú eru komin 32 ár og ég er jafn fullviss í dag.


Það sem við upplifum, þegar við tökum á móti Jesú, verður alltaf sérstakt, enda er til söngur sem hefur verið sunginn í mörg ár; Take me back to the place were I first received you.  Þar sem við biðjum um að Drottinn taki okkur aftur á þann stað, þar sem við upplifðum fyrst kærleika Hans. 


Lærum að þekkja Drottinn í gegnum lofgjörð,bæn og lestur Orðsins


Við getum lært að lifa í nálægð við Hann og þannig byggist trú okkar upp, og við lærum að þekkja Hann, kærleika og kraft upprisu Hans.  Þegar við notum tímann okkar að dvelja við fætur Hans og taka á móti öllu því sem Hann hefur fyrir okkur og þar lærum við að þekkja Hann persónulega, þegar við dveljum í bæninni og hugleiðslu Orðsins.  Að hugleiða Orðið, leiðir okkurinn í dýpri skilning og þekkingu á höfundinum sjálfum.  En við getum upplifað nærveru og kærleikaGuðs, á hverjum degi.  Enda segir að"Náðin sé ný á hverjum degi".  Hann elskar okkur og Hann þráir að nálgast og eiga samfélag við okkur eitt og sérhvert, meira en við þráum sjálf. Þvílíkur Faðir sem við eigum á himnum.


Jóh 14:6-13 Jesús segir við hann: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig. Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn.

Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann."  Filippus segir við hann: "Herra, sýn þú oss föðurinn. Það nægir oss."  Jesús svaraði: "Ég hef verið með yður allan þennan tíma, ogþú þekkir mig ekki, Filippus? Sá sem hefur séð mig, hefur séð föðurinn. Hvernig segir þú þá: ,Sýn þú oss föðurinn'? Trúir þú ekki, að ég er í föðurnum og faðirinn í mér? Orðin, sem ég segivið yður, tala ég ekki af sjálfum mér. Faðirinn, sem í mér er, vinnur sín verk. Trúið mér, að ég er í föðurnum og faðirinn í mér. Ef þér gerið það ekki,trúið þá vegna sjálfra verkanna.

Sannlega, sannlega segi ég yður:Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.  Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni, það munég gjöra, svo að faðirinn vegsamist í syninum.


Góðilmur Drottins

 

Á bænaraltarinu, eða reykelsisaltarinu sem var í miðri tjaldbúð Móse,var reykelsi látið brenna dag og nótt. Það var góðilmur sem sté upp til Föðurins, sem er mynd af bænum hinnaheilögu.  Reykelsið er mulið smátt ogþannig vill Drottinn að við séum smá í sjálfum okkur en stór í honum. 


Reykelsið er tilbúið til að brenna upp í góðilm þegar það er orðið afdufti, því þá getur eldurinn brennt það upp í reyk sem liðast upp á við með góðum ilmi.  Þegar við erum auðmjúk og verðum eins og pípa sem flæðir í gegnum. Við verðum verkfæri í höndum Drottins.  Sjálfið eða hrokinn stöðvar flæðið. 


Reykelsi - H6999 ??? kaw-tar'

1) Efni sem brennaupp í reykjarmekki á tilteknum stað eða í lokuðu rými.

2) Tekur í burtu allt semgerir okkur upptekin.

3) Að breytast í góðilm með því að brenna í eldi.

4) Flæða í lofgjörð og vera semlifandi fórn eða kyndill.

5) Sameinast,tengjast eins og við vatnslögn eða uppsprettu, verainnan múra eða undir vernd.

6) Sætur ilmur sem feralls staðar, ilmolía eða ilmvatn semfestist á okkur.


Þaðsem gerist þegar við dveljum í nærveru Hans, og leyfum Honum að vinna verkið íokkur, þá umbreytumst við og deyjum sjálfum okkur og Hann getur farið að vinna í gegnum okkur, við verðum eins og rör eða vatnslögn.  Og við verðum góðilmur Hans.  Þess vegna er mikilvægt að allt sem viðgerum, sé gert í Jesú Nafni og fyrir Hann. Og að Hann fái alla dýrð. 


Trúboðsskipunin


Krafturinnog valdið til að ganga fram í Trúboðskipuninni kemur, þegar við lærum að þekkjaGuð, og með því að eyða tíma í Hans nærveru, þá eignumst við vald frá Honum,til að vinna sálir, sjá kirkjur vaxa og styrkjast.  Það er ekki í okkar valdi að vinna verkið,heldur fyrir Hann.  Það er Drottinn sem vinnur í gegnum okkur.  Það er líkamikilvægt að við gerum rétta hluti á réttum tíma, tímasetning Guðs skiptirmáli.  T.d. sagan um Lasarus, þegar fólk ásakaði Jesús fyrir að hafa komið of seint, þá hafði Guð aðra áætlun, í stað þess að lækna í þetta skiptið þá reisti Hann Lasarus upp frá dauðum.  Mikilvægt að læra að hlusta eftir röddu Guðs og vera undirgefin undir Hans vilja.

 

Matt. 28:19-20 Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum,skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar."


Stjórnun Guðs yfir líf okkar


Viðviljum öll sjá breytingar í hinu náttúrulega, þráum vakningu, að kirkjan vakniog taki stöðu sína og að sjá fólk frelsast. Til þess að það geti gerst, þurfum við að taka stöðu okkar í bæninni tilað breyta andlega umhverfinu. Endurreisnin byrjar í hjarta okkar. Það þarf að byggja altarið áður eneldurinn er kveiktur.


1.Kon. 18:30-31   Þá sagði Elía við allan lýðinn: "Gangið hingað til mín!"Og allur lýðurinn gekk til hans. Þá reisti hann við altari Drottins, er niður hafði verið rifið.  Og Elía tók tólfsteina, eftir ættkvíslatölusona Jakobs - þess manns er orð Drottins hafði komið til, svolátandi: ,Ísraelskalt þú heita!'

 

Talan 12 mynd upp ástjórnun Guðs, það er Guð sem byggir húsið. Guð hefur gert tákn og undur í gegnum aldirnar og mun halda áfram aðgera tákn og undur til endurkomunnar.

 

1.Kon. 18:36-39 Þegar tími var kominn til að færa kvöldfórn gekk spámaðurinn Elía fram og bað:"Drottinn, Guð Abrahams, Ísaks og Ísraels. Í dag skal það kunngjört að þú sértGuð í Ísrael og að ég sé þjónn þinn og geri allt þetta samkvæmt boði þínu. Bænheyr mig, Drottinn, bænheyr mig. Þá mun þetta fólk komast að raun um að þú,Drottinn, ert Guð og að þú snýrð hjörtum þeirra til þín á ný." Þá féll eldur Drottins niður og gleypti brennifórnina, viðinn, steinana og moldina og sleikti jafnvel upp vatnið í rennunni.  Þegar fólkið sá þetta féll það fram á ásjónu sína og hrópaði: "Drottinn einn er Guð. Drottinn einn er Guð."

 

Við þurfum að læra að vera lifandi fórn, sem er tilbúin að verða aðösku, svo að stjórnun Guðs verði í lífum okkar, eins og Elía sem fór einn ámóti Baal spámönnunum sem sátu um líf hans. En það sem er eftirtektarvert í þessarri sögu, er að Elía passaði að gefa Guði alla dýrð, þetta snérist ekki um hann heldur Drottinn Guð og fólkið féll fram og tilbað Guð.  Allt sem við gerum þarf að vera Guði til Dýðar.


Frumkirkjan varbiðjandi kirkja


Lærisveinarnirvoru ekki alltaf duglegir að biðja, við sjáum það oft í ritningunum, en þegarþeir lifðu með Jesú, sáu þeir valdið og kraftinn sem fylgdi Honum, og horfðu einnig á hvernig hann lifði.  Þegar lærisveinarnir fóru og hvíldu sig, þá fór Jesú upp á fjallið að biðja. Þeir sáuað Jesús sóttist frekar eftir hinni himnsesku fæðu, sem gaf honum styrk og það vald sem Hann hafði til að framkvæma.  En þeir fylgdust með Honum, og þegar þeir sáu valdið sem fylgdi Jesú, þá báðu þeir Hann um að kenna sér að biðja. 


Lúk. 18:1-7 Þá sagði hann þeim dæmisögu um það, hvernig þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast: "Í borg einni var dómari, sem hvorki óttaðist Guð né skeytti um nokkurn mann.  Í sömu borg var ekkja, sem kom einlægt til hans og sagði: ,Lát þú mig ná rétti á mótstöðumanni mínum.' Það vildi hann ekki lengi vel. En að lokumsagði hann við sjálfan sig: ,Ekki óttast ég Guð að sönnu né skeyti um nokkurn mann.  En þessi ekkja lætur mig aldrei í friði. Því vil ég rétta hlut hennar, áður en hún gjörir út af við mig með nauði sínu.'  Og Drottinnmælti:"Heyrið, hvað rangláti dómarinnsegir.  Mun Guð þá ekki rétta hlut sinna útvöldu, sem hrópa til hans dag og nótt? Mun hann draga að hjálpa þeim?

 

Það er líka greinilegt í fyrstu köflunum í Postulasögunni, að lærisveinarnir voru búnir að læra af meistaranum áður en Hann fór á Krossinn.  Frumkirkjan var biðjandi kirkja.  Þess vegna fóru þeir, þar sem musterið var í Súlnagöng Salómons, til að gera Guði stað og koma saman í einingu.  Bænin og lestur Orðsins gaf þeim einingu og þolinmæði til að bíða eftir fyrirheitinu.  Og það var á einni slíkri samkomu að Heilagur Andi opinberaðist á Hvítasunninni. 

Þegar við lesum í gegnum Nýja Testamentið þá sjáum við að allt gerðist fyrir bænir hinna trúuðu.  Ef að við viljum sjá öfluga endatíma kirkju, þá þurfum við að læra af frumkirkjunni og biðja út Orðið og spádómana, þá munum við sjá gegnumbrot, spádóma og fyrirheitin rætast.


Halda áfram og halda í sýnina


Ef við höldum áfram og gefumst ekki upp þámunum við sjá gegnumbrot.  Hann er trúfastur og mun hjálpa okkur, og þegar við höldum að við séum ekki á réttrileið, þá förum við fram fyrir Hann og Hann mun leiða okkur, sýna okkur leiðina og ef við höfum farið einhvers staðar út af þá mun Hann leiða okkur inn á rétta braut.  Okkar er að læra að þekkja Hann,treysta Honum og vera tilbúin að leggja okkar vilja niður, svo að Hans vilji komist að.  Mesta hættan að gefast upp er ef að við höfum ekki skýra sýn hvert við erum að fara og ef við sjáum ekki dýrðina eða fegurð Guðs.  


Við þurfum að læra að dvelja í nærveru Guðs,með því að koma fram fyrir Hann á hverjum degi. Leyfa Dýrðar krafi lifandi Guða að umbreyta okkur, leggja niður okkar vilja, svo að Hans vilji komist að. Og þegar við förum í gegnum reynslur, og þurrkatíma þá reynir á, hvaða grunni húsið okkar er byggt á. Við getum séð fyrirmynd, úr eyðumerkurgöngunni, 40 ár í eyðimörkinni til að læra prestdóminn og valdið til að taka landið.  Það er ekki okkar að taka landið.  Það er Guðs verk.  Guð vill vera við stjórnina.  Við erum verkfæri í Guðs höndum og Jesús er milligöngumaður okkar og þegar við komum saman þá þurfum við að vera sammálaum Orðið og sammála Guði til að Hans vilji verði sami á himni og jörðu.  


Matt. 18:18-20  Sannarlega segi ég yður: Hvað sem þér bindið á jörðu, mun bundið á himni, oghvað sem þér leysið á jörðu, mun leyst á himni. Enn segi ég yður: Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, munfaðir minn á himnum veita þeim.  Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra."

 

Þjónandi kirkja


Þjónustan er mikilvæg,og við viljum vera þjónandi kirkja.  En gætum okkar að það bitni ekki á bænalífinu og hugleiðingu Orðsins.  Ef við erum ekki vakandi yfir þessum hlutum,þá kemst óvinurinn að og ræðst á okkur.. Hann kemur með lygar og reynir að láta okkur missa sjónar á því sem skiptir mestu máli.  Hann reynir líka að telja okkur trú um að viðséum ekki verðug og dregur kjarkinn úr okkur. Einnig ræðst hann á sýnina á markinu og verkefninu, eða lætur okkurefast um köllunina. 


En það er friður og öruggi við fætur Jesú,  og við þrufum að vita hver við erum í Honum, til að halda óvininum á mottunni.  Ef að við förum ekki að altarinu og lærum að dvelja í nærveru Hans og fyllast af Hans Dýrð, þá gerist ekkert.  Því að þar er Guð sem vill fylla þessa jörð af Dýrð Sinni.  Drottinn dvelur í lofgjörð síns lýðs.  Mikilvægt að við lærum að lofsyngja Guði,tilbiðja og lofa Hann er það sem dregur okkur nær hjarta Hans.


Það er margt sem truflar okkur í að dvelja meira í nærveru Hans. En við þurfum að skuldbinda okkur til að biðja.  Ef að við gerum það ekki, er hætta á að við setjum annað í forgang.  Okkar vegna, ef við viljum ganga lengra, sjá stærri bænasvör eða fá smurningu Heilags Anda, þá skoðum sjálfa okkur og förum að forgangsraða rétt í lífum okkar. 


Hver dagur er dýrmætur og þið líka.


Þreytumst ekki gott að gera,  þar sem við erum hluti af miklu stærra en við getum séð,  því sem Guð er að gera um alla jörð og ég og þú skiptum máli.


  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370