Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir15.06.2014 19:35

Biðjið, leitið og knýið á - Verði þinn vilji

Biðjið, leitið og knýið á


Biðjið, leitið og knýið á

 

 

 

I.   Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni

 

Guð er að leggja áherslu sina á bæn og lofgjörð í dag meira en nokkru sinni fyrr.  Áherslan hefur alltaf verið mikil hjá Guði á bæn og lofgjörð, bænin og lofgjörðin er sá farvegur sem Guð hefur valið að starfa í gegnum.  Hann hefði getað farið aðra leið til að starfa í gegnum en þetta er sú leið sem hann valdi.

 

Bæn og lofgjörð er er á hjarta Guðs.  Eins og segir í bænini sem Jesú kenndi lærisveinum sínum; Faðir vor þú sem ert á himnum.  Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.  Á himnum er stöðugt verið biðja og lofa Guð. Jesú biður fyrir okkur og englarnir lofa Guð um alla eilífð. Guð vill að það sé einnig svo á jörðu sem það er á himni.

 

Guð er að reisa upp bænahús út um allan heim á meðal þjóðanna sem hafa þá sýn að vera með bæn og lofgjörð dag og nótt á sama stað. Þetta er ekkert nýtt hjá Guði, þannig er þetta á himnum og þannig var Guð með þetta á meðal sinnar útvöldu þjóðar Ísrael. Tjaldbúð Móse (prestur), Tjaldbúð Davíðs (spámaður), og Musterið (konungur) voru staðir þar sem Guð var tilbeðinn og höfðu þann sameiginlega tilgang að hýsa nærveru og dýrð föðurins á sama stað. Eins vill Guð á okkar dögum vera með fastan dvalarstað fyrir sína nærveru og dýrð. Það segir í orðinu að hans dýrð mun hylja alla jörð (Habakkuk 2:4), bænahúsin gegna meðal annars þessu lykil hlutverki að svo verði. Bæn og lofgjörð á sama stað dag og nótt hefur áhrif til góðs á alla þá sem koma þar inn og einnig út frá sér á sitt nánast umhverfi, og breytir smá sman andrúmsloftinu yfir borgum og þjóðum. Guð hefur gefið okkur það fyrirheiti í Jesaja 56:7 að gleðja okkur í bænahúsi sínu, þar sem nærvera Guðs er þar er kærleikur og gleði og friður fyrir skarkala heimsins.

 

Bænahúsin í Evrópu verið að rísa upp sterkt síðast liðin 8 ár, eða frá árinu 2006. Við erum hluti af þessari áætlun Guðs, Bænahúsið á Íslandi er hluti af þessri áætlun Guðs. Guð er með áætlun til heilla en ekki óhamingju fyrir okkar líf og þessarar þjóðar. Það eru tíma mót á dagatali Guðs. Guð er að gera nýja hluti, það er þegar tekið að votta fyrir því sjáið þið það ekki? Kolbeinn fór á postullegt mót fyrir Evrópu nýlega sem hefur aldrei verið haldið áður í Evrópu. Kolbeinn og Ella voru einnig að koma af bænahúsa móti sem var haldið í þýskalandi og það hefur ekki verið haldið áður. Þannig að Guð er að gera nýja hluti og ekkert getur hindrað eða stöðvað þá áætlun.

 

 

 

II.   Kenn þú oss að biðja

 

Lúkas 11:1-13 Svo bar við, er Jesús var á stað einum að biðjast fyrir, að einn lærisveina hans sagði við hann, þá er hann lauk bæn sinni: "Herra, kenn þú oss að biðja, eins og Jóhannes kenndi lærisveinum sínum."

2 En hann sagði við þá: "Þegar þér biðjist fyrir, þá segið: Faðir, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,

3 gef oss hvern dag vort daglegt brauð.

4 Fyrirgef oss vorar syndir, enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum. Og eigi leið þú oss í freistni."

5 Og hann sagði við þá: "Nú á einhver yðar vin og fer til hans um miðnætti og segir við hann: ,Vinur, lánaðu mér þrjú brauð,

6 því að vinur minn er kominn til mín úr ferð og ég hef ekkert að bera á borð fyrir hann.`

7 Mundi hinn þá svara inni: ,Gjör mér ekki ónæði. Það er búið að loka dyrum og börn mín og ég komin í rúmið. Ég get ekki farið á fætur að fá þér brauð`?

8 Ég segi yður, þótt hann fari ekki á fætur og fái honum brauð vegna vinfengis þeirra, þá fer hann samt fram úr sakir áleitni hans og fær honum eins mörg og hann þarf.

9 Og ég segi yður: Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.

10 Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.

11 Er nokkur sá faðir yðar á meðal, að hann gefi syni sínum, er biður um fisk, höggorm í staðinn,

12 eða sporðdreka, ef hann biður um egg?

13 Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda, sem biðja hann."

 11 Er nokkur sá faðir yðar á meðal, að hann gefi syni sínum, er biður um fisk, höggorm í staðinn,

12 eða sporðdreka, ef hann biður um egg?13 Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafirhve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda, sem biðja hann."

 

Þessi vers eru gott dæmi um hvernig við eigum að biðja stöðugt án þess að gefast upp og eru stundum heimfærð fyrir bæn og lofgjörð dag og nótt. Bænin og lofgjörðin er lykill að því að fá frá Guði, og Guð dvelur í lofgjörð síns lýðs.

 

Við fáum er við biðjum, og er við leitum Guðs mun hann láta okkur finna sig. Guð er ekki langt frá einum né neinum af oss (Post. 17.27), hann er bara einni bæn í burtu og hann hefur unun af því að kunngjöra nafn sitt með því að opinbera sjálfan sig fyrir þeim sem hans leita og er við knýum á þá upplýkur hann fyrir okkur forðabúrum himins.

 

Það segir í Jakopsbréfinu 4:2-3 að við eigum ekki af því að við biðjum ekki og að við öðlumst ekki er við biðjum illa.  Ársæll kom með gott innlegg úr faðir vorinu er hann prédikaði síðasta sunnudag sem hægt er að heimfæra á að biðja illa. Við biðjum illa er við komum bara til Guðs er okkur sár vantar eitthvað, gefðu mér, gefðu mér, gefðu mér. Bæn okkar á ekki að vera eingöngu þannig heldur á bænin að vera stöðugt samfélag okkar við Guð.

 

Prédikarinn 11:1-6Varpa þú brauði þínu út á vatnið, því þegar margir dagar eru um liðnir, munt þú finna það aftur.

 

Brauðið er mynd fyrir orð Guðs. Við vörpum brauði okkar út á vatnið er við gefum af okkur eða eitthvað frá okkur og eða framkvæmum í trú og með því að játa og biðja út fyrirheiti Guðs. Er við gerum það þá kemur það aftur sem blessun. Guð sagði er hann skapaði heiminn þá sá hann að það var gott og sjöunda daginn sá Guð verkið er harla gott. Eins sér Guð er við játum og biðjum út hans fyrirheit að það er gott (sáning) og það snýr aftur sem harla góð blessun frá Guði (uppskera).

 

2 Skiptu hlutanum sundur í sjö eða jafnvel átta, því að þú veist ekki, hvaða ógæfa muni koma yfir landið.

 

Við skiptum hlutanum með því að safna er vel gengur til mögru árana. Þá er oftast átt við peninga eða korn eins og Jósef gerði í Egyptalandi en það er einnig hægt að heimfæra þetta fyrir að taka frá tíma með Guði á hverjum degi, þannig safna innistæðu eða að skuldbinda sig með því að taka vakt í Bænahúsinu.

 

3 Þegar skýin eru orðin full af vatni, hella þau regni yfir jörðina. Og þegar tré fellur til suðurs eða norðurs _ á þeim stað, þar sem tréð fellur, þar liggur það kyrrt.

 

Í hinu náttúrulega er hringrás. Vatnið gufar upp af jörðinni og mynda ský sem fyllast uns þau hella regni yfir jörðina. Eins er okkar bæn, játun fyrirheitana og lofgjörð okkar, stígur upp til Guðs og kemur svo aftur niður í formi blessana og við vitum ekki alltaf hvert vindurinn ber skýin og hvar rignir. Vindurinn er öflugur sem getur fellt tré, eins er heilags anda vindurinn.

 

4 Sá sem sífellt gáir að vindinum, sáir ekki, og sá sem sífellt horfir á skýin, uppsker ekki.

 

Við þurfum að læra að sá hvernig sem ástandið er til að fá uppskeru. Nýta hvern dag. Það eru góð vers þessu varðandi í Jakopsbréfinu 5:7-11

Þreyið því, bræður, þangað til Drottinn kemur. Sjáið akuryrkjumanninn, hann bíður eftir hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar og þreyir eftir honum, þangað til hann hefur fengið haustregn og vorregn.

8 Þreyið og þér, styrkið hjörtu yðar, því að koma Drottins er í nánd.

9 Kvartið ekki hver yfir öðrum, bræður, svo að þér verðið ekki dæmdir. Dómarinn stendur fyrir dyrum.

10 Bræður, takið spámennina til fyrirmyndar, sem talað hafa í nafni Drottins og liðið illt með þolinmæði.

11 Því vér teljum þá sæla, sem þolgóðir hafa verið. Þér hafið heyrt um þolgæði Jobs og vitið, hvaða lyktir Drottinn gjörði á högum hans. Drottinn er mjög miskunnsamur og líknsamur.

 

5 Eins og þú veist ekki, hvaða veg vindurinn fer og hvernig beinin myndast í móðurkviði þungaðrar konu, eins þekkir þú heldur ekki verk Guðs, sem allt gjörir. 

Heilags anda vindurinn, endurfæðast, endurnýjast (Jóhannes 3:3-8). Vera ávallt rétt staðsettur og í takt við það sem Guð er að gera. Leiðast af anda Guðs. 

 

6 Sá sæði þínu að morgni og lát hendur þínar eigi hvílast að kveldi, því að þú veist ekki, hvað muni heppnast, þetta eða hitt, eða hvort tveggja verði gott.

 

Vera alltaf að, þreytast ekki gott að gjöra. Vera stöðug í samfélaginu við Guð. 

 

 

 

III.   Undirbúa hjarta sitt

 

Í hinu náttúrulega plægjum við jörðina áður en við sáum í hana og er við erum búin að sá þá hlúum við að sáðkorninu uns uppskeran kemur. Þessu er eins farið í hinu andlega.

 

Biðjið (plægja), leitið (sá orðinu) og knýið á (moka yfir sáðkornið, hlúa að sáðkorninu uns við fáum uppskeru).

Er við biðjum þá erum við að undirbúa hjarta okkar (plægja), gera góða jörð fyrir sáðkornið til að fara í (lesa, játa fyrirheitin, hlusta á orð Guðs) og að lokum hlúa að sáðkorninu með því að knýa á í meiri bæn og lofgjörð uns uppskera kemur.

 

Við sjáum þetta form til staðar á samkomum. Samkoman byrjar með bæn og lofgjörð (plægja) til að umdirbúa hjarta sitt fyrir það sem Guð vill gera áður en prédikunin kemur (sáning) og svo eftir prédikun meiri bæn og lofgjörð (hlúa að sáðkorninu), oft boðið upp á fyrirbæn í lok samkomu.

Það má segja að það að biðja, leita og knýa á sé eins og þrjú stig ferlis eða þrjár dyr sem við þurfum að fara í gegnum. Tjaldbúð Móse (vaxtarmyndin í Efesusarbréfinu 4 kafla) er í formi kross og skiptist í forgarð, það helga og það allra helgasta. Það má sjá þetta sem þrjár dyr. Dyr nr 1. Biðja (forgarður). Dyr nr 2. Leita (það helga). Dyr nr 3. Knýa á (það allra helgasta).

 

Mikilvægt að sáðkornið fari í góða jörð, þess vegna ættum við að tala mikið í tungum til að upp byggjast í trú.

 

Þó svo að við séum frelsuð þá getum við haft slæma jörð ef að við gætum ekki að og ræktum ekki hjarta okkar. Dæmisagan um sáðmanninn sem fór að sá sáðkorni, sumt féll í slæma jörð og bar ekki ávöxt, sumt féll í góða jörð og bar ávöxt.

 

Matteus 13:18-23

Heyrið þá hvað dæmisagan um sáðmanninn merkir:

19 Þegar einhver heyrir orðið um ríkið og skilur ekki, þá kemur hinn vondi og rænir því, sem sáð var í hjarta hans. Það sem sáð var við götuna, merkir þetta.

20 Það sem sáð var í grýtta jörð, merkir þann, sem tekur orðinu með fögnuði, um leið og hann heyrir það,

21 en hefur enga rótfestu. Hann er hvikull, og er þrenging verður eða ofsókn vegna orðsins, bregst hann þegar.

22 Það er sáð var meðal þyrna, merkir þann, sem heyrir orðið, en áhyggjur heimsins og tál auðæfanna kefja orðið, svo það ber engan ávöxt.

23 En það er sáð var í góða jörð, merkir þann, sem heyrir orðið og skilur það. Hann er sá, sem ber ávöxt og gefur af sér hundraðfalt, sextugfalt eða þrítugfalt."

 

Við sem erum í samfélaginu við Krist þurfum að gæta að hjarta okkar.

 

Lúkas 21:34-37

Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs og komi svo dagur sá skyndilega yfir yður

35 eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð.

36 Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum."

37 Á daginn var hann að kenna í helgidóminum, en fór og dvaldist um nætur á Olíufjallinu, sem svo er nefnt.

38 Og allt fólkið kom árla á morgnana til hans í helgidóminn að hlýða á hann.

 

Þegar hjarta okkar íþyngist við svall og drykkju og áhyggjur þessa lífs þá er það vegna þess að við erum ekki nægilega að rækta samfélag okkar við Guð. Smá saman slökum við á í bæninni og lestri orðsins og við fáum tilfinningar og langanir sem eru fráhverfar Guði. Er við biðjum minna og jafnvel ekki neitt þá hættir okkur til að sofna í samfélaginu við Guð og annarskonar tilfinningar vakna og við föllum þá jafnvel í freistni. Jesú hvatti okkur til að vaka og biðja svo að við föllum ekki í freistni.

 

Ég þekki þetta vel úr eigin lífi. Sem dæmi þegar ég lendi í því að vinna of mikið og meira en ég vil þannig að það taki mikin tíma frá Guði. Þetta er oft fljótt að vinda upp á sig og fyrr en varir finnst manni Guð vera fjarlægur og allt andlegt líf þurr ausið. Þá getur verið erfitt að hafa sig í að biðja. Þegar maður biður þá kemst Guð að til að endurleysa en ef maður biður ekki þá fer maður í að endurleysa hlutina sjálfur. Þetta hefur gerst oft og iðulega hjá mér er ógreiddir reikningar hlaðast upp og maður fer á fullt að vinna til að afla pening til að geta borgað skuldirnar. Ef maður gætir ekki að þá er maður kominn á fullt þarna í eigin endurlausnarverk í stað þess að biðja og hafa Guð með í verki. Sem dæmi ef það er lítil vinna og mikið sem þarf að borga þá hefur maður meiri tíma til að biðja Guð um hjálp en ef það er mikil vinna í boði þá er sú hætta fyrir hendi að maður fari að vinna of mikið og gleymir að biðja.

 

 

 

 

IIII.   Lind Efraíms

 

Vitnisburður minn varðandi hugsjón Bænahússins. Haustið 2005 þá hitti ég Kolbein. Ég hafði ekki hitt hann í nokkur ár. Ég var ný búinn að sjá hann á sjónvarpsstöðinni Omega segja frá trúboðsferð sem hann hafði farið í til Afríku.  Til að gera langa sögu stutta þá hafði ég nýfrelsaður (frelsaðist haustið 1983) fengið orð um að ég hefði eyra til að heyra hvað andinn segði söfnuðunum og Guð myndi senda mig til þjóðanna og ég myndi jafnvel fara á staði sem enginn hefði komið áður. Er ég hitti Kolbein þá hugsaði ég með mér, ég get ekki beðið lengur með að þessi orð rætist ég spyr hann að því hvort ég geti ekki bara farið með honum í næstu trúboðsferð með honum sem ég og gerði.  Sú ferð var farin sumarið 2006. Í þeirri ferð varð ég fyrir einni stærstu vitjun frá Guði sem ég hef orðið fyrir á lífsleiðinni. Drottinn kom inn í herbergi til mín fyrstu nóttina og talaði til mín með röddu sem ég heyrði með ytri eyrum mínum eins og maður talaði til mín. Drottinn vitnaði í 2. Tímóteusarbréf 4:5 En ver algáður í öllu, þol illt, gjör verk trúboða, fullna þjónustu þína. Guð gaf mér spádómsorð fyrir Afríku sem ég talaði út á öllum samkomunum og á hverri nóttu fékk ég sýn/þekkingarorð fyrir lækningum þannig að við gátum kallað fólk fram á samkomum. Alls læknuðust um 200 manns í ferðinni, þar á meðal drengur sem fékk bæði heyrn og mál. Í þessari ferð talaði Drottinn einnig til mín að ég ætti aðstanda með Kolla og Ellu í því sem þau væru að gera, ég hélt að það væri þá varðandi trúboð. Við byrjuðum að hittast heima hjá Kolla og Ellu vikulega og Kolli og Ella byrja að segja mér að Guð hefði lagt á hjarta þeirra að byrja með bænahús þar sem beðið yrði með tímanum dag og nótt. Ég hafði aldrei heyrt um slíkt áður. Þá vissi ég að þetta var það sem Guð vara að segja að ég ætti að taka þátt í með þeim að gera. Fyrsta nóvember 2006 varð síðan fyrsta formlega samkoma Bænahússins á Smiðjuveginum með heimsókn Paul Gitwaza þar sem hann kenndi um tjaldbúð Davíðs sem er mótel bænahúsana sem Guð er að reisa á endatimanum.

 

Í nóvember 2007 er ég á bænastund í Bænahúsinu og þá heyri ég Guð tala skýrt og greinilega til mín þannig að ég heyrði aftur Guð tala með mínum ytri eyrum. Guð sagði við mig; ég er að opna Lind Efraíms. Ég skildi ekki hvað Guð var að meina, en vissi að þetta væri eitthvað mjög magnað.  Ég fer til Kolbeins því ég vissi að Efraím var ein af ættkvíslum Ísraels og að orðið þýddi eitthvað á Hebresku. Kolbeinn sagði mér að það þýddi tvöfaldur ávöxtur, tvöföld blessun. Frá þessari stundu fór ég að rannsaka allt í orði Guðs sem ég fann um Efraím og Guð byrjaði að opinbera mér magnaða hluti sem ég hef haft á hjarta minu að setja í bók og gefa út. Ég get ekki farið í smáatriði með það hérna en stikla á stóru. Í byrjun árs 2008 fer ég með Kolbein í trúboðsferð til Rwanda og Kongó og þar sé ég sýn á samkomum aftur og aftur. Ég sé Lind Efraíms opnast upp þar sem lofgjörðar bandið var staðsett og það merkilega við þetta var það að löfgjörðarbandið var nákvæmlega staðsett þar sem ættkvísl Efraíms var staðsett í kringum tjaldbúð Móse, efst við krossinn þar sem hið allra helgasta er.

 

Sýnin sem ég sá var svo raunveruleg og mögnuð. Ég sá að þetta var Lind Efraíms sem opnaðist upp og það var ekki lítið flæði heldur kom öflugt flæði af vatni og eldi upp í sprengikrafti og vissi ég um leið að þetta var Guðs svar við því sem djöfullinn væri að reyna að gera. Ég skildi síðar að vatnið væri bæn og eldurinn lofgjörð í spámannlegu og postullegu flæði. Og skildi síðar að þetta hefði með bænahúsin að gera meðal annars. Alveg eins og ég hafði aldrei heyrt um bænahús og fyrir hvað þau stæðu þá hafði ég ekki heldur almennilega skilið tilgang spámanna og postula á okkar dögum en núna byrjaði Guð að opinbera mér það samhliða þessu og hvernig þetta tengdist nákvæmlega tímanum á dagatali Guðs. Guð er að reisa upp spámenn og postula á okkar dögum ásamt bænahúsum út um allan heim þar sem beðið er dag og nótt og er það hluti af endurreisnar verki Guðs áður en hann snýr aftur og hans dýrð fylli alla jörð.  Fjórða stór fljótið í aldingarðinum Eden er fljótið Efrat. það er nánast sama orðið og Efraím og er fjórða fljót vakningar sem að við höfum verið að tala um og við munum fá að upplifa samanber fljótin fjögur í Esíkel 47. 

 

Megi þetta verða ykkur öllum til uppörvunnar og hvattningar á ykkar trúargöngu.

 

 

 

 

  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370