Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir06.06.2014 21:33

Vakið og biðjið með þakkargjörð

Vakið og biðjið með þakkargjörð
Samantekt Árni Þórðarson 06.06.2014

I.   Guð hefur gefið okkur lykla

Orð Guðs hvetur okkur til að vaka og biðja. Það helst í hendur að vaka og biðja.  Við getum ekki vakað andlega án þess að biðja, og ef við biðjum ekki þá sofnum við.
Það góða við þetta allt saman er það að Guð hefur gefið okkur Heilagan Anda sinn til að hjálpa okkur að vaka og biðja.

Kólussubréfið 4:3-5
Verið stöðug í bæninni, vakið og biðjið með þakkargjörð. 3Biðjið jafnframt fyrir mér að Guð opni mér dyr fyrir orðið og ég geti boðað leyndardóm Krists. Hans vegna er ég nú í böndum. 4Biðjið að ég megi birta hann eins og mér ber að tala.
5Umgangist þá viturlega sem fyrir utan eru og notið hverja stund. 6Mál ykkar sé ætíð ljúflegt en salti kryddað til þess að þið vitið hvernig þið eigið að svara hverjum manni.


Þarna lásum við mikilvægi þess að vera stöðug í bæninni, vaka og biðja með þakkargjörð. Bænin og lofgjörðin er lykill sem opnar og lokar dyrum. Þakkargjörð er æðsta stig lofgjörðar. Þakklæti er alltaf lykill að meiru frá Guði. Þakkargjörðin er lykill að fyllingu Guðs. Bænin færir okkur gleði og kærleika Guðs og er við þökkum þá fyllumst við af þakklæti og friði.  Páll postuli bað þá um að biðja fyrir sér að Guð opni dyr fyrir orðið og að hann gæti boðað leyndardóm Guðs og að hann gæti birt hann eins og honum ber að tala. Ef hann þurfti slíka fyrirbæn hversu miklu fremur við og þeir sem tala orðið. Bænin opnar dyr fyrir orðið og eru lyklar að leyndardómar Guðs opinberist og verði kunngjörðir. Guð þráir að opinbera sjálfan sig og kunngjöra nafn sitt, þarna stóð að við þurfum að biðja það fram að svo verði. Við eigum einnig að nota hverja stund og vera tilbúin að tala orðið til samferðarmanna okkar. Við skulum biðja Guð um að leiða fólk í veg okkar sem vill meðtaka orðið sem Guð hefur sett í okkur. Er við höfum dvalið með Guði í bæninni og höfum snerst af hans nærveru þá erum við þakklát og fólk finnur það er við tölum orðið. Bæn og trúboð helst alltaf í hendur.  Jesú sagði akrarnir eru hvítir til uppskeru, biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.  Bænin fæðir einnig fram vilja Guðs fyrir okkur og aðra.

Jesú bað í Getsemane garðinum rétt áður en hann fórupp á krossinn að vilji föðurins yrði en ekki sinn vilji. Ef Jesú þurfti að biðja til þess að vilji Guðs fæddist fram hversu miklu fremur við. Jesú bað í það mikilli angist að sviti hans varð að blóði.  Lesum núna versin er Jesú sneri aftur til lærisveina sinna er hann var búin að biðja.

Markúsarguðspjall14:37-38
Jesús kemur aftur og finnur þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: "Símon, sefur þú? Gastu ekki vakað eina stund? 38Vakið og biðjið svo að þið fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn en holdið veikt."

Er við erum undir miklu álagi eða verðum fyrir einhvers konar áfalli þá verðum við miklu þreyttari en ella þar sem slíkt tekur svo mikið á okkur andlega.  Fólk getur jafnvel veikst því andlegt álag kemur út sem líkamleg þreyta og fólk getur misst matarlistina. Er við erum að ganga í gegnum slíkar raunir þá þurfum við að hlúa betur að okkur á allan hátt, gæta þess að borða, drekka vökva og hvílast vel. En það sem skiptir mestu máli er að leita inn í orð Guðs og biðja. Við sjáum það að þegar á reyndi þá gátu lærisveinarnir ekki vakað eina stund með Jesú, þeir sofnuðu. Undir miklu álagi kemur þreyta og þá er hætt við því að við sofnum andlega talað ef við gætum ekki að okkur.

Jesú er okkar fordæmi hann bað á reynslustund og hann er núna á himnum og biður fyrir okkur. Er við biðjum á reynslustund þá biður andi Guðs í gegnum okkur og hjálpar okkur í gegnum þolraunina og það orð sem við eigum er styrkur okkar og gleði.

Er við biðjum þá erum við mun betur búin til að standast freistingar.  Þá erum við í herklæðunum, fyllt anda Guðs, tilbúin því óvænta sem kann að koma í veg okkar. Er við biðjum lítið þá erminna af styrkleika andans í okkur og við finnum meira fyrir veikleika holdsins girnda.


Lúkasarguðspjall 21:34-38

Hafið gát á sjálfum yður, látið ekki svall og drykkju eða áhyggjur þessa lífs ná tökum á yður svo að sá dagur komi ekki skyndilega yfir yður 35eins og snara. En hann mun koma yfir allamenn sem byggja gjörvalla jörð. 36Vakið því allar stundir og biðjið svo að þér megið umflýja allt þetta sem koma á og standast frammi fyrir Mannssyninum."
37Á daginn var Jesús að kenna í helgidóminum en fór og dvaldist umnætur á Olíufjallinu sem svo er nefnt. 38Og allt fólkið kom árla á morgnana til hans í helgidóminn að hlýða á hann.


Þarna lásum við að við eigum að hafa gát á sjálfum okkur, vera stöðugt vakandi sem varðmenn yfir holdi okkar.  Láta ekki svall né drykkju eða áhyggjur þessa lífs ná tökum á okkur.  Þarna er ekki verið að tala um að vera drukkinn af áfengi heldur að tilfinningar okkar séu í rugli og svima. Að við séum í vímu af öðrum kenndum en anda Guðs og það stjórni lífi okkar algjörlega. Áhyggjur eru andstæða við að treysta Guði. Við þekkjum það öll er við biðjum og dveljum lítið í orði Guðs þá getum við fyllst af áhyggjum þessa lífs. Til dæmis er við eigum ekki fyrir því sem við þurfum að borga, er reikningarnir hrannast upp. Er við biðjum og felum Guði vegu okkar þá mun hann vel fyrir sjá. Hann endurleysir okkur er við leitum til hans. En ef við biðjum ekki þá förum við í það að endurleysa okkur sjálf.  Er við biðjum þá kemur einnig vend Guðs og varðveisla yfir okkur, eins og segir í versinu fyrir ofan; Vakið því allar stundir og biðjið svo að þér megið umflýja allt þetta sem koma á og standast frammi fyrir Mannssyninum.
Eftirfarandi vers í Filippíbréfinu segja okkur mikið um það sem ég hef veriðað fjalla um. 


Filippíbréfið4:1-23
Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. 5Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. 6Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. 7Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.
8Að endingu, systkin, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dygð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það. 9Þið skuluð gera þetta, sem þið hafið bæði lært og numið, heyrt og séð til mín. Og Guð friðarins mun vera með ykkur. 10Ég gleðst mjög og þakka Drottni fyrir að hagur ykkar hefur loks batnað svo afturað þið gátuð hugsað til mín. Að sönnu hafið þið hugsað til mín en gátuð ekki sýnt það í verki. 11Ekki segi ég þetta vegna þess að ég hafi liðið skort því að ég hef lært að láta mér nægja það sem ég hef. 12Ég kannað búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er fullreyndur orðinn í öllum hlutum, að vera mettur og hungraður, að hafa allsnægtir og líða skort. 13Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.
II. Að yngjast upp sem örninn

Guð er að yngja kirkju sína upp sem örninn.
Á bænastund hérna í Bænahúsinu á þessu ári sá ég sýn, ég sá fjaðra lausan örn og vissi um leið að örninn táknaði kirkju Guðs. Örninn er einnig mynd af Heilögum anda Guðs eins og dúfan.  Semdæmi þá bar Guð Ísraelsmenn á arnarvængjum sínum í gegnum eyðimörkina, þeir voru 40 ár í eyðimörkinni (talan 40 er tala reynslu).  Heilagur Andi kom yfir Jesú í dúfu formi er hann skírðist niðurdýfingarskírn og andinn leiddi hann út í eyðimörkina í 40 daga.
Í sýninni sá ég að örninn gat ekki flogið og þetta er ástand sem er búið að vera á kirkjunni, í einhvern tíma. Það er búin að vera mikil reynsla á kirkjunni og andlegur þurrkur. Ég sá í sýninni að það voru byrjaðar að koma nýjar fjaðrir á örninn. Örninn er oft heimfærður einnig fyrir þetta spámannlega í söfnuði Guðs.

Þegar örninn yngist upp í því náttúrulega þá missir hann gogginn, klærnar og fjaðrirnar.  Þetta gerist oftast er örninn er orðinn 30 - 40 ára gamall, en stundum þó sjaldan er hann nær 50 ára aldri. Á þessu tímapunkti rétt áður en hann fer í þetta ferli að yngjast upp  þá á örninn mjög erfitt með að krækja klónum í bráðina. Klærnar verða sljóar og bognar. Fjaðrirnar verða þykkar og þungar og þrýstast að búknum þannig að örninn á erfitt með að fljúga. Örninn flýgur þá efst upp á fjallstind þar sem hann  í fimm mánuði byrjar að losa sig við gogginn með því að berja goggnum við stein.  Er goggurinn grær aftur tekur örninn klærnar af og reytir síðan af sér fjaðrirnar. Ef að örninn myndi ekki gera þetta þá myndi hann deyja úr hungri þar sem hann getur ekki lengur veitt sér til matar.  Örninn hefur þá einungis þann valkost að deyja eða taka þessa ákvörðun að yngja sig upp. Þetta er mjögsársaukafullt ferli.  Örninn er háður því að aðrir ernir fæði hann eða að hann geti einungis nærst á vatni. Stundum kemur það fyrir að örninn deyr í þessum umskiptum.
Þegar örninn hefur fengið nýjan gogg, klær og fjaðrir þá getur hann lifað önnur 30 - 40 ár.  Hann getur því náð 70 ára aldri (talan 70 er tala endurreisnar).  Orð Guðs kennir okkur að til að hægt sé að endurbyggja þurfi að rífa fyrst niður.

 Jeremía1:10
Ég veiti þér vald yfir þjóðum og ríkjum til að uppræta og rífa niður, til að eyða og umturna,
til að byggja upp og gróðursetja."


Guð vill að við endurnýjumst í anda og hugsun. Guð hefur verið að hreinsa kirkjuna, það eru umskipti.  Við erum í þessu ferli að deyja andlega eða að taka ákvörðun um að deyja holdi okkar og leyfa Guði að endurnýja okkur. Þetta gerist í bæninni með Guði er við drögum okkur í hlé eins og örninn er hann yngist upp. Guð er að leggja áherslu á bænina, lofgjörðina og samfélagið við sig núna meira en nokkru sinni fyrr og ekki að ástæðu lausu.  Er nýr goggur, klær, og fjaðrir koma þá endurnýjumst við og fáum nýjar ferskar opinberanir í Guði og kraft til að fljúga hærra en nokkru sinni fyrr í flæði Guðs og dýrð.
Guð hefur gefið okkur fyrirheit í sálmi 103 í gegnum þetta ferli umskipta.

Sálmur 103:1-5
Lofa þú Drottin, sála mín,
og allt sem í mér er, hans heilaga nafn;
lofa þú Drottin, sála mín,
og gleym eigi neinum velgjörðum hans.

3Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar,
læknar öll þín mein,
4leysir líf þitt frá gröfinni,
krýnir þig náð og miskunn.
5Hann mettar þig gæðum,
þú yngist upp sem örninn.

Lykillin að þessum fyrirheitum sem nefnd eru þarna í sálminum er númer eitt að lofa Guð. Davíð talaði til sálu sinnar á erfiðum tímum og sagði henni að lofa Guð.  Annað atriðið er að gleyma ekki velgjörðum Drottins. Er við gerum þetta tvennt að lofa Guð og minnast velgjörða hans þá fæðast fram fyrirheiti Guðs sem eru;

1. Velgjörðir.
2. Fyrirgefur allar misgjörðir.
3. Læknar öll þín mein.
4.
Leysir líf þitt frá gröfinni.
5. Krýnir þig náð og miskunn.
6. Mettar þig gæðum.
7. Þú yngist upp sem örninn.


Margir hafa í gegnumþessi umskipti orðið þreyttir og gefist upp, sofnað á göngunni með Guði. Núna er tími inni hjá Guði, tími endurnýjungar og nýtt tækifæri fyrir þá sem að hafa horfið frá að snúa sér aftur til Drottins.  Í dag er hagkvæm tíð, í dag er hjálpræðisdagur.


Jesaja 40:28-31
Veistu ekki eða hefur þú ekki heyrt
að Drottinn er eilífur Guð
sem skapaði endimörk jarðar?
Hann þreytist ekki, hann lýist ekki,
viska hans er órannsakanleg.
29Hann veitir kraft hinum þreytta
og þróttlausum eykur hann mátt.
30Ungirmenn þreytast og lýjast,
æskumenn hnjóta og falla
31en þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft,
þeir fljúga upp á vængjum sem ernir,

þeir hlaupa og lýjast ekki,
þeir ganga og þreytast ekki.III.   Fyrirheit um endurreisn

Sakaría3:1-10
Þessu næst lét hann mig sjá Jósúa æðsta prest. Hann stóð frammi fyrir engli Drottins en á hægri höndhonum Satan til að flytja kæru sína gegn honum. 2En Drottinn mæltitil Satans: "Drottinn ávíti þig, ákærandi. Er þessi maður ekki sem brandur úrbáli dreginn?" 3En Jósúa var í óhreinum klæðum þar sem hann stóð andspænis englinum. 4Engillinn tók þá til máls og sagði við þá sem stóðu frammi fyrir honum: "Færið hann úr þessum óhreinu klæðum." Síðan sagði hann við Jósúa: "Sjá, ég nem burt sök þína og læt færa þig í skrúða." 5Og hann sagði: "Látið hreina ennisspöng á höfuð hans." Þeir létu þá hreina ennisspöng á höfuð hans og færðu hann í skrúðann. Og engill Drottins stóð hjá. 6Og engill Drottins ávarpaði Jósúa með þessum orðum: 7
Svo segir Drottinn allsherjar: Ef þú gengur á mínum vegum og heldur boðorð mín skaltu einnig stjórna húsi mínu og gæta forgarða þess og ég heimila þér að samneyta þessum þjónum mínum.

Þessi vers eru um það erÍsraelsmenn voru að snúa aftur til baka til fyrirheitna landsins eftir 70 ára herleiðingu til Babýlon. Í fljótu bragði virðist sem Jósúa sé í ósigri, hann var í óhreinum klæðum og Satan að ákæra hann. Hann var ekki í ósigri heldur var hann að koma úr mikilli eldraun.  Þessi vers er hægt að heimfæra upp á það ferli sem kirkjan hefur verið að ganga í gegnum.  Guð hastar á Satan og gefur Jósúa ný klæði og vald til að ríkja að því að hann gekk á hans vegum. Þessi nýju klæði er líka hægt að heimfæra upp á nýju fjaðrirnar sem örninn fær er hann yngist upp. Guð er að undirbúa okkur fyrir nýja úthellingu áður en endatíma uppskeran verður tekin inn. Guð er að yngja upp örninn, kirkju sína.  Það er erfitt að fara í gegnum ferli umskipta.  Það tekur mikið á að fara í gegnum ferli umskipta, fólk verður ringlað og sumir gefast upp. Þeir sem halda út munu uppskera samkvæmt því.
Fyrir þá sem hafa farið frá eða gefist upp er enn tími að snúa við.

Við sjáum einnig að nýir forstöðumenn og leiðtogar hafa verið að taka við í kirkjunum sem er að hinu góða og hluti af áætlun Guðs að vakning verði á meðal unga fólksins. Nýju klæðin standa einnig fyrir úthellingu bænar og líknar anda og þá smurningu sem Guð gefur í endurreisninni. Þessi klæði eru postulleg og spámannleg klæði sem Guð er að gefa kirkju sinni á okkar dögum.

Guð hefur gefið bænahúsunum meðal annars versin í Sakaría um endurreisn múrana og musterisins. Í Sakaría 4 kafla er horn steinninn lagður að musterinu og að húsið verði reist ekki með valdi né krafti heldur fyrir anda Drottins. Síðan í versi tíu er okkur sagt að fyrirlíta ekki hina litlu byrjun. Allt byrjar smátt í Guðsríkinu og svo vex það. Í gegnum litla byrjun lærum við auðmýkt og að vaxa með því sem Guð er að gera.  Á þessu ferli verða oft umskipti sem eru þolraun á að trúa og treysta fyrirheitum Guðs. Það tekur tíma fyrir það að bæn og lofgjörð dag og nótt fæðist fram á einum stað en er Drottinn byggir húsið þá erfiða smiðirnir ekki til einskis. Á dögum Davíðs var bæn og lofgjörð dag og nótt og Guð hefur gefið okkur það fyrirheit í Amos 9 kafla og Postulasögunni að endurreisa tjaldbúð Davíðs á endatímanum.

Biðjum fyrir því að Guð reisi upp bænahús dag og nótt á Íslandi og í öllum löndum og jafnvel borgum svo að dýrð Guðs megi opinberast meira á meðal okkar og hans áætlun gangi í uppfyllingu áður en hann kemur aftur.


Drottinn blessi ykkur.<photo id="1" />
  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370