Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir16.03.2014 22:11

Brúður Krists, þekkir hann

Guðrún Erla Gunnarsdóttir

samantekt 16. mars 2014


Þegar við tölum um að þekkja Guð sem skapaði alheiminn, Guð sem hefur ekkert upphaf og engan endi.  Þá er gott að gera sérgrein fyrir hversu lítið við vitum eða þekkjum Guð, áður en við byrjum að hugleiða efnið, "Að þekkja Hann".


Jesús er einstakur persónuleiki, og það er aðeins ein leið til að kynnast Honum.  Það er á sama hátt og við kynnumst öðrufólki, að eyða tíma með þeim. 


Guð hefur ekki áhuga á að gera "betri mig eða þig"eða að gera líf okkar  betra eða auðveldara.  Hvað er "blessun i Augum Guðs?"  Hann þráir að blessa okkur, og gera okkur líkari sér. Hann er að leitast eftir að breyta okkur með því að samræma okkur við ímynd Sonar Síns, aðvið vöxum og verðum Brúður Drottins er það sem Hann þráir. 


Reynslan er gefin af Guði, til að reyna okkur og Lífið snýst ekki um okkur, það er fyrst og fremst um Guð.  Allt lífið snýst um Hann.  Öll sambönd, t.d. fjölskylda,vinna, efnahagur og þjónusta er um Guð. Það er hannað af Guði til að opinbera Hann sjálfan fyrir okkur.  Og eina ástæðan er,  Hann vill að við lærum að þekkja Hann. Lífið snýst ekki um okkur.  Það snýst um Hann.Hans guðdómlegi máttur hefur veitt oss allt, sem leiðir tillífs og guðrækni með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrðog dáð.

I.Pét. 1:3

 

Guð hefur klæðskerasaumað líf okkar, hefur sérstakt plan fyrir einn og sérhvern, og Hann er með eitt í huga, að við náum að vaxa og náum að verða brúður.  En til að við getum skilið og náð því takmarki, þá er mikilvægt að við lærum að skilja kærleika föðurins til okkar,með því að eyða tíma með Honum.  Allt sem Hann leggur í götur okkar, er til að opinbera fyrir okkur sinn kærleika til okkar.  Því að Guð er kærleikur, og allt sem Hann gerir, sprettur út frá kærleika Hans til okkar.  Þegar við förum að leitast eftir að þekkja Guð, þá tekur líf okkar breytingum og verður tilgangsríkt. 


Í gegnum ritningarnar þá getum við fundið mörg dæmi um þá sem að leituðust eftirað þekkja Guð, og var brugðið, hvernig Guð opinberaðist þeim. 


Guðgaf Nóa fyrirmæli um að byggja örk.  Hann kallaði Abraham til ókunnugs lands. Hann glímdi við Jakop og breytti nafni hans.  Hann sendi Jósef í fangelsi, á leiðinni í höllina.  Hann talaði við Móse í brennandi runna.  Þetta eru örfá dæmi um þá sem leituðust við að þekkja Guð og fundu út að Hann er allt annar en þeir voru búnir að ímynda sér. Jesús segir; að þekkja sannleikann, er það sem frelsar hjarta okkar 

 

Þá sagði Jesús viðGyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mungjöra yður frjálsa.

 Jóh. 8:31-32


Þaðer ekki sama að hvernig við lesum ritningarnar. Oft leitumst við eftir að vita hvað er ætlast til af okkur, frekar en aðnota tímann í rannsaka ritningarnar og hugleiða hver Hann er.


Lát hann kyssa mig kossum munns síns, því að ást þín er betri en vín.  Vegna ilmsins af þínum gæða smyrslum er nafn þitt eins og úthellt ilmolía, þess vegna elska meyjarnar þig.

Ljóðal.1:2-3.


Kossá hebresku er "nawshak" sem þýðir: festa, herbúa, snerta, hugrekki, binda,sigra, lækna, snertast af eldinum, sameina, elska, leysa, varðveita og friða.


Að komast til þekkingar á því hver Hann er, mun taka tíma.  En þekkingin á því hver Hann er, mun líka gera okkur hæfari til að þjóna Honum.  Þegar við þekkjum Hann þá eigum betur með að heyra frá Honum, og leiðast eftir Hans vilja.  Ef að við þekkjum Hann ekki,þá er auðvelt að mistúlka Hans gerðir. 


Þar sem sannleikur Guðs er hulinn, þar eru fjötrar, en þar sem sannleikur Guðs er þekktur, þar er frelsi.  Ef fólk þekkir ekki Guð, þá getur það ekki upplifað Hans frelsandi kraft og elsku. Útkoman er, að fólk ferst vegna skorts á þekkingu.  (Hós 4:6).


Guð er óendanlegur, og með  takmarkalausa möguleika.  Þegar við sjáum Guð á þennan hátt, ekki aðeins víkkar okkar sýn á Honum heldur eykst trú okkar á Honum líka.  Og útkoman er keðjuverkandi opinberanir, á því hver Guð er.  Öll upplifun á því hver Guð er, verður samt skuggi af Sannleikanum hver Hann í rauninni er. 


9Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrrabragði.

I.Jóh. 4:19

 

Hann elskar okkur með eilífum kærleika og Hann er að draga okkur til Sín með kærleiksverkum, gæsku og velvilja.  Guð er ekki að reyna að forðast þig, þvert á móti þá vill Hann að við finnum sig. 

 

29Þar munt þú leita Drottins Guðs þíns, og þú munt finna hann, ef þú leitar hans af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinn

5. Mós. 4:29

 

Efað við finnum ekki Guð í daglega lífinu, heima eða í vinnunni, eða í búðinni,þá munum við líklega ekki finna Hann.


Guð hannar kringumstæður í lífum okkar til að kenna okkur um Hann sjálfan.  Ef að við erum of mikið með fókusinn á okkur sjálfum eða hvernig við höldum að hlutirnir eigi að vera, þá er hætta á að við missum af Hans áætlun og tækifærum sem Hann skapaði til að við lærðum að þekkja Hann.


Blóð- endurlausn

Eldur-  Heilagur Andi

Vatn- Orðið


þetta eru tækin sem Brúðurin notar til að klæðskerasauma brúðarkjólinn. Umbreytingin getur ekki átt sér stað, ef að við höfum fókusinn á okkur sjálfum;  aðeins með því að þekkja Jesús, Brúðguman okkar.

 

18En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.

2. Kor. 3:18


Því meir sem við horfum til Jesú, því meir munum við líkjast Honum.  Við umbreytumst ekki með því að beita okkur hörku og þjálfa okkur upp í að líkjast Honum.  Breytingin á sér stað, þegar við göngum fram í að læra að þekkja Guð.  Þessi andlega ganga mun sjá til þess að við breytumst í ímynd Sonar Guðs, vegna þessa að við vöxum í þekkingunni á Guði og að vöxum í að verða Brúður Hans.  Viðþurfum að leyfa Drottni að draga okkur nær sér, með því að dvelja í nærveru Hans, það er Dýrðar nærvera Hans sem breytir okkur.  4Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur.

2.Pét. 1:4


Óvinurinn gerir allt til að draga okkur frá því sem Hann missti af, það var að eiga samfélag í nærveru Drottins. 

Enlátum ekki ræna okkur gleðinni, kærleikanum, heldur göngum frá dauða til dauða og uppskerum að fara frá Dýrð til Dýrðar.Núer ár uppskeru fyrir þá sem eru trúfastir við Nafnið.  Guð er að kalla fram Brúði sína og það er mikilvægt fyrir okkur að nota meðbyrinn. Gefum Guði tíma og leyfum honum að sníðla af vankantana.  Þegar við förum inn í reynslur, þá skiptirmáli að við hlaupum til Hans en ekki frá Honum. Og líka þegar okkur mistekst, ekki leyfa ákærandanum að stjórna, heldur tökum á móti náðinni og leyfum Guði að byggja okkur upp og GERA OKKUR LÍKARI SÉR, og vöxum upp til að verða BrúðurHans og munum að það er Guð sem verkar í okkur að vilja og framkvæma.


Guð blessi ykkur og gefi ykkur öllum náð til að verða "Brúður Drottins".
  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370