Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir09.03.2014 18:03

Brúður Krists

    Kolbeinn Sigurðsson, predikun 9. mars 2014 I.     Kossar brúðgumans vekja hjarta brúðarinnar


Ljóð ljóðanna í ritningunni sem eru jafnframt mestu ljóð allra tíma byrja á kossum brúðgumans sem er Kristur til þess að kveikja eld í hjarta brúðarinnar.  Hann kyssir okkur með orðinu og við verðum ástsjúk sem gefur þorsta í orð Guðs og kærleika fyrir nafni Drottins.   En það er ekki fyrr en í lokakafla Ljóðaljóðanna að hún er tilbúin að gefa honum allt sitt hjarta og leyfa honum að innsigla hjarta sitt með nafni Drottins.


Ljóðal. 1:2-3.

2  Lát hann kyssa mig kossum munns síns, því að ást þín er betri en vín. 

3 Vegna ilmsins af þínum gæða smyrslum er nafn þitt eins og úthellt ilmolía, þess vegna elska meyjarnar þig.


Koss á hebresku er "nawshak" sem þýðir: festa, herbúa, snerta, hugrekki, binda, sigra, lækna, snertast af eldinum, sameina, elska, leysa, varðveita og friða.


Rabbínar gyðinganna hafa vísað í kossana af munni brúðgumans í Ljóðaljóðunum sem kossa Torah eða lögmálsins.  Þegar Jesús er freistað í eyðimörkinni með því að breyta steinum í brauð, vitnar hann í fimmtu Mósebók áttunda kafla og þriðja vers; ... Ritað er: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem framgengur af Guðs munni. (Matt.4:4).


V. Mós. 8:2-3.

2Þú skalt minnast þess, hversu Drottinn Guð þinn hefir leitt þig alla leiðina þessi fjörutíu ár í eyðimörkinni til þess að auðmýkja þig og reyna þig, svo að hann kæmist að raun um, hvað þér býr í hjarta, hvort þú mundir halda boðorð hans eða ekki.  3Hann auðmýkti þig og lét þig þola hungur og gaf þér síðan manna að eta, sem þú eigi þekktir áður né heldur feður þínir þekktu, svo að þú skyldir sjá, að maðurinn lifir eigi á einu saman brauði, heldur að maðurinn lifir á sérhverju því, er fram gengur af munni Drottins.


Orðið í versi þrjú hér að ofan "fram gengur" er hebreska orðið motsa (???) sem merkir útganga, uppspretta, dögun, upprás sólar, austur, hlið, lind, náma, engi, blómstra, vor, vatnsuppspretta, brjótast út, framkvæma, senda boðorð, gera með hraði, vaxa og halda áfram.

Orð Guðs er það sem fram gengur af munni Drottins. Hjarta okkar getur aðeins lifað af því sem kemur frá munni Guðs. Til þess að fá kossa Guðs þurfum við að staðsetja okkur við hið andlega austurhlið eða þar sem brennifórnaraltarið var staðsett í tjaldbúð Móses og er mynd upp á blóð lambsins og eld heilags Anda. Frá munni Guðs kemur endalaus uppspretta sem er algjör gullnáma sem kemur eins og dögun eða fersk lífs upppretta inn í líf okkar og gefur andlegan vöxt.  


Þegar brúðguminn Jesús kyssir brúði sína tendrast hún eldi og verður ástsjúk.  Orðið og eldur Guðs kyssir hana þannig að hún verður aldrei eins.  Drottinn sáðir í hana kærleikanum með kossum sínum.  Hún snertist af nafni Drottins og það kemur ný löngun í hjarta hennar. 


Ljóðal. 1:3.

1:3 Vegna ilmsins af þínum gæða smyrslum er nafn þitt eins og úthellt ilmolía, þess vegna elska meyjarnar þig.


Ilmolían er mynd af eðlinu sem býr í nafni Drottins.  Í austurlöndum þegar konungar héldu veislur var ilmolíu oft hellt á milli íláta, úr einni skál í aðra til þess að góðilmur bærist um salarkynnin.  Eins leysist út góðilmur Krists þegar við biðjum eða tilbiðjum í Jesú nafni.  Reykelsið sem var sett á gullaltarið (II. Mós. 30) í tjaldbúð Móses er táknmynd fyrir bæn og lofgjörð í Jesú nafni.


Þessi fimm efni í reykelsinu voru eftirfarandi:

1.     Ópóbalsam; Drýpur af myrrutrénu sé það skorið, mynd auðmýktar.

2.     Marnögl; Skeljarnar gáfu ilmolíu ef þær eru setta yfir eld. Marnöglin lifðu á nardusgrösum og ilmolían ilmaði af þeim sem er tákn friðar.

3.    Galbankvoða; Uppistaðan í reykelsisblöndunni og var til að auka og viðhalda ilminum lengur.  Táknmyndin af þolgæði.

4.     Hreinreykelsiskvoða; Tákmyndin er trú.

5.     Salt; Saltið er okkur lífsnauðsynlegt, bræðir,varðveitir, hreinsar, kryddar, og vekur þrosta. Saltið magnaði logann þegar reykelsið brann og gaf hinn gyllta og appelsínurauða lit í loganum sem gaf loganum meiri fegurð og kraft.  Saltið er mynd af eldinum í nafni Jesús.


Bæn sem er í Jesú nafni er auðmjúk trúarbæn sem hefur mikið úthald og er full af eldi ásamt því að vera full af friði og dýrð Guðs.


   II.      Hinn sanni og trúi brúðgumi kirkjunnar


Jesús var fyrstur til að kynna brúðar fyrirmyndina fyrir kirkjunni þar sem hann  vísaði til sín sem brúðguma (Matt.9:15).


Matt. 22:2.

2Líkt er um himnaríki og konung einn, sem gjörði brúðkaup sonar síns.

Guðsríkinu er samanborið við ríki föðurins sem er að skipuleggja hjónaband fyrir son sinn og einnig er Guðsríkinu í Mattheusarguðspalli 25 kafla líkt við meyjar sem eru að bíða eftir brúðgumanum fyrir brúðkaupið. "Um miðnætti kvað við hróp: Sjá, brúðguminn kemur,farið til móts við hann."  Kirkjan er hvött til að vaka og biðja því brúðguminn er að koma og í síðasta kafla Opinberunarbókarinnar hrópa andinn og brúðurin: "Kom þú!"


Kallið gengur út til kirkjunnar að mæta í brúðkaup lambsins, en það hafa ekki allir áhuga að mæta... Hann sendi þjóna sína að kalla til brúðkaupsins þá, sem boðnir voru, en þeir vildu ekki koma. (Matt. 22:3).  Því að margir eru kallaðir en fáir útvaldir." (Matt. 22:14).  Það er eitt að vera kallaður til að vera brúður Krists, en annað að gera köllun sína og útvalning vissa með því að vera trúföst brúður Krists allt til enda og fylgja Honum hvert sem Hann fer. 


Opinb. 17:14.

Þessir munu heyja stríð við lambið. Og lambið og þeir, sem með því eru, hinir kölluðuog útvöldu og trúu, munu sigra þá, - því að lambið er Drottinn drottna og konungur konunga."


Hið raunverulega brúðkaup Krists mun ekki eiga sér stað hér í tímanum á jörðunni heldur þegar við komum inn í ríki Guðs í eilífðinni sem verður.  Hvað þýðir það fyrir okkur hér í tímanum að keppa að því að verða brúður Krists?  Við eigum að vera vakandi og biðjandi, og eiga nóg af olíu nafnsins sem fyllist í andlega ker okkar í námdinni við Drottinn Jesús.  Það er ekki nóg að lesa orðið til þess að læra um Drottinn heldur verðum við að þekkja Hann náið og persónulega.  Hann vill gleðjast í samfélaginu við okkur og gefa okkur gleðinnar olíu.  Þeir sem leita eftir augliti Guðs eða að eiga náið samfélag við hann fá opinberanir og læra að þekkja leyndardóma Guðs.  Þeir sem vilja verða brúður Krists þurfa að afneita holdinu og krossfesta það með öllum ástríðum þess og girndum.   Brúðgumi sálna okkar þráir að við náum að eignast brúðarklæðin og Hann biður fyrir okkur að við náum að sigrandi lífi.


III.      Hver er brúðurin sem hefur útbúið hin hvítu brúðarklæði?


Engill Drottins segir við Jóhannes postula kærleikans í Opinberunarbókinni; ....Kom hingað, og ég mun sýna þér brúðina,eiginkonu lambsins. (Opinb. 21:9).  Jóhannes var fluttur í anda upp á hið andlega fjall sem heitir Síon og á toppnum er borgin helga Jerúsalem sem steig niður frá Guði sem brúður hans.  Við eigum að verða eins og Jerúsalem sem er umkringd með múrum með hinum 12 hliðum ásamt fjórum turnum nafnsins.  Drottinn vill byggja í okkur andlega múra sannleikans og stjórnunarhliðin sem hleypa engu óhreinu inn og halda fast í hið dýrmæta gull, silfur og eðalsteina sem Guð hefur gefið brúði sinni.

Múrarnir eru vörn gegn óvinum og afmarka andlegu borgina, enda eru þeir andlegu klæði okkar.  Þegar við byggjum upp múra sannleikans umhverfis hjarta okkar, eignumst við vörn gegn Satan.  Þessir múrar verða aðeins reistir fyrir orð og anda Drottins í gegnum iðrun, krossfestingu á holdinu og í lofgjörð til Drottins. 


Hinir þrír aðalmúrar umhverfis Jerúsalem voru:

1.    Breiði múrinn; Nehemía endurreisti fyrst Breiða múrinn (Neh.3:8).  Þegar við eignumst þessi klæði eða þennan múr sannleikans inn í líf okkar gefur það okkur vald í andanum til að taka landsvæði.  Þessari skikkju fylgir tign og kraftur sem gerir okkur af öflugum hermönnum til að útvíkka tjaldhæla Guðsríkisins enn frekar. 

2.    Vatnsveitutjarnarmúrinn; Næstur var múrinn hjá vatnsveitutjörninni (Neh. 3:15)   Þegar við erum komin á þennan stað andlega talað, eignumst djúpa þrá til að sjá Guðríkið stækka og til að lofa og þakka Guði fyrir alla hluti.   Þarna viljum við losa okkur við holdlega hluti og erum tilbúin að fara út í eyðimörk heimsins til þess að fara að vinna frekari lönd fyrir Drottinn.  Við erum eins og andlegir úlfaldar sem eigum orð Guðs í okkur og erum beitt árásarvopn sem klýfur andaheiminn og vinnur fjölda sigra.

3.     Ófelmúrinn; Síðast kom Ófelmúrinn (Neh. 3:27). Þegar Ófelmúrinn tekur að myndast í lífi okkar erum við komin með bein í nefið og eigum djörfung til að takast á við óvæntar uppákomur óvinarins. Við erum orðin ósigrandi vígi sem byggt er á styrk gleðinnar og vonarinnar.  


Hlið eru inngangur inn á nýtt svæði og þau hindra aðgengi að borginni.  Hvert hlið Jerúsalemborgar hafði ákveðinn tilgang og fólkið sem gekk inn og út um þau notaði þau fyrir mismunandi athafnir og á mismunandi tímum.  Talan tólf er mynd upp á stjórnun Guðs og postula smurningu.  Við hvert hlið er engill, þannig að englarnir eru tólf eins og sést í 21 kafla Opinberunarbókarinnar.  Eftir því sem við förum hærra andlega og vöxum erum við hæfari til berjast í hinu andlega.  Þegar þessi andlegu hlið taka að myndast ílífi okkar eignumst við vald í andaheiminum og jafnvel hvert hlið hefur sérstaka andlega merkingu.


Til að byggja turna Jerúsalem, sem eru fjórir, þarf að krossfesta holdið.  Það þarf að reikna út kostnaðinn við að byggja þessa stórkostlegu turna. En turnar eru til að hafa menn á vakt svo hægt sé að vernda fólkið íborginni. En turnarnir voru fjórir eins og stafirnir í nafni Drottins Jehovah sem eru JHVH.  Það sem gerir turnana sterka er lofgjörð og þakklæti til nafns Drottins.


1. Hammeaturn eða Turn margföldunar

Þegar við komumst á þennan stað í Guðríkinu, þá fer Guð að margfalda allt sem við gerum. Matt. 13:8 segir frá sögunni um sáðkornið sem fellur í góða jörð og ber þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan ávöxt.  Auðvitað viljum við bera hundraðfaldan ávöxt,en það gerum við með því að deyja sjálfum okkur og reisa turn nafnsins í lífi okkar.

2.  Hananelturn eða turn náðarinnar

Sá sem á turn náðarinnar í lífi sínu er í uppáhaldi hjá Drottni.  Hver vill ekki vera í uppáhaldi hjá pabba sínum?  Sá sem er í uppáhaldi fær yfirleitt það í gegn sem hann biður um.  Eins er með konung konunga þegar börn hans sem eiga turn náðarinnar í lífi sínu biðja um eitthvað.  Hann stenst ekki beiðnina því hún er þroskuð og er samkvæmt orði og vilja hans.


3. Baksturofnturninn eða turn eldsins

Þegar við erum brotin og grátum, snertum við hástól Drottins með auðmýkt. Auðmýktin er eins og góðilmur bæði fyrir brúðguma okkar og aðra sem umgangast okkur.  Þegar Drottinn leiðir okkur í gegnum eldsofninn, þá er hann eins og málmbræðslumaðurinn eða gullsmiðurinn.  Gullsmiðurinn bræðir silfrið í miðjum eldinum og situr yfir því.   Því að silfrið verður að vera nákvæmlegaréttan tíma í eldinum til að hreinsast af óhreinindum.  Ef það er of lengi mun eldurinn brenna sjálft silfrið.  Gullsmiðurinn veit hvenær hanná að taka silfrið út úr eldinum, það er þegar hann sér mynd sína speglast í því.   Eins gerir okkar himneski brúðgumisem leiðir okkur í gegnum reynslu til að hreinsa okkur, en er stöðugt með augun á okkur og tekur okkur út úr reynslunni þegar hann sér mynd sína myndast í okkur.


4. Stóri yfirgnæfandi turninn

Þetta var hæsti turninn sem var næstur konunghöllinni og voru þrjár turnspírur á honum. Turnarnir voru staður sem fólk flúði í ef hætta steðjaði að, því þeir voru öruggustu staðirnir íborginni.  Þegar maður er kominn á þennan stað andlega vill maður vera sem næstur konunginum Jesú Kristi.  Þessir turnar voru eins og horn því þeir voru oddmjóir.  En í hinu náttúrulega eru horn á dýrum til að verjast með og berjast. Við eigum núna hin sterku horn lofgjörðar í lífi okkar.  Horn er mynd upp á vald og kraft, eitthvað sem er upphafið.  Shófar horn til forna hjá Ísraelsmönnum var notað til að miðla skilaboðum frá Guði.  Blásið var í hornið til að kalla saman söfnuðinn,þegar lagt var af stað, lagt til orrustu, kallað saman til lofgjörðar fyrir hátíðir, í nærveru Drottins, við krýningu konungs, til helgunar, dómur boðaður,við nýtt upphaf og  koma Drottins boðuð.


Opinb. 19:5-9.

5Og frá hásætinu barst rödd, er sagði: Lofsyngið Guði vorum, allir þér þjónar hans, þér sem hann óttist, smáir og stórir.  6Þá heyrði ég raddir sem frá miklum mannfjölda og sem nið margra vatna og sem gný frá sterkum þrumum. Þær sögðu: Hallelúja, Drottinn Guð vor, hinn alvaldi, er konungur orðinn.  7Gleðjumst og fögnum og gefum honum dýrðina, því að komið er að brúðkaupi lambsins og brúður hans hefur búið sig.  8Henni var fengið skínandi og hreint lín til að skrýðast í. Línið er réttlætisverk heilagra.  9Og hann segir við mig: Rita þú:Sælir eru þeir, sem boðnir eru í brúðkaupsveislu lambsins. Og hann segir við mig: Þetta eru hin sönnu orð Guðs.

Allir hlutir virka fyrir fullkominn tilgang föðurins Drottins Guðs í að undirbúa brúðina fyrir son sinn Jesúm Krist.  Faðirinn hefur haft það að leiðarljósi í sköpun sinni og í gegnum söguna notað vald sitt og visku til að velja, þjálfa og undirbúa brúðina til þess að ríkja með Jesú Kristi.

 

II. Kor. 3:21-23.

21Fyrir því stæri enginn sig af mönnum. Því að allt er yðar,
22hvort heldur er Páll, Apollós eða Kefas, heimurinn, líf eða dauði, hið yfirstandandi eða hið komandi, allt er yðar.  23En þér eruð Krists og Kristur Guðs.


Því að allt er yðar:

1.    Fimmfalda þjónustan:  Hjálpa kirkjunni til að vaxa upp í hinni háleitri köllun og verða brúður Krists.   

2.     Heimurinn: Heimsandinn, umhverfið,náttúran, hafið, fjöllin og löndin eru allt í þágu brúðarinnar til að velja og gera vilja Guðs á jörðinni.

3.     Lífið: Mannlífið, englar, dýr og plöntur eru allt í þágu brúðarinnar til að gera vilja Guðs á jörðinni.

4.     Dauðinn: Raunveruleiki dauðans hefur þann tilgang að þroska brúðina í kærleika Guðs með því að minna á dauðleika okkar.

5.     Hið yfirstandandi: Blessanir, áskoranir og þrengingar vinna að því að þjálfa brúðina til þess að vera hæfa sem brúður Krists.

6.     Hið komandi: Nýja Jerúsalem og endalok veraldar eru fyrir brúðina til að ríkja með Kristi og til að setjast í hásætið með honum.

7.     Þér eruð Krists: Guð gefur allt til brúðarinnar því hún tilheyrir Jesú.

 

Róm. 8:28.

Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs.

 

Þegar við skiljum hlutverk okkar og valdsvið munum við eiga frið í öllum kringumstæðum og allt verður okkar til þess að hjálpa okkur að vaxa upp til höfuðsins sem er Kristur og að verða brúður Krists Guði til dýrðar.


Drottinn gefi þér ríkulega náð til að vaxa sem brúður Krists!  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370