Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir02.03.2014 17:56

Brúður Krists, hin æðsta köllun

Hin æðsta köllun
Samantekt: Árni Þórðarson 01.03.2014I.   Brúðurin er kölluð, útvalin og trúföst

Það er svo stórkostlegt til þess að vita að það er ekki til nein háleitari köllun en sú að vera kallaður til að verða brúður Krists. Við vorum kölluð og útvalin í eilífðinni sem var til að verða brúður Krists. Söfnuður Guðs, kirkjan er brúður Krists eða réttara sagt kirkjan er kölluð til þess að verða brúður Krists en það er síðan okkar val að gera þessa köllun og útvalningu vissa. Brúðkaupsveislan er tilbúin, það eru margir sem eru kallaðir, en fáir sem gera köllunina og útvalninguna vissa og enn færri sem velja það að vera trúfastir. Þannig að það verða ekki allir Kristnir menn í brúðinni, sumir verða gestir í brúðkaupinu (Matt. 22:1-14).  Í Matteus 25 kafla er sagt frá meyjunum tíu, fimm voru fávísar og fimm vísar og svo var röddin sem hrópaði. Við sjáum að þetta eru þrír hópar Kristinna manna í misjöfnu ástandi, er brúðguminn kemur.


Köllunin hefur með anda okkar að gera, útvalningin hefur með sálina okkar að gera og að vera trúföst hefur með líkama okkar að gera. Við í rauninni erum að velja á ný í þessum fallna líkama (syndugur) að velja það á ný sem var kallað út yfir okkar líf í eilífðinni sem var í andanum og það sem var útvalið fyrir sál okkar.

 

Orðið köllun í hebresku þýðir meðal annars að hrópa út til , með nafni. Við erum kölluð hvernig?  Hvernig gerðist það?  Við erum kölluð í andanum. Við vorum kölluð í andanum í eilífðinni sem var er við vorum í lend Guðs.  Guð umlukti þessa köllun, þetta kall sitt umhverfis sína áætlun og sinn tilgangs vilja. Sem hann hafði og hefur enn fyrir eitt og sérhvert okkar, eftir að hann kallaði út þessa áætlun og sinn vilja út um alla eilífð út til þín.  Hann kallaði út þessa áætlun og sinn vilja ígleði. Við þurfum að skilja það að í föður okkar á himninum er alltaf nútíð (enginn fortíð, né framtíð, bara nútíð). Þess vegna gildir þetta kall enn á ný fyrir okkar líf í dag þrátt fyrir allt (syndafallið).  Í syninum Jesú Kristi er aftur á móti þátíð, nútíð og framtíð, hann er hinn sami í dag og í gær og um alla eilífð.

Ásömu stundu er Guð kallaði út í gleði sína áætlun og sinn vilja í eilífðinni sem var þá glöddust englar Guðs einnig í himninum að við værum kölluð sem brúður í her Drottins Guðs. Guð sá fyrir fall mannsins í synd, hann sá endinn í upphafi. Þess vegna gleðjast englarnir á himni með Guði er fólk gerir iðrun og meðtekur Jesú Krist inn í líf sitt sem frelsara sinn. Því að það er upphafið af því vali að taka fyrstu skrefin í að verða brúður Krists

Allir menn eru kallaðir og útvaldir af Guði í eilífðinni sem var en það er síðan okkar að velja það að vera trúföst hérna í tímanum.

Brúðurin er kölluð, útvalin og trúföst.
Brúðurin hefur ekki bara valið að hlíða kölluninni sem er á lífi hennar, heldur líka sagt já við útvalningunni og valið það að verða trúföst.  Þessu vali fylgir aðskilnaður og undigefni í kærleika.  Brúðurin er kærleiksrík en hún er líka hermaður, sem hefur lært að berjast trúarinnar góðu baráttu án þess að gefast upp og hún heldur út allt til enda.

Opinberunarbókin 17:14

Þessir munu heyja stríð við lambið. Og lambið og þeir, sem með því eru, hinir kölluðu og útvöldu og trúu, munu sigra þá, því að lambið er Drottinn drottna og konungur konunga.


II. Vaxtarmynd krossins


Í Efesusarbréfinu 4 kafla erum við hvött til þess að vaxa í Guði, og okkur er gefin öll ritningin til þess. Því að sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá, sem tilheyrir Guði, séalbúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks (2 Tím 3:16-17).


Efesusarbréfið4:11-16
Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar.
12Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar,
13þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náumvaxtartakmarki Krists fyllingar.
14Vér eigum ekki að halda áfram að vera börn, sem hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar.
15Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, Kristur.
16Hann tengir líkamann saman og heldur honum saman með því að láta sérhverja taug inna sína þjónustu af hendi, allt eftir þeim krafti, sem hann úthlutar hverri þeirra. Þannig lætur hann líkamann vaxa og byggjast upp í kærleika.

Guð mun ekki kvænast andlegu barni, hann ætlar að kvænast fullþroska brúði. Við getum full treyst því að Guð vinni verkið í okkur en það er okkar að velja. Er við höfum skýra sýn og markmið þá er auðveldara mikið auðveldara að velja tilað keppa að markinu til verðlaunana á himni.

Vaxtarmynd krossins - Tjaldbúðar Móse - Sjá mynd neðar á síðunni

 

 

III.   Koss brúðgumans

Samband okkar við brúðgumann er rómantískt ástarsamband. Alveg eins og í hinu náttúrulega er kona og maður fara fyrst á stefnumót þannig er samband okkar við Guð líka. Við förum á stefnumót með Guði til að kynnast honum betur og er við kynnumst honum betur því meira verðum við ástfangin af honum. Það er yfirleitt maðurinn hefur frumkvæðið af því að velja sér kærustu og og bjóða henni á stefnumót.  
Eins er þessu farið hjá Guði hann sem tilvonandi brúðgumi sálna okkar hefur valið okkur sem brúði sína.  Hann hafði fyrst auga stað á okkur og það var hann sem bauð okkur á stefnumót með sér.  Kallið gekk ekki bara út í eilífðinni sem var það er enn að ganga út og það er okkar að segja já við því.  Þegar við sögðum já þá fengum við fyrsta kossinn.  Kossinn er orðið sem brúðguminn talar til okkar og sem við meðtökum. Ekki bara einn koss heldur margir.

Ljóðaljóðin 1:2 
Brúðurin Hann kyssi mig kossi (orðið) munns síns, því að ást þín er betri en vín (blóðið).
3Yndislegur ilmur er af smyrslum (heilagur andi) þínum, nafn þitt eins og úthellt olía, þess vegna elska meyjarnar þig.
4Drag mig á eftir þér! Við skulum flýta okkur! Konungurinn leiði mig í herbergi sín! Fögnum og gleðjumst yfir þér, vegsömum ást þína meir en vín með réttu elska þær þig!
5Svört er ég, og þó yndisleg, þér Jerúsalemdætur, sem tjöld Kedars, sem tjalddúkar Salómons.

Í austurlöndum var fyrirgefning innsigluð með kossi.  Þessi vers eru í raun og veru frelsisverk okkar í hnotskurn, er við upplifðum fyrstu reynslu okkar með Guði að finna hans ást og umhyggju til okkar. Þegar við komum fyrst til Krists Jesú þá kyssti hann okkur kossi fyrirgefningarinnar.  Í þessum versum sjáum við orðið, blóðið, heilagan anda og nafnið, allt það sem Guð gaf okkur í byrjun að við gætum vaxið og dafnað í hans hjálpræði. Í hjálpræðinu, samfélaginu við Krist er kærleikur, gleði og ánægja. 

Við þurfum þessa ástar kossa orðsins daglega. Hversu dásamlegt er það ekki er Guð sýnir okkur kærleika sinn með því að kyssa okkur að fyrra bragði með kossi munns síns.  Er við opnum Biblíuna og hann kyssir okkur með orði sínu, eitthvað opnast upp fyrir okkur og hans orð verður þannig hluti af okkur.  Sál okkar fyllist af nýrri gleði og eftirvæntingu að fylgja brúðguma okkar, líf okkar brennur af nýrri löngun og ástríðu sem ekkert fær slökkt. Án þessara kossa orðsins er það upplýkst fyrir okkur er ekkert rómantískt samband. Þegar við verðum fyrir þessari sérstöku upplifun þá er ekkert mál að vera ein með Guði í orðinu og bæninni tímunum saman vegna þess að við vitum að hann hefur kossa orðsins handa okkur.
Við lærum að syngja söng hjálpræðisins, lofgjörð til Guðs þanig að ilmur nafnsins verður hluti af lífi okkar.

Það er ástæða fyrir því að María Magdalena fór að gröfinni þar sem Jesú var lagður eftir krossfestinguna.  Hún fór þar því að hún vildi vera hjá þeim sem hún elskaði svo heitt.  María var ekki sú eina sem Jesú rak illa anda út af, en hún var sú eina sem elskaði hann svona heitt að hún vildi dvelja við fætur hans og koma að gröfinni eftir að hann var dáinn.  Það er ástæða fyrir því að Jesú vitjaði hennar við gröfina, Jesú kemur alltaf persónulega og vitjar þeirra sem hafa þessa djúpu löngun og þrá í hjarta sínu eftir meiru af honum. María Magdalena er falleg mynd af brúði Krists, hvernig Guð endurleysti hana til samfélag við sig.

Efesusarbréfið 5:1-2
Verðið því eftirbreytendur Guðs, svo sem elskuð börn hans.
2Lifið í kærleika, eins og Kristur elskaði oss og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir oss svo sem fórnargjöf, Guði til þægilegs ilms. 

Varðveita kærleika Guðs í okkar lífi og undirgefni, eiga ástarsamband við Guð.
Þó svo að brúðkaupið á himni sé enn ekki búið að eiga sér stað þá er undirbúningurinn núna í fullum gangi.


Efesusarbréfið 5:21-28
Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists:
22Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn.
23Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns.
24En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnarmönnum sínum undirgefnar í öllu.
25Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana,
26til þess að helga hana og hreinsa í laug vatnsins með orði.
27Hann vildi leiða hana fram fyrir sig í dýrð án þess hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus.

28Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eiginl íkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig.

 

Guð hreinsar okkur með orði sínu, hann helgar okkur í samfélaginu við sig.  Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því hvort við verðum tilbúin fyrir brúðkaupið á himnum eða ekki.  Allt sem við þurfum að gera er að segja já við Guð og rækta trúfastlega samfélagið við Guð og hann mun sjá um að við verðum heilög og lýtalaus er að þessum mikla degi verður er brúðkaupið verður á himni.  Ég bið Guð oft um að hreinsa mig í blóði sínu og í vatnslaug síns orðs.


Ég held að mesti ótti okkar eftir að við frelsumst sé sá að missa af og að við verðum ekki í brúðinni. En ef við dveljum með Guði og lifum í andanum þá erum við stöðug í kærleika hans og hans kærleikur rekur út þennan ótta. Við getum hvílst í samfélaginu okkar við Guð, hann elskaði okkur að fyrra bragði, það erhann sem vinnur verkið í okkur með kærleika sínum.
Við þurfum mikið orð, marga kossa frá hans munni til að þakklætið fæðist algjörlega fram í okkar lífi og þessi fullvissa að dvelja náið með Guði um alla eilífð.


Opinberunarbókin 19:7-9
Gleðjumst og fögnum og gefum honum dýrðina, því að komið er að brúðkaupi lambsins og brúður hans hefur búið sig.
8Henni var fengið skínandi og hreint lín til að skrýðast í. Línið er réttlætisverk heilagra.
9Og hann segir við mig: Rita þú: Sælir eru þeir, sem boðnir eru í brúðkaupsveislu lambsins. Og hann segir við mig: Þetta
 eru hin sönnu orð Guðs.

Þó svo að brúðkaupið sé enn ekki enn orðið þá höfum við fengið fyrirheitið um að það verði. Guð gefur fyrirheit, spáómsorð svo að við getum undirbúið okkur í tíma og keppt að markinu til verðlaunanna á himnum. Spádóms orð eru gefin af Guði til að koma okkur úr því gamla (að vera bundin í fortíðinni) inn í nútíðina með Guði (samfélag/stefnumót) og þaðan inn í þá framtíð sem hann hefur ætlað okkur með sér.

Við sjáum að við eigum að gleðjast og fagna og gefa honum dýrðina. Þetta getum við gert í dag, hans gleði er okkar hlífiskjöldur og hann gleður okkur í bænahúsinu. Með því að eiga samfélag við Guð og gefa honum dýrðina þá erum við að undirbúa okkur fyrir brúðkaupið. Guð gefur okkur réttlætisverk og við erum sæl með það að vera boðin í brúðkaup lambsins. 
IIII.  Brúðurin


Við höfum lært það að brúðurin gerir sig reiðubúna fyrir brúðkaupið á himni með því að velja að fylgja brúðguma sínum í jarðvistinni. Þegar hún mætir í brúðkaupið þá er hún hrein og lýtalaus klædd í hvítt hreint dýrðar lín.

Skoðum að lokum átta konur í gamla testamentinu sem gefa okkur góða mynd af því hvað við getum tileinkað okkur til að gera okkur reiðubúin fyrir okkar andlega brúðguma.


Undirbúningur brúðarinnar að lifa í fullkomni einingu sem meðhjálp fyrir eiginmann sinn í gegnum aðskilnað frá holdlegum líkama eins og Eva gerði með því að vera tekin sem rif úr líkama Adams til að lifa síðan eitt með honum sem meðhjálp.
 Undirbúningur brúðarinnar að velja aðskilnað frá fjölskyldu sinni, eins og Rebekka gerði er hún valdi að yfirgefa heimili sitt til að kvænast Ísak.

 Undirbúningur brúðarinnar að gera sig fallega og ilmandi eins og Ester gerði er hún undirbjó sig fyrir það að ganga fram fyrir konung.

 Undirbúningur brúðarinnar að framfylgja lögmálinu eins og Rut gerði er hún fylgdi Naomí til fyrirheitna landsins.

 Undirbúningur brúðarinnar í fórnfúsri hlýðni gagnvart Torah, eins og Tamar gerði þó svo að hún þurfti að hafna góðu orðspori sínu.

 Undirbúningur brúðarinnar í þjáningu eins og drottningin sem klæddist ofír gull klæðum.

 Undirbúningur brúðarinnar að bera ávöxt, í kærleiks samfélagi við brúðgumann Jesú Krist, í Ljóðaljóðunum

 Undirbúningur brúðarinnar að  meðtaka lof og heiður frá eigin manni sínum eins og svo vel er sagt frá í síðasta kafla orðskviðanna.

 

Brúðurinhefur einstaka fegurð sem hún hefur eignast í undirbúningi sínum að velja aðskilnað og að vera frátekin og helguð Guði.


Sálmur45:11-12
Heyr
, dóttir, (vantar í íslensku þýðinguna; and consider og íhuga), og hneig eyra þitt! Gleym þjóð þinni og föðurlandi,
12að konungi megi renna hugur til fegurðar þinnar, því að hann er herra þinn og honum átt þú að lúta.


A. Brúðurin hlustar (á Guð)

B. Brúðurin íhugar (það sem Guð segir, orðið)

C. Brúðurin hneigir eyra sitt (á auðmýkt, undirgefni)

D. Brúðurin gleymir (því sem hefur verið gert á hluta hennar og hefur lært að fyrirgefa, hún yfir gefur einnig sitt eigið föðurland fyrir föðurlandið á himni)  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370