Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir18.02.2014 13:29

Bæn fyrir trúboði til þjóðanna

Bæn fyrir trúboði til þjóðanna

 

1.     Biðja fyrir því að Guð reisi upp trúboða á Íslandi til að fara til þjóðanna.

 

Matt. 28:18-20.

Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.  19Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, 20og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.

 

 

2.     Biðja fyrir því að Drottinn leysi fram undur og kraftaverk meðal þjóðanna.

 

Post. 2:17-21.

Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, ungmenni yðar munu sjá sýnir og gamalmenni yðar mun drauma dreyma. 18Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar mun ég á þeim dögum úthella anda mínum, og þau munu spá.
19Og ég mun láta undur verða á himnum uppi og tákn á jörðu niðri, blóð og eld og reykjarmökk.  20Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður dagur Drottins kemur, hinn mikli og dýrlegi.  21En hver sá, sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast.

 

3.     Biðja Drottinn að opna nýjar dyr og tengingar fyrir trúboð til þjóðanna.

 

Jes. 64:1-4.

Ó, að þú sundurrifir himininn og færir ofan, svo að fjöllin nötruðu fyrir augliti þínu eins og þegar eldur kveikir í þurru limi eða þegar eldur kemur vatni til að vella, til þess að gjöra óvinum þínum kunnugt nafn þitt, svo að þjóðirnar mættu skjálfa fyrir augliti þínu, 2er þú framkvæmdir hræðilega hluti, sem vér gátum eigi vænst eftir. Þú fórst ofan, fjöllin nötruðu fyrir augliti þínu.
3Frá alda öðli hefir enginn haft spurn af eða heyrt, né auga séð nokkurn Guð nema þig, þann er gjöri slíkt fyrir þá, er á hann vona.  4Þú kemur í móti þeim er gjöra með gleði það, sem rétt er, þeim er minnast þín á vegum þínum. Sjá, þú reiddist, og vér urðum brotlegir, yfir tryggðrofi voru, og vér urðum sakfallnir.

 

4.     Biðja Drottinn að blessa þær opnanir og tengingar sem þegar hafa myndast milli Íslands og þjóðanna.

 

 

Sálm 2:7-8.

Ég vil kunngjöra ályktun Drottins: Hann mælti við mig: Þú ert sonur minn. Í dag gat ég þig.  8Bið þú mig, og ég mun gefa þér þjóðirnar að erfð og endimörk jarðar að óðali.  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370