Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir16.02.2014 13:16

Að leiðast af heilögum Anda

Að leiðast af heilögum Anda

Kolbeinn Sigurðsson, predikun 16.febrúar 2014


      I.     Að lifa í heilögum Anda


Við þráum að lifa í nærveru Guðs en hið holdlega eðli okkar stríðir gegn andanum.  "Hið góða sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda sem ég vil ekki, það gjöri ég" (Róm. 7:19).  Hjarta okkar þarf að hreinsast af holdsins verkum og eina leiðin til þess er að lifa í andanum.  Biðjum Guð um náð til að krossfesta holdið svo við getum lifað sigrandi lífi í andanum. 


Gal. 5:16-18.

16En ég segi: Lifið í andanum, og þá fullnægið þér alls ekki girnd holdsins.  17Holdið girnist gegn andanum, og andinn gegn holdinu. Þau standa hvort gegn öðru, til þess að þér gjörið ekki það, sem þér viljið.  18En ef þér leiðist af andanum, þá eruð þér ekki undir lögmáli.


Orðið "Lifið" í testanum hér að ofan merkir að hafna sjálfinu,fylgja Andanum eins og félaga, ganga áfram, virða, vera frátekinn og stíga inn í Andann.  Þetta opinberar okkur hvernig við getum lifað í Andanum, en orðið "Leiðist" af Andanum þýðir líka að láta leiða sig frá holdinu, vera opin, örva, láta keyra sig og bera sig.


Drottinn hefur gefið heilagan anda til þess að leiða og opinbera fyrir okkur sem trúa á Jesúm Krist mikilvægan sannleika sem ber okkur lengra.  Kirkjan er mótuð á hverjum tíma fyrir opinberun á sannleikanum eða hinu Rema orði sem kemur frá hásæti Guðs. Þegar heilagur andi kom yfir frumkirkjuna fengu þeir kraft til að standa með sannleikanum og útbreiða Hann með krafti. 


Guð þráir að hafa samband við okkur og Hann er alltaf að senda skilaboð til okkar. Við þurfum aðvera á réttri bylgjulengd til þess að heyra frá Honum.  Það er aðeins með yfirnáttúrulegri visku Andans að við getum opinberað leyndarmál Guðs.  Andlegir draumar eru sönnun þess að heilagur Andi er að starfa.  Sýn er miklu meira en aðeins áætlun fyrir framtíðina, því hún tjáskipti milli okkar og Guðs.  Hvort sem opinberunin kemur til okkar í draumi,sem sýn í andanum eða opin sýn, eða með öðru formi sem Andinn velur hverju sinni, þá er undirliggjandi þrá Guðs að nálgast okkur og opinbera leyndardóma.  Draumar, sýnir og spádómar eru hluti af Hans dásamlega fyrirheiti um síðustu tíma. 


Jóel3:1-2.

1Síðar mun ég úthella anda mínum yfir alla menn.  Synir yðar og dætur munu spá, gamalmenni yðar mun dreyma drauma og ungmenni yðar munu fá vitranir, 2jafnvel yfir þræla og ambáttir mun ég úthella anda mínum á þeim dögum. 

 

Heilagur andi gerir alla sem vilja að hetjum og heilags Anda regn gefur kraft í endatímanna til að taka inn mestu uppskeru allra tíma í Guðsríkinu.  Eins og blessun vorregnsins var fyrir 2000 árum á hvítasunnudag, eins mun haustregnið gefa endatímafólkinu yfirfljótandi blessun og meiri uppskeru en í byrjun kirkjutímabilsins.


Fyrirheitið um heilagan Anda eða spádómur Jóels rættist í Postulasögunni öðrum kafla.  Fólkið skildi þó ekki rödd heilags Anda eða þá sýningu sem Andinn opinberast með.  Það var furðu lostið, ráðalaust og hæddist af krafti heilags Anda.  Lýðurinn var undrandi yfir heilögum Anda og spurði: "Hvað er þetta? Eru þeir fullir eða hvað?"  Andinn gefur okkur líf hið innra sem brýst út í krafti og með sjáanlegum hætti. Guð hefur gert okkur að tilfinningaverum.  Þar sem andi Guðs er, þar er líf og það kemur út með hrópi, menn hoppa eða hristast, gráta eða hlæja, falla í gólfið o.s.fr.  Heilagur Andi er skemmtilegur og skapandi sem hefur tilgang með sýningu sinni.  Orð Guðs talar mikið um það hvernig andinn starfar á mismunandi hátt.  Þegar heilagur Andi vinnur í hjartanu og kveikir líf kemur út sýning á hvað andinn er að gera í lífi viðkomandi. Guð sýnir hvað er að gerast í andanum og við þurfum anda Guðs til að skilja orðið.


Hoppa = Nýtt líf, andlegt vor       Klappa= Sigur, fögnuður, velja, hylla

Hrópa = Kraftur                         Falla fram á ásjónu sína = undirgefni, lotning

Hristast = aðskilnaður               Biðja saman = eining og vald í andanum

Grátur = Brotin, djúp bæn          Bæní heilögum Anda  = auðmýkt, djúp bæn

Dansog hlaup = sameining        Bænaneyð= þjáning, fæða andlega

Lyftahöndum = gefast upp        Falla í dá = Dauði á hinu holdlega              


Stundum leyfum við heilögu Anda að taka yfir upp að ákveðnu marki.  Ef það fer út fyrir okkar þæginda mörk eða aðeins fram yfir okkar stjórnun, þá tökum við aftur í taumana, Biblían kallar það að "slökkva Andann" í fyrsta Þessaloníkubréfi5:19.  Við eigum að sækjast eftir gjöfum Hans og leita Hans, en stoppum oft við fortjaldið í tjaldbúðinni.  Við finnum náðargjafirnar allar við fæturJesús, en við verðum að halda áfram inn í hið heilaga og finna hendur Hans sem blessa okkur, og síðan halda áfram inn í hið allra heilagasta og finna auglit Hans til þess að breytast frá dýrð til dýrðar og vaxa andlega.


Heilagur andi er sendur í staðinn fyrir Jesú sem hjálpari okkar, og sem Andi sannleikans, einnig sem kennari og móðir til að opinbera okkur Guðríkið.  Munum það að það er í eðli Guðs að opinbera sjálfan sig, enda þýðir Jehovah; sá sem opinberar sig.  Rödd heilags Anda talar til að uppörfa, hugga, hvetja, leiðbeina, opinbera orðið, fullvissa um kærleika Guðs, sannfæra og leiðrétta okkur.  Við munum verða þunguð af ávöxtum heilags Anda ef við leitum eftir flæði Heilags Anda, spádómum, tungutali og biðjum í andanum.  Við eigum að þrá með ástríðu gjafir Andans og sérstaklega spádómsgjöfina.

 

Kærleikurinn skiptir mestu máli. Hvað sem þú gerir, ef þú gerir það ekki í kærleika Guðs (agape; Guðlegur kærleikur) þá ertu ekki að gera neitt!  Keppa eftirkærleikanum, ávexti Andans númer eitt. Að keppa eftir er að elta, iðka, pressa sér að, ofsækja og áreita. 


   II.      Tími til að taka niður anda Baals


Akab konungur og Jesebel drottning ríktu í Ísrael á dögum Elía spámanns (9. öld f. Kr.).  Akab og Jesebel gjörðu það sem rangt var í augum Guðs og dýrkuðu Baal, og drápu spámenn Drottins.  Guð lokaði himninum fyrir regni og það varþurrkur í þrjú ár í Ísrael. 


Nafnið Baal sjálft þýðir herra eða Drottinn, að stjórna, eign eða giftast. Þetta nafn gerir kröfu að við göngum inn í rangt samband eða gerum slæman sáttmála, eins og slæmt hjónaband eða setja sig í skuldir. Andi Baals þráir að fjötra fólk í sáttmála sem mun gefa aðgang að þeim, og gefa leyfi fyrir eignarhaldi á þeim og eigum þeirra.  Baal var einnig Guð frjósemis, stríðs, auðs, sólarinnar, regns, uppskeru og gróðurs almennt.  Þetta er andinn sem ræðst á börnin okkar og það strax í móðurkviði með fósturdeyðingum.  Merki Baals er nautið, en þjóðsagan um prinsessuna EUROPA sem heimsálfa okkar dregur nafn sitt af var blekkt af Baal í nautslíki og nauðgað síðan.  Nú er kominn tími til að brjóta sáttmálann við Baal.  Evrópusambandið er byggt á lögum og rétti með sáttmálum.  Það þýðir að hver aðgerð af hálfu ESB er stofnuð með samningum sem hafa verið samþykktir af frjálsum vilja og lýðræðislega af öllum ESB löndum. Það er andlegur þurrkur í Evrópu vegna sáttmála við Baal og Guð mun einnig senda náttúrulegan þurrk yfir Evrópu til að lokka þá inn í hinn nýja sáttmála Guðs.  Nú er tími fyrir hina kristnu að rísa upp eins og Elía og sýna sig frammi fyrir leiðtogum og áhrifamönnum þjóðanna.  Takast á við anda Baals á yfirráðasvæði sínu og innan okkar andlega sviðs. Við þurfum að biðja um leiðsögn og visku, og síðan hafa áhrif á fólk í stjórnmálum sem við höfum aðgang að eða í gegnum aðra sem hafa áhrif í samfélagi okkar. Það er kominn tími til að rísa upp og skilja svo við yfirráð Baals og leysa fram andlega rigningu og eld frá Guði.


Það var á þriðja ári þurrksins í Ísrael sem Elía lét Akab sjá sig að boði Drottins og skoraði á spámenn Baals. 


I.Kon. 18:1.

Löngu síðar kom orð Drottins til Elía, á þriðja ári þurrksins, svolátandi: Far og lát Akab sjá* þig. Ég ætla að gefa regn á jörð.


*) Sjá; Ráðleggja, samþykkja, íhuga, greina, hafa reynslu, samband, virðing, njósna, vissa og sýnir.


Elía var faðir margra spámannssveina sem Jesebel hafði drepið og var hann einn af síðastu spámönnum Guðs þegar hann skoraði 450 Baalspámenn og 400 Aséruspámenn á hólm á Karmel fjalli.  Þessir 850 falsspámenn, satansprestar átu við borð Jesebel.  Jesebel sem var undir áhrifum anda Baals vildi drepa niður spámannlegan anda og notaði jafnvel "spámenn" til að koma með spádóma til að ná stjórn á fólki. Baráttan við anda Baals er við að leysa framhið spádómlega, postulalega smurningu og þá sem vilja verða brúður Drottins. 

 

I.Kon. 18:21.

21Þá gekk Elía fram fyrir allt fólkið og hrópaði: "Hversu lengi ætlið þið að haltra til beggja hliða? Ef  Drottinn er Guð, fylgið honum. En ef Baal er Guð, þá fylgið honum." En fólkið svaraði honum ekki einu orði.

 

Áskorun Elía var einföld við spámenn Baals.  Hvert lið átti að fórna uxa og setja á altari.  Elía sagði: "Ákallið síðan nafn yðar guðs (Baal), en ég mun ákalla nafn Drottins (Jehovah).  Sá guð, sem svarar með eldi, er hinn sanni Guð."  (I. Kon. 18:24.)


Um hádegi hafa djöflaprestar Baals ekki getað framleitt neinn eld og Elía tekur að hæða þá og segir:  "Hrópið hærra. Víst er hann guð. Hann er kannski í þungum þönkum eða í önnum eða hefur þurft að bregða sér frá. Ef til vill sefur hann og þá þarf að vekja hann."  Baalspámennirnir hrópuðu hástöfum og ristu sig með sverðum og spjótum svo að þeir uðru alblóðugir.  En þeirra guð var hljóður og svaraði ekki einu orði.

 

I.Kon. 18:31.36.

31Elía tók tólf steina, jafnmarga sonum Jakobs sem Drottinn hafði sagt við: "Nafn þitt skal verða Ísrael."36Þegar tími var kominn til að færa kvöldfórn gekk spámaðurinn Elía fram og bað:"Drottinn, Guð Abrahams, Ísaks og Ísraels. Í dag skal það kunngjört að þú sért Guð í Ísrael og að ég sé þjónn þinn og geri allt þetta samkvæmt boði þínu.

 

Elía kallaði allt fólkið til sín og endurreisti altari Drottins úr 12 steinum og umhverfis altarið gróf hann vatnsrennu sem gat tekið tvær seur, sem eru 2 x 12 lítrar.  Hann setti nautið ofan á viðinn á altarinu.   Síðan lét hann hella fjórum fötum af vatni yfir fórnina og lét gera þetta þrisvar sinnum eða samtals 12 fötur af vatni.  Vatnið flæddi umhverfis altarið og fyllti vatnsrennuna líka.

 

Áhersla Guðs er á töluna 12 í þessari endurreisn sem er mynd upp á Guðlega stjórnun og postulalegt vald.


Síðdegis gekk Elía fram og hrópaði til Drottins: Bænheyr mig, Drottinn! Bænheyr mig.  Þá féll eldur Drottins niður og eyddi brennifórninni, viðnum, steinunum og grassverðinum, og vatnið í skurðinum þurrkaði hann einnig upp. Eftir þessa vitjun Guðs tók Elía spámennina og drap þá við Kísonlæk.  Við þurfum eld frá Guði og postulalega smurningu til að sigra vald Baals. 


Áður en Jesús hóf sína þjónustu, kom fram maður sem Jóhannes hét í krafti og anda Elía.  Eins og Elía kom Jóhannes með iðrunar boðskap og talaði gegn synd.  Sama hvort um er að ræða háa eða lága.  Jóhannes benti á hórdóms líferni Heródesar og Heródíasar sem var kona Filippusar bróður Heródesar. 

Mal. 4:5-6.

5. Sjá, ég sendi yður Elía spámann, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur.  6. Hann mun sætta feður við sonu og sonu við feður, til þess að ég komi ekki og ljósti landið banni.


Orð Guðs talar um að Elía komi á síðustu dögum og muni endurreisa allt.   Drottinn er að reisa upp andans fyllta einstaklinga konur og karla í anda Elía til að undirbúa komu Drottins.  Til þess að meðtaka anda Elía og ferskan vind frá andardrætti Guðs þurfum við aðgjöra iðrun.  Bónusinn er að við fáum koss frá Guði sem gefur okkur eld.  Jóhannes skírari kemur í anda Elía og er undanfari Drottins og hann predikar: Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd.


III.      Spámaðurinn Hósea og hórkonan Gómer


Ef okkur finnst erfitt að hlýða orðum Guðs eða leiðast af Andanum, reynið þá að setja ykkur í spor Hósea á áttundu öld f. Kr.  Hann sem predikari og spámaður Guðs fær það orð frá Guði að taka sér hórkonu fyrir eiginkonu.  Hann finnur Gómer og tekur hana sér fyrir eiginkonu og á með henni þrjú börn sem hann veit ekki fyrir víst hvort þau séu hans eigin börn vegna ótrúmennsku Gómers. Guð lætur hann nefna fyrsta barnið Jesreel sem þýðir "Guð mun dreifa og Guð mun sá".  Annað barnið biður Guð hann um að nefna Lo-ruhamah "Miskunnarvana", og á þriðja barnið kemur nafnið Lo-ammi "Ekki lýður minn" frá Drottni.  Eftir það fer Gómer frá Hósea til annars manns sem fer illa með hana og endar með að selja hana á þrælamarkaði.  Samt elskaði Hósea Gómer vegna þess að Guð hafði gefið kærleikann.  Guð bauð Hósea að kaupa Gómer á uppboðinu á fimmtán silfurpeninga og hálfan annan kómer af byggi. 


Allt þetta var til þess að undirstrika ástand Ísrael sem hafði fjarlægst Guð sinn til þess að elta aðra Guði eða var í andlegum hórdóm.  Guð boðaði þeim gegnum Hósea að Asseríumenn myndu hertaka landið ef þeir gerðu ekki iðrun. Það var sama hvað Guð talaði gegnum Hósea til Ísraelsþjóðarinnar, Ísraelsmenn létu sér ekki segjast og gerðu grín að Hósea.  Því fór svo sem Hósea spáði að Asseríumenn tóku Norðurríkið Ísrael 722 f. Kr. þar sem hinar tíu af tólf ættkvíslum Ísraelsmanna voru herleiddar og dreift eða sáð meðal þjóðanna.  Þessar ættkvíslir eru horfnar í mannhaf þjóðanna, en Suðurríkið Júda sem var hernumið 587 f. Kr. af Bablýoníumönnum fékk að halda einkennum sínum gegnum aldirnar. Í dag finnum við því Ísraelsmenn annað hvort af Júda eða Leví ættkvísl.


Á dögum Hósea var Ísrael mjög blessuð þjóð efnislega. Þeir njóta friðar bæði á pólitíska sviðinu og hernaðarlega, en þeir voru siðferðilega gjaldþrota og  dýrkuðu Baal.  Til að skilja bók Hósea, verður að skilja fyrir hvern hún var skrifað. Bók Hósea var rituð af spámanninum sem ber nafnið Hósea sem þýðir "Frelsun."  Þessi bók e rbókstaflega boðskapur hjálpræðisins fyrir andlega gjaldþrota fólk á þessum tíma sem voru Ísraelsmenn.  En samkvæmt því sem II. Tím. 3:16-17. segir; "16Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm tilfræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, 17til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðsverks.", þá trúum við því að þessi orð eigi erindi við kirkjuna í dag.  Á hvaða stað er kirkjan í dag?  Er hún trúföst eða er hún eins og hjákona?  Við lítum á okkar ástand og sjáum að það gengur illa að halda sér við einn eiginmann, Drottinn Jesús.  Við erum stöðugt að elta aðra guði, jafnvel þótt við séum ómeðvituð um það.  Margir eru kallaðir og fáir eru útvaldir, en mest um vert er að vera trúfastur allt til enda.


Lokaorð Hóseabókar benda á að þetta rit á við kirkjunaí dag; "Hver er svo vitur, að hann skilji þetta, svo hygginn, að hann sjái það? Já, vegir Drottins eru réttir. Hinir réttlátu ganga þá öruggir, en hinir ranglátu hrasa á þeim." (Hós. 14:9).


Ástin kostar fórnir, en kærleikurinn er sáttmáli sem gefur af sér og gefur öruggt skjól.  Þrátt fyrir hegðun Gómers elskaði Hósea hana allt til enda og keypti hana til baka.  Hið staðlaða verð þræls var 30 sikla silfurs,II. Mós. 21:32.  Það er augljóst að Hósea býr ekki yfir miklu fé. Svo hann borgar hálfvirði hennar í reiðufé sem eru 15 silfur peningar og afganginn í korni, um einn og hálfur kómer af byggi sem var jafnvirði 15 silfur peningum.  Hann hefur tæmt alla sjóði til að leysa Gómer undan þrældómi, til þess eins að sýna kærleika sinn til hennar.  Eins er með elsku Guðs til okkar, hann hefur keypt okkur með blóði sínu og hann er tilbúin að kaupa okkur aftur þegar við hrösum og föllum í andlegan hórdóm.


SAGA:Drengur smíðar afar fallega seglskútu og tekur hana út á vatn til að sigla henni en vindurinn tekur hana langt frá landi. Drengurinn nær henni ekki aftur og að lokum fer svo að skútan hverfur útí buskann.  Eitt sinn er drengurinn að ganga um bæinn og er litið í búðarglugga að hann sér skútuna sína útstillta í glugganum.  Hann fer inn og ætlar að taka hana með sér heim.  Búðareigandinn stoppar hann af, en drengurinn staðhæfir að hann eigi skútuna og sýnir búðareigandanum merki sitt á henni.  Búðareigandinn segir honum að hann hafi keypt hana af öðrum og drengurinn verði að kaupa hana á uppsettu verði.  Drengurinn fer heim og byrjar að safna peningum til þess að geta keypt skútuna til baka.  Þegar hann hefur náð settri upphæð fer hann og kaupir skútuna.  Þá segir drengurinn: Nú hef ég eignast þig tvisvar, fyrst þegar ég bjó þig til og nú aftur þegar ég keypti þig til baka.


Hós. 2:14-16.

14Ég vil lokka hana og leiða hana út í eyðimörk og hughreysta hana, 15og ég gef henni þar víngarða sína og gjöri Mæðudal að Vonarhliði, og þá mun hún verða eftirlát eins og á æskudögum sínum og eins og þá er hún fór burt af Egyptalandi. 16Á þeim degi, segir Drottinn munt þú ávarpa mig Maðurinn minn, en ekki framar kalla til mín Baal minn.

 

Hóseabók er að segja að Drottinn ætli að leiða hana út í eyðimörk og að leyfa henni að hrasa í dal vandræða eða Mæðudal. Þessi orð í versi fimmtán, þýðir einfaldlega að á þeim stað mun ég opna aftur dyrnar hjálpræðis og vonar fyrir hana.  Og það sem Guð gerði fyrir Ísraels þjóð gerir Guð líka fyrir okkur.


IV.      Gómer, sú ótrúfasta verður hin trúfasta


Hver var Gómer Diblaímsdóttir? Ísraelsíti sem hafði farið út í hórdóm og seldi sig fyrir mat, vatni, víni, fatnaði, fallegum hlutum og fjármunum.  Nafnið Gómer þýðir til enda (í þeim skilningi að fullkomnast eða mistakast), að hætta, koma að lokum, mistakast, fullkomnun,framkvæma.  En Diblaím þýðir tvær kökur,að ýta saman, kökur úr pressuðu fíkjum.

Hvað ýtti henni út í þessa iðju að selja sig? Átti hún erfiða barnæsku, var henni nauðgað eða var hún kannski misnotuð af föður sínum?  Svo að hún var ófær umað treysta og gefa ást sína einhverjum einum. Gómer elskaði hluti og það gat spámaðurinn Hósea ekki veitt henni í ríku mæli.  Því fór Gómer aftur og aftur í að selja sig þrátt fyrir að vera gift Hósea. Erum við kynslóðin sem elskar hluti framar Guði okkar?  Hvað fékk hana til að yfirgefa þrjú börn og eiginmann sem elskaði hana út af lífinu til að fara í hórdóm sem gat verið áhættusamt líferni og án kærleika?


Eftir að Hósea kaupir hana, þá verða sinna skipti og hún hverfur burt frá hórdómi og lækning kemur inn í líf hennar. Hjónabönd eru byggð á loforði eða sáttmála, en ekki ástríðu.  Ástríðan getur fjarað út, en sambönd geta haldið áfram ef sáttmálin heldur. Með öðrum orðum: það er ekki ást þín sem viðheldur skuldbindingum þínum, það er skuldbinding þín sem viðheldur ást þinni.

Þetta er það sem Jesús gerir fyrir sálir hann frelsar. Hann umbreytir þeim í "nýja sköpun," II. Kor. 5:17. "7Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til."  Þeir sem koma til Jesú eru "endurfæddir" Jóh.3:3,7. Þú getur ekki kynnast Jesú og verið eins og þú varst. Hann er frelsari sem breytir lífi þínu! Drottinn gefi þér ríkulega náð til að leiðast af heilögum Anda!


  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370