Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir11.02.2014 13:36

Bæn fyrir Íslandi og þjóð okkar

Bæn fyrir Íslandi og þjóð okkar

 

Jerm. 22:30

Og ég leitaði að einhverjum meðal þeirra, er hlaða vildi garð eða skipa sér í skarðið móti mér, landinu til varnar, til þess að ég legði það ekki í eyði, en ég fann engan.

 

Það er ásetningur okkar að gera þrennt, iðrast fyrir þjóð okkar, krefjast Íslands fyrir Krist og standa gegn myrkri óvinarins.

 

Við iðrumst fyrir þjóð okkar og biðjum Drottinn að fyrirgefa okkur fyrir þær syndir sem hafa átt sér stað í landinu okkar.  Við biðjum um fyrirgefningu vegna pólitískrar spillingar, óheiðarleika, græðgi, öfgafullum fordómum, siðferðis hnignun, skurðgoðadýrkun og hvers konar kukli.  Við biðjum fyrir því að Jesús hreinsi hendur okkar af því að úthella saklausu blóði og biðjum gegn fósturdeyðingum.  Við biðjum um fyrirgefningu vegna óeiningar í kirkjunni, fyrirgefðu okkur hroka, illt umtal og hvaðeina sem hefur valdið særindum í líkama Krists.  Við iðrumst og biðjum í auðmýkt að miskunn Guðs verði úthelt yfir landið okkar, yfir þjóðfélagið og yfir kirkjuna.

 

Lúk. 24:49-50.

Sjá, ég sendi fyrirheit föður míns yfir yður, en verið þér kyrrir í borginni, uns þér íklæðist krafti frá hæðum.  50Síðan fór hann með þá út í nánd við Betaníu, hóf upp hendur sínar og blessaði þá.

 

Efesus 3:16-19.

Megi hann gefa yður af ríkdómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að krafti hið innra með yður,17til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar og þér verða rótfestir og grundvallaðir í kærleika. 18Þá fáið þér ásamt öllum heilögum skilið, hve kærleikur Krists er víður og langur, hár og djúpur, og komist að raun um hann, 19sem gnæfir yfir alla þekkingu, og náið að fyllast allri Guðs fyllingu.

 

Við krefjumst Íslands fyrir Krist, að landið verði gefið Guði á vald og vilji Hans verði í landinu okkar.  Við biðjum í Jesú nafni um úthellingu náðar, miskunnar og eld Heilags Anda, að sönn andleg vakning og umbreytinga kraftur Drottins megi snerta þjóðfélagið okkar, snúa okkur til Guðs, hreinsa okkur, gefa okkur brotinn anda og auðmýkt.  Við biðjum um að arfleifð og hlutskipti lands okkar í Guðríkinu verði ekki tekið frá okkur.  Við biðjum um að þú Drottinn Guð okkar gangir ekki framhjá þessu landi heldur vitjir Íslands, Reykjavíkur, kirknanna, fyrirtækjanna og heimilanna.  Við biðjum um endurreisn fyrir réttlæti, trú, von og kærleika í landinu okkar.

 

Jes. 59:1-4.

1Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra hans er ekki svo þykkt, að hann heyri ekki. 2Það eru misgjörðir yðar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður, svo að hann heyrir ekki. 3Hendur yðar eru blóði ataðar og fingur yðar misgjörðum, varir yðar tala lygi og tunga yðar fer með illsku.
4Enginn stefnir fyrir dóm af því, að honum gangi réttlæti til, og enginn á í málaferlum sannleikans vegna. Menn reiða sig á hégóma og tala lygi, þeir ganga með ranglæti og ala illgjörðir.

 

Við stöndum gegn myrkri óvinarins og í trú stöndum við gegn djöflinum og hans verkum, öllum her hans og öllu því illa sem hefur náð tökum á landi okkar.  Við stöndum gegn anda illskunnar sem hefur byggt sér vígi í þessu landi, myrkvaverkum sem eru unninn í landinu en eru smíðuð í myrkvum skúmaskotum djöfulsins.  Við köllum á nafn Drottins til að eyða andlegum vígum óvinarins, og lýsum því yfir á þessum degi að Ísland sé núna undir höfðingjadómi og krafti Heilags Anda.  Allir aðrir andar eru hér með upplýstir að þeim tilheyrir ekki þetta land og eru hér með kastað út í Jesú nafni.  Í dag stöndum við í skarðinu og byggjum verndarmúr úr eldi Heilags Anda um Ísland, landið sem Guð gaf okkur. 

 

Í Jesú nafni, Amen

 

Efesus 1:17-23.

17Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið þekkt hann.  18Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til, hver ríkdómur hans dýrlegu arfleifðar er, sem hann ætlar oss meðal hinna heilögu, 19og hver hinn yfirgnæfandi máttur hans við oss, sem trúum. En þetta er sami áhrifamikli, kröftugi mátturinn, 20sem hann lét koma fram í Kristi, er hann vakti hann frá dauðum og lét hann setjast sér til hægri handar í himinhæðum,
21ofar hverri tign og valdi og mætti, ofar öllum herradómi og sérhverju nafni, sem nefnt er, ekki aðeins í þessari veröld, heldur og í hinni komandi.
22Allt hefur hann lagt undir fætur honum og gefið hann kirkjunni sem höfuðið yfir öllu.  23En kirkjan er líkami hans og fyllist af honum, sem sjálfur fyllir allt í öllu.

 

  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370