Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir04.02.2014 15:30

Bæn fyrir Evrópu

Bæn fyrir Evrópu

Evrópa er ein af sjö heimsálfum jarðarinnar, og til hennar teljast um 50 lönd.  Hún er næstminnsta heimsálfan að flatarmáli, en hún er um 10.390.000 ferkílómetrar eða 2,0 % af yfirborði jarðarinnar. Hvað varðar íbúafjölda er Evrópa þriðja fjölmennasta heimsálfan, á eftir Asíu og Afríku. Í henni búa fleiri en 710.000.000 manna. Það eru 12 % af íbúafjölda heimsins.

Evrópusambandið (ESB) er stærsta pólitíska og efnahagslega eining álfunnar en því tilheyra 28 aðildarríki. 

 

 Norður-Evrópa:

Danmörk · Eistland · Finnland · Ísland · Noregur · Svíþjóð

Kort af Austur-Evrópu Austur-Evrópa:

Armenía 1 · Aserbaídsjan 1 · Georgía 1 · Hvíta-Rússland · Kasakstan (að hluta) · Rússland (að hluta) · Úkraína

Kort af Mið-Evrópu Mið-Evrópa:

Austurríki · Lettland · Litháen · Pólland · Slóvakía · Sviss · Tékkland · Ungverjaland · Þýskaland

Kort af Vestur-Evrópu Vestur-Evrópa:

Belgía · Bretland (England, Skotland, Wales, Norður-Írland) · Frakkland · Holland · Írland · Liechtenstein · Lúxemborg

Kort af Suðaustur-Evrópu Suðaustur-Evrópa:

Albanía · Bosnía og Hersegóvína · Búlgaría · Grikkland · Kosóvó · Króatía · Kýpur 1 · Makedónía · Moldóva · Rúmenía · Serbía · Slóvenía · Svartfjallaland · Tyrkland (að hluta)

Kort af Suður-Evrópu Suður-Evrópa:

Andorra · Ítalía · Malta · Mónakó · Portúgal · San Marínó · Spánn · Vatíkanið

Undir yfirráðum annarra ríkja: Álandseyjar · Færeyjar · Gíbraltar · Guernsey · Jersey · Mön · Svalbarði  

1) Oft talin landfræðilega til Asíu en skilgreind sem Evrópulönd af menningarlegum ástæðum.

 

1.     Biðjum fyrir þjóðum Evrópu og ríkisstjórnum þeirra

 

Kól. 1:9-11.

9Frá þeim degi, er vér heyrðum þetta, höfum vér því ekki látið af að biðja fyrir yður. Vér biðjum þess, að þér mættuð fyllast þekkingu á vilja Guðs með allri speki og skilningi andans, 10svo að þér hegðið yður eins og Drottni er samboðið, honum til þóknunar á allan hátt, og fáið borið ávöxt í öllu góðu verki og vaxið að þekkingu á Guði.  11Mætti hann styrkja yður á allan hátt með dýrðarmætti sínum, svo að þér fyllist þolgæði í hvívetna og umburðarlyndi og getið með gleði.

 

2.     Biðjum fyrir því að Guð reisi Evrópu upp á ný og veki hana til andlegs lífs á ný.  Megi Evrópa aftur verða öflugur málsvari Drottins.

 

I. Þess. 3:10-13.

10Og vér biðjum nótt og dag, heitt og af hjarta, að fá að sjá yður og bæta úr því, sem trú yðar er áfátt. 11Sjálfur Guð og faðir vor og Drottinn vor Jesús greiði veg vorn til yðar.  12En Drottinn efli yður og auðgi að kærleika hvern til annars og til allra, eins og vér berum kærleika til yðar.  13Þannig styrkir hann hjörtu yðar, svo að þér verðið óaðfinnanlegir og heilagir frammi fyrir Guði, föður vorum, við komu Drottins vors Jesú ásamt öllum hans heilögu.

 

3.     Biðjum fyrir því að Guðleg lög nái að komast inn í Evrópusambandið.

 

II. Þess. 1:11-12.

11Þess vegna biðjum vér og alla tíma fyrir yður, að Guð vor álíti yður maklega köllunarinnar og fullkomni allt hið góða, sem þér viljið og vinnið í trú og með krafti Guðs, 12svo að nafn Drottins vors Jesú verði dýrlegt í yður og þér í honum fyrir náð Guðs vors og Drottins Jesú Krists.

 

4.     Biðjum fyrir því að orð Guðs megi hafa framgang í Evrópu og eldur Guðs leysist út um alla álfuna.

 

II. Þess. 3:1-5.

1Að endingu, bræður: Biðjið fyrir oss, að orð Drottins megi hafa framgang og vegsamast eins og hjá yður,2og að vér mættum frelsast frá spilltum og vondum mönnum. Því að ekki er trúin allra.  3En trúr er Drottinn og hann mun styrkja yður og vernda fyrir hinum vonda.  4En vér höfum það traust til yðar vegna Drottins, að þér bæði gjörið og munuð gjöra það, sem vér leggjum fyrir yður.
5En Drottinn leiði hjörtu yðar til kærleika Guðs og þolgæðis Krists.

 

 

  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370