Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir28.01.2014 13:39

Bæn fyrir Ísrael og miðausturlöndum

Bæn fyrir Ísrael og miðausturlöndum

 

1.     Bæn fyrir Ísrael og ríkisstjórn Ísraels

 

Róm. 10:1.

Bræður, það er hjartans ósk mín og bæn til Guðs, að þeir megi hólpnir verða.

 

2.     Bæn og vernd fyrir landi og þjóð, friður yfir Jerúsalem.

 

Róm. 11:26-27.

Og þannig mun allur Ísrael frelsaður verða, eins og ritað er: Frá Síon mun frelsarinn koma og útrýma guðleysi frá Jakob. 27Og þetta er sáttmáli minn við þá, þegar ég tek burt syndir þeirra.

 

3.     Vernd yfir Messíaska gyðinga og biðjum að Guð bæti í þeirra hóp.

 

Jes. 62:11.

Sjá, Drottinn gjörir það kunnugt til endimarka jarðarinnar: Segið dótturinni Síon: Sjá, hjálpræði þitt kemur! Sjá, endurgjald hans fylgir honum, og fengur hans fer á undan honum!

 

4.     Biðjum fyrir miðausturlöndum, sérstaklega löndin kringum Ísrael; Egyptaland, Saudi Arabía, Jórdanía, Líbanon, Sýrland.

 

Jes. 63:15-16.

Horf þú af himni ofan og lít niður frá hinum heilaga og dýrðarsamlega bústað þínum! Hvar er nú vandlæti þitt og máttarverk þín? Þín viðkvæma elska og miskunnsemi við mig hefir dregið sig í hlé! 16Sannlega ert þú faðir vor, því að Abraham þekkir oss ekki og Ísrael kannast ekki við oss. Þú, Drottinn, ert faðir vor, Frelsari vor frá alda öðli er nafn þitt.

 

5.     Biðjum niður vígi Íslam og að ljós Guðs megi upplýsa um hinn sanna Guð og son hans Jesúm Krist.

 

  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370