Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir05.01.2014 21:08

Blessun heilagsleikans

Kolbeinn Sigurðsson, predikun 5. janúar 2014


      I.      Verið heilagir því ég er heilagur


Okkur finnst orðið "heilagur" vera það stórt orð að við trúum því oft ekki að við séum eða getum verið heilög.  En sjáum hvað ritningarnar segja okkur um þetta.


III.Mós. 19:2.6.

"Tala þú til alls safnaðar Ísraelsmanna og seg við þá: Þér skuluð vera heilagir, því að ég,Drottinn, Guð yðar, er heilagur. Og þér skuluð vera mér prestaríki og heilagurl ýður.' Þetta eru þau orð, sem þú skalt flytja Ísraelsmönnum."


Hér talar hinn heilagi Guð til Ísraelsmanna og boðar þeim að vera heilagur lýður ásamt því að vera prestar Guðs.  Þetta er ekki bara gamla testamentið því að nýja testamentið fjallar heilmikið um heilagleika og að helgast Guði.


I.Pét. 1:15-16. 

Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. Ritað er: "Verið heilagir, því ég er heilagur."


Og áfram heldur Guð að tala í Rómverjabréfinu.  Þar talar hann um greinarnar sem séu hinir endurfæddu í Kristi, og líkir þeim líka við að vera eins og deig.  En Jesús Kristur er frumgróðinn og rótin sem nærir greinarnar.


Róm. 11:16. 

Ef frumgróðinn er heilagur, þá er einnig deigið það. Og ef rótin er heilög, þá eru einnig greinarnar það.

 

Hvað þurfum við að gera?  Er nóg aðtaka á móti Jesú inn í líf sitt og frelsast? Eða er það eitthvað sem við eigum að gera í því að vera heilög?  Þurfum við að helga okkur á einhvern hátt?

 

II.Kor. 7:1. 

Þar eð vér því höfum þessi fyrirheit, elskaðir, þá hreinsum oss af allri saurgun á líkama og sál og fullkomnum helgun vora í guðsótta.


Helgun er aðskilnaður og Guðsótti fullkomnar helgun vora.  Við eigum að aðskilja okkur frá öllu óhreinu og þvo okkur af allri saurgun. Takið eftir að það ekki nóg að nota blóð Krists sem hreinsar syndir okkar, heldur verðum við að stíga fram og gera eitthvað í málinu til þess að helgast og hreinsa af okkur alla saurgun og ná fullkominni helgun með guðsótta. 

 

II.Kor. 6:1. 

Sem samverkamenn hans áminnum vér yður einnig, að þér látið ekki náð Guðs, sem þér hafið þegið, verða til einskis.


Lítum á skilgreinar fyrir eftirfarandi orð til þess aðskilja þetta betur:

Náð = Guðleg áhrif á hjartað og endurspeglun þess í lífinu með þakklæti.

Synd = Óhlýðni við orð Guðs, missamarks eða að taka kol út úr eldinum.

Iðrun = Snúa við, hugsa öðruvísi,fara á upphafspunkt (Golgata).

Helgun eða heilagur = Merktur eða innsiglaður af Guði, hlýðni við orð Guðs, snúa við, hugsa eins og Guð, stunda líferni sem afneitar holdinu og nálægir sig Guði, leyfa Guði að hafa áhrif áhjarta sitt, endurspegla eðli Guðs í lífinu.


Jafnvel sumir kristnir hafa kjaftað sig frá því að helga sig Guði og misnota stundum náðina og segir; "ég er undir náðinni, og því þarf ég ekki að helga mig".  Algeng klisja er: "Drottinn þekkir hjarta mitt".  En samt lítur Guð á verkin eða ávextina, einsog sést með hina sjö söfnuði Efesus, Smýrnu, Pergamos, Þýatíru, Sardes,Fíladelfía og Laódíkea.  Hann segir viðalla söfnuðina: "Ég þekki verkin þín". "Hver sem eyra hefur, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum."  Það er skurðgoð að þrá lof manna.  Því ef við þráum lof manna, munum við óttast menn.  Maður þjónar því sem maður óttast.  Ótti Drottins þarf að koma yfir okkur og hann fáum við með því að komast í andann. 


Að óttast Drottinn og helga sig Guði gefur okkur:

Bænheyrslu, gleði, vernd, athygli Drottins, Líður ekki skort, miskunn Drottins, visku, frið, leiðsögn, heldur okkur á veginum, leiðir okkur inn í hið allra heilagasta eða hvíld Guðs.


   II.      Leið heilagleikans


Það koma alltaf tímabil þurrkar á andlegu göngunni með Guði og þá þurfum viðað velja kalt að halda áfram.  Oft líður okkur eins og ekkert miði áfram og jafnvel efumst við um að við séum íGuði.  En lítum hér á spádómsorð úr Jesaja 35 kafla sem okkur hefur verið gefið fyrir árið 2014.

  

Jes. 35:1-10.

Eyðimörkin og þurra landið skulu gleðjast,öræfin skulu fagna og blómgast sem rós. 2 Þau skulu blómgast ríkulega og fagna af gleði og með söng. Vegsemd Líbanons skal veitast þeim, prýði Karmels og Sarons. Þau skulu fá að sjá dýrð Drottins og fegurð Guðs vors. 3 Stælið hinar máttvana hendur, styrkið hin skjögrandi kné! 4 Segið við þá sem brestur kjark: "Verið hughraustir,óttist eigi! Sjá, hér er Guð yðar! Hefndin kemur, endurgjald frá Guði! Hann kemur sjálfur og frelsar yður." 5 Þá munu augu hinna blindu upp lúkast og opnast eyru hinna daufu. 6 Þá mun hinn halti stökkva sem hjörtur og tunga hins mállausa fagna lofsyngjandi,því að vatnslindir spretta upp í eyðimörkinni og lækir á öræfunum. 7Sólbrunnar auðnir skulu verða að tjörnumog þurrar lendur að uppsprettum. Þar sem sjakalar höfðust áður við, í bælum þeirra, skal verða gróðrarreitur fyrir sef og reyr. 8 Þar skal verða hraðbraut og vegur. Sú braut skal kallast Leið heilagleikans. Enginn sem óhreinn er,skal hana ganga. Hún er fyrir þá eina vilja ganga hana.  Jafnvel ekki fáráðlingar sem hana fer mun villast.  9 Þar skal ekkert ljón vera, og ekkert glefsandi dýr skal þar um fara, eigi hittast þar. En hinir endurleystuskulu ganga þar. 10 Hinir endurkeyptu Drottins skulu aftur hverfa. Þeir koma með fögnuði til Síonar, og eilíf gleði skal leika yfir höfði þeim. Fögnuður og gleði skal fylgja þeim, en hryggð og andvarpan flýja.


Þetta er magnaður kafli í Jesaja spámanni þar sem hann lýsir því að eyðimörkin og þurra landið sem er andlegt ástand mun fá fjórfalda vökvun.  Vatnlindin sem hreinsar og gefur nýtt líf,lækurinn sem leysist fram í vorleysingum og hernemur landið á ný, tjörnin sem safnar vatni með hraði og uppsprettan sem brýst fram með krafti.


Jes.56:7.

þá mun ég leiða til míns heilaga fjalls og gleðja þá í bænahúsi mínu. Brennifórnir þeirra og sláturfórnir skulu vera mér þóknanlegar á altari mínu. Því að hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir.


Andlega gangan okkar er að klífa Síon fjall, en Síon þýðir eyðimörk, markmið, trúfesti, gera stöðuglega, styrkur, sigur, minnisvarði og vegvísandi varða.  Við ryðjum eða leggjum braut fyrir aðra með því að klífa Síon.  Á þessu ári munum við sjá árangur af trúfesti okkar því Drottinn sjálfur kemur með umbun og leysir fram vötn lífsins.  Andleg augu okkar munu opnast til að sjá dýrð og fegurð Guðs. Þá mun nýr lofsöngur heyrast í herbúðum hinna kristnu.  Drottinn vill leyfa okkur að komast á toppinn þar sem grænar grundir eru eða hvíld Guðs ef við höldum okkur á Leið heilagleikans.  Á þeim vegi stenst óvinurinn hið tannlausa ljón ásamt djöflum sínum ekki hina heilögu og kraftaverk vera tíðari og stærri í Guðsríkinu. Þessum vegi heilagleikans fyrir gleði og fögnuður.


Líbanon, Karmel ogSaron eru ekki náttúrulegir staðir fyrir okkur heldur eru þeir andlegt ástandog mynd af andlegum vexti fyrir okkur, sjá hér að neðan hvað hver staður táknar.


Líbanon; helgun, hvítur og hreinn

Karmel; Ávaxtasamur, víngarður, vín, aldingarður, algrænn og yfirflæði.

Saron; Hreinn og beinn, réttlátur, uppréttur, velgengni, blessun og hagsæld.


Drottinn segir íJesaja kafla 35 og versi 4: ""Verið hughraustir, óttist eigi! Sjá, hér er Guð yðar! Hefndin kemur, endurgjald frá Guði! Hann kemur sjálfur og frelsar yður."

Á endatímunum mun mikið ganga á í heiminum og táknin verða tíðari og afdrifaríkari fyrir heimsbyggðina eftir því sem koma Drottins Jesú nálgast.  Það mun koma ótti yfir heimsbyggðina og jafnvel hinir trúuðu munu smitast af óttanum, en Drottinn segir okkur að óttast ekki því hann sjálfur mun vernda okkur.  Á þessum tímum mun heilagur andi opinbera meiri blessun en áður hefur þekkst til þess að gefa nýjan kraft í gönguna hjá hinum kristnu.


III.      Blessun að ganga vegheilagleikans

 

Þegar við veljum að ganga veg heilagleikans munum við eignast kraft til að mun ryðja burt hindrunum og við munum verða vitnisburður fyrir aðra.


Jes.62:10-12.

Gangið út, gangið út um borgarhliðin! Greiðið götu lýðsins! Leggið, leggið braut! Ryðjið burt grjótinu! Reisið merkifyrir þjóðirnar!   11 Sjá, Drottinn gjörir það kunnugt til endimarka jarðarinnar: Segið dótturinni Síon: "Sjá,hjálpræði þitt kemur! Sjá, endurgjald hans fylgir honum, og fengur hans fer á undan honum!" 12 Og þeir munu kallaðir verða hinn heilagi lýður, hinir endurleystu Drottins, og þú munt kölluð verða hin fjölsótta, borgin, sem eigi var yfirgefin.


Fyrirheiti Guðs fyrir þá sem velja leið helgunar eins og Jóhannes skírari gerði eru stórkostleg og eru ekki bara blessun fyrir þá sem velja Leið heilagleikans heldur líka fyrir þá sem fylgjast með og vilja koma líka á þann veg.


Jes. 40:1-5

1Huggið, huggið lýð minn, segir Guð yðar.  2Hughreystið Jerúsalem og boðið henni að áþján hennar sé á enda, að sekt hennar sé goldin, að hún hafi fengið tvöfalt af hendi Drottins fyrir allar syndir sínar.  3Heyr, kallað er: "Greiðið Drottni veg um eyðimörkina, ryðjið Guði vorum beina braut í auðninni, 4sérhver dalur skal hækka, hvert fjall og háls lækka. Hólar verði að jafnsléttu og hamrar að dalagrundum. 5Þá mun dýrð Drottins birtast og allt hold sjá það samtímis því að Drottinn hefur boðað það."


Eftirfarandi atriði sýna okkurhvað við eigum að gera á Leið heilagleikans:

1.    Huggalýð Guðs - Sýna samkennd og samúð fyrir áföllum í líkama Krists sem hafa komiðjafnvel vegna syndar, án þess þó að samþykkja syndina.  Vera miskunnsöm, hugga og hvetja til iðrunar í kirkju Krists.

2.    Hughreystalýð Guðs - Tala með djörfung orð frá hásæti Guðs sem lyftir lýð Guðs upp og byggja upp trú hinna kristnu.  Lýsa því yfir að vor Guðs sé komið vegna iðrunar sem kirkjan hafi gert frammi fyrir Guði sínum.

3.     Greiða götu Drottins, undirbúa fyrir dýrð Guðs og seinni komu Krists - Leiða fólk hærra með því að opinbera auglit og fegurð Drottins fyrir þeim. 

4.     Gera andlegu gönguna beina - Taka burt hlykkina af vegi hinna trúuðu með því að boða hreinun og helgun.  Hvetja til einingar og samstöðu í verki Guðs ríkisins.

5.     Opna hlið eða dyr inn í dýpra samfélag við Guð- Leysa fólk og stöðugt stuðla af því að leiða fólk inn í samfélag við Drottinn.  Ekki kalla kirkjuna til fylgdar við kerfi,kirkjudeild eða menn heldur til fylgdar við Drottinn.

6.     Leggja hraðbraut - Að leggja er tvítekið með sérstakri áherslu, en orðið þýðir að leggja orðið sem lag ofan á lag, eins og maður sé að byggja stíflu eða upphækkaða hraðbraut í Guðsríkinu, þar sem fljót djöfulsins nær ekki að hafa sín áhrif eða truflun.  Hraðbrautin er sem stigi eða svifbrú tilhinnar háleitu köllunnar sem er að vaxa upp til höfuðsins í Kristi og verða brúður Krists.

7.     Ryðja burt grjótinu - Hreinsa burt alla steina úr hjarta hinna kristnu sem hindra andlegan vöxt.  Einnig að biðja um miskunn fyrir þá menn sem standa í vegi fyrir framgangi í Guðsríkinu, en Drottinn mun lægja og upphefja þá sem Honum sýnist.

8.     Reisa fána fyrir þjóðirnar - Stuðla að framgangi í Guðsríkinu og sækja fram sem her Guðs til að taka öll sjö áhrifafjöll þjóðfélagsins.  Eins og her sem hertekur land og reisir uppfána sinn munum við hinir Kristnu lyfta upp nafni Drottins sem okkar merki eða fána. 


Amen, réttum úr okkur því að það er spennandi tími framundan í Guðsríkinu og Leið heilagleikans mun opinbera okkur kærleika föðurins og sonarins á nýjan hátt.  Blessun heilagleikans er að við munum sjá dýrð og fegurð Drottins og vald hinna kristnu gegn myrkrinu í heiminum mun aukast og vera mun sjáanlegra en hefur verið hingað til.


Drottinn gefi yður ríkalega náð til að lifa í heilagleikaGuðs.  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370