Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir25.12.2013 14:44

Guð elskar þig - Konungur auðmýktarinnar

Konungur auðmýktarinnar

Samantekt 25.12. 2013: Kolbeinn Sigurðsson


Lúkas 2:1-20.

1En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. 2Þetta var fyrsta skrásetningin og var gerð þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. 3Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar.  4Þá fór og Jósef úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs,sem heitir Betlehem, en hann var af ætt og kyni Davíðs, 5að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni sem var þunguð. 6En meðan þau voru þar kom sá tími er hún skyldi verða léttari.7Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu af því að eigi var rúm fyrir þau í gistihúsi. 
8Ení sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. 9Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir10en engillinn sagði við þá: "Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: 11Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. 12Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu."  13Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu:  14Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.  15Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himins sögðu hirðarnir sín á milli: "Förum beint til Betlehem að sjá það sem gerst hefur og Drottinn hefur kunngjört okkur." 16Og þeir fóru með skyndi og fundu Maríu og Jósef og ungbarnið sem lá í jötu.17Þegar þeir sáu það skýrðu þeir frá því er þeim hafði verið sagt um barn þetta. 18Og allir sem heyrðu undruðust það er hirðarnir sögðu þeim.19En María geymdi allt þetta í hjarta sér og hugleiddi það. 20Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu Guð og lofuðu hann fyrir það sem þeir höfðu heyrt og séð en allt var það eins og þeim hafði verið sagt. 


Hér að ofan er frásagan um konung konunga sem er að fæðast í heiminn og Guð faðirinn sem á allar uppsprettur og aðgang að öllum og öllu velur að "auglýsa"þetta fyrir lítilsvirtum og örfáum hirðum á Betlehemsvöllum.  Jú, hann opinberaði þetta líka vitringum frá fjarlægu landi í austri sem væntanlega var hið forna Babylón- eða Persíaríki.Líklega ávöxtur af  boðun og fræðslu Daníels sem hafði verið hnepptur í útlegð um 600 árum fyrr til Babylóns.  Trúlega hafði Daníel látið vitneskjuna frá spámönnunum um að Messías myndi fæðast til að bjarga gyðingum.  Þetta var í raun markaðssetning á konungi sem átti ekki bara að bjarga gyðingum heldur öllum heiminum og ekki bara á fyrstu öld heldur á öllum öldum.  Konungur auðmýktarinnar var fæddur og hannvar látinn heita Jesús sem þýðir Drottinn frelsar í þátíð, nútíð og framtíð.  

 

Nútíma markaðsetning eins og t.d. hjá Apple, Coke Cola og Nike myndi líta allt öðruvísi út.  Það myndi svo sannarlega ekki vera þessi auðmýkt eins og hjá konungi konunga, þar sem fæðing, líf og dauði hans var mörkuð af auðmýkt.


Af hverju að sigra heiminn með auðmýkt?

Hin ótrúlega magnaða fyrirmynd í lífi Krists er hins sanna og hreina auðmýkt hans. Hvers vegna ætti einhver að koma frá svo háum stað til þess að lægja sig svo lágt bara til þess að bjarga okkur frá syndum okkar? Hvers vegna skyldi hinn heilagi krjúpa til þess að þvo fætur svikarans, afneitarans og hugleysingjans?  Hroki mannsins er það sem útilokaði hann frá Eden og hroki kastaði Lúsífer út úr paradís. Til þess að sigra hroka mannsins þurfum við auðmýktareðli Jesú Krists.


Guð stendur í gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð.(Jak. 4:6).


Andstæða auðmýktar er sjálfshverfa sem er nærð af hroka eða stolti. Satan nær að hafa áhrif á okkur í gegnum hroka okkar og hrokinn virkar eins og lendingarpallur fyrir djöfulinn.


Tilþess að skilja virkilega hvernig við getum gengið í auðmýkt, þá getum við það með því að skoða hið gagnstæða eðli þess, sem er stolt eða hroki:

  

Hrokinn segir: "Ekki segja mér til því ég veit nú þegar þetta allt."

Auðmýktin segir: "Takk fyrir ráðleggingar þínar og hjálp."


Hrokinn segir: "Guð, ég er svo miklu betri en trúsystkini mín."

Auðmýktin segir: "Drottinn miskunna þú mér því ég er syndari."


Hrokinn gagnrýnir aðra til þess að rífa þá niður.

Auðmýktin hrósar öðrum í því skyni að byggja þá upp.


Hrokinn segir: "Ég get gert allt."

Auðmýktin segir: "Ég get gert allt fyrir Krist sem mig styrkan gjörir."


Hrokinn segir: "Sjáðu hvað ég gerði fyrir Guð."

Auðmýktin segir: "Sjáðu hvað Guð hefur gert fyrir mig!"


Hrokinn leitar heiðurs en finnur ekki, en auðmýktin fær heiður frá öðrum án þess aðreyna það.


Munurinn á milli hroka og auðmýktar er eins og munurinn milli ljóss og myrkurs.  Þegar "Ljósið" kom í heiminn er það fullkomið dæmi um þá auðmýkt sem Guð vildi opinbera okkur.


Jesús var sannarlega frábær fyrirmynd fyrir okkur sem auðmýktar konungur.  Hann fæddist í gripahúsi og var lagður í jötu.  Hann þjónaði öllum og átti samneyti við hina fyrirlitnu og syndugu. Eina nafnspaldið sem hann fékk var skiltið sem var hengt á krossinn þar sem hann var auðmýktur og líflátinn.


Vitringarnir sem komu frá Austurlöndum komu fyrst til Jerúsalem til þess að leita aðnýfæddum konungi Gyðinga.  En hann var ekki í höllunum í Jerúsalem, heldur í gripahúsi í Betlehem sem var talin síst meðal borga í Júda.


Matt.2:10-11.

10Þegar þeir sáu stjörnuna, glöddust þeir harla mjög, 11þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu.Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru.

 

Gullið er mynd upp á hið guðdómlega orð Guðs.


Myrran er mynd upp á auðmýkt, dauða og lítillæti.

                     

Reykelsið stendur fyrir bæn og lofgjörð sem er byggð á trú. 


Eins og vitringarnir komu fram fyrir Jesú, eins er okkar leið að honum í dag. Til þess að eiga leið að hjarta konung konunga þurfum við að koma með þessar gjafir.  Gullið er orð Guðs eða vilji Guðs.  Hvernig getum við gefið orðið til Hans sem er orðið.  Með því að lifa orðinu og biðja út orðið.  Hann elskar að heyra okkur biðja út orð Guðs í auðmýkt og einlægni.  Hann er að leita að sönnum tilbiðjendum.  Bæn og lofgjörð sem er full auðmýktar og er samkvæmt orði Hans snertir hjarta Hans. 


Drottinn vissi nákvæmlega hvað hann var að gera með því að opinbera konung auðmýktarinnar á slíkan hátt.  Því að í dag er kristinn trú útbreiddust um heiminn og nær til flestra landa  af öllum trúarbrögðum heimsins.  Jafnvel á Íslandi er þetta fjölmennasta trúin, þótt að minnihluta hópar sem eru andsnúnir kristinni trú hafi hátt og reyni að afkristna þjóðina með öllum ráðum.   


Guð gefi ykkur öllum náð og miskunn frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi á þessari fæðingar hátíð frelsarans. 

  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370