Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir15.12.2013 21:32

Guð elskar þig - Elska Guðs til okkar í gegnum endatímana

Guðelskar þig

- Elska Guðs til okkar í gegnum endatímana

Samantekt: Elísabetabet Rós Kolbeinsdóttir

Dagsetning: 15.12.2013Byrjum bara á versinu sem við þekkjum flest öll:


16Því svo elskaði Guðheiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

(Jóh. 3:16)­

 

Afhverju þurfti Guð að gefa son sinn Jesú? Til þess að við mættum koma með djörfung fram fyrir Guð. Og fyrir blóð Jesú Krists getum við komið með djörfung fram fyrir Guð. Hann var friðþæging fyrir okkar syndir. Því eins og segir: að svo elskaði Guð heiminn (ÞIG) að hann gaf...Guð er kærleikur og allt sem hann gerir er af elsku (1.Jóh. 4:8). Og hans þrá er að eiga samfélag við okkur og fá að elska okkur. Þess vegna sendi hann Jesú að deyja fyrir okkar syndir.


1.    Elska Guðs til okkar


Bókin Hósea fjallar um hina miklu elsku Guðs á lýð sínum. Ísraelsmenn höfðu snúið sér frá Drottni og sóttust eftir óguðlegum hlutum. Þá talar Drottinn tilspámannsins Hósea og í gegnum Hósea vildi Guð sýna hversu mikið Hann elskaði lýð sinn. Hann vildi sýna þeim að þrátt fyrir að hafa snúið sér frá Drottni ætlaði Hann að elska lýð sinn. Þannig líður Honum gagnvart okkur.


Hósea 1:2

2Þá er Drottinn hóf að tala við Hósea, sagði hann við Hósea: Far og tak þér hórkonu og eignast hórbörn, því aðlandið drýgir hór og hefir snúist frá Drottni.

 

Höldum áfram að fara í gegnum Hósea:

 

Hósea 2:6

6Fyrir því vil ég girða fyrir veg hennar með þyrnum og hlaðavegg fyrir hana, til þess að hún finni ekki stigu sína.7Og þegar húnþá eltir friðla sína, skal hún ekki ná þeim, og er hún leitar þeirra, skal hún ekki finna þá, heldur mun hún segja: Ég vil fara og snúa aftur til míns fyrramanns, því að þá leið mér betur en nú.

 

Þegar við erum Guðs börn munum við ekki komast neitt. Ef við förum frá Guði munum við stanga veggi og stinga okkur á þyrnum. En Guð agar aðeins þá sem hann elskar.

 

Orðskv. 3:11-12

11Son minn, lítilsvirð eigi ögun Drottins og lát þér eigi gremjast umvöndun hans,

12því að Drottinn agarþann, sem hann elskar, og lætur þann son kenna til, sem hann hefir mætur á.

 

 

Hósea 2:10

10Og nú vil ég bera gjöra blygðan hennar í augsýn friðlahennar, enginn skal fá hrifið hana úr minni hendi

 

Sýnir hversu mikil elska Hans er til okkar. Hann brennur af elsku til okkar og enginn skal fá hrifið okkur úr hendi Hans. Hann er afbrýðissamur Guð og mun ekki deila okkur með neinum eða neinu (5.Mós. 4:24).

En hvernig sér hann til þess að ekkert fái hrifið hana úr hendi Hans. Ef við lesum áfram munum við komast af því.

 

Hósea 2:13-16, 19-20

13Ég vil hegna henni fyrir daga Baalanna, þá er hún færði þeim reykelsisfórnir og prýddi sig með nefhringum og hálsmenjum og fylgdi friðlumsínum, en gleymdi mér, segir Drottinn.

14Ég vil lokka hana og leiða hana út í eyðimörk og hughreysta hana,

15og ég gef henni þar víngarða sína og gjöri Mæðudal að Vonarhliði, og þámun hún verða eftirlát eins og á æskudögum sínum og eins og þá er hún fór burtaf Egyptalandi.

16Á þeim degi, segir Drottinn muntþú ávarpa mig Maðurinn minn, en ekki framar kalla til mín Baal minn.

 

19Og ég mun festa þig mér eilíflega, ég mun festa þig mér í réttlæti og réttvísi, í kærleika og miskunnsemi,

20ég mun festa þig mér í trúfesti, og þú skalt þekkja Drottin.

 

Þegar hún er algjörlega búin aðgefast upp og þá lokkar Hann hana út í eyðimörkina. Þar sem Guð mun hughresyta hana og hún leita Hans. Eins og segir þarna þá mun hún ávarpa Drottinn sem Maðurinn minn en ekki segja Baal minn. Við þekkjum maka okkar vel vegna þess að við eyðum miklum tíma með viðkomandi. Það er á þessum tíma sem hún lærir að þekkja Hann og fer að kalla hann Maðurinn minn. Hún hefur meðtekið elskuna og endurgoldið hana. En eina leiðin til að meðtaka elskuna er að fá opinberun áhenni og elska Guðs opinberast okkur í Orðinu.

Síðan sjáum við í 20 versi að hún SKAL þekkja Drottinn. Og þegar við þekkjum Drottinn munum við vera grundvölluð og rótfest í kærleika því Guð er kærleikur þannig mun ekkert geta hrifið okkur úr hendi Hans. Þetta er alveg MAGNAÐ!2.    Elska Guðs í gegnum endatímana


Hvernig getum við séð elsku Guðs í gegnum endatímana/opinberunarbókina. Áður en viðförum í það skulum við skoða 2 mikilvæga hluti.


Í fyrsta lagi er gott að vita um hvað opinberunarbókin snýst, en hún snýst umdóma Guðs sem munu koma yfir heiminn áður en Jesús kemur aftur að sækja brúði sína. Í raun eru þetta mestu hörmungar sem heimurinn hefur nokkru sinni séð.Það næsta sem er gott að vita er að Guð er kærleikur og allt sem Hann gerir er af elsku til okkar, síns lýðs.


Þaðað lesa í gegnum opinberunarbókina getur verið ógnvænlegt. Hversu miklir og alvarlegir dómar þurfi aðganga yfir heiminn og hvers vegna?


Guð elskar okkur og þráir að við meðtökum elsku Hans. Að það sé enginn hindrun á elsku Guðs til okkar. Og aðþegar við meðtökum þessa elsku verðum við drifin áfram af fullkomnri elsku (Brúður Krists).  Opinberunarbókin er til að ryðja burtu öllu því sem hindrar elsku Hans til okkar (syndin er hindrun).  Það að við getum verið aftur eins og þegar Adam og Eva voru í aldingarðinum og enginn synd ennþá komin íheiminn. Það hefur alltaf verið áætlun Guðs að draga okkur inn í þessa nánd við Guð sem Adam og Eva áttu.


Á síðustu tímum mun guðleysið og lögleysið aukast. Og við erum þegar farin að sjá það í heiminum í dag.


Matt. 24:10-13

10Margirmunu þá falla frá og framselja hver annan og hata.

11Fram munu koma margirfalsspámenn og leiða marga í villu.

12Ogvegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna.

13En sá sem staðfastur er allttil enda, mun hólpinn verða.


Margir munu falla frá því þeir þekkja ekki Guð og eru ekki rótfestir og grundvallaðir í kærleika.


Skoðum aðeins áfram í Hósea:

 

Hósea 4:1-3

1Heyrið orð Drottins, þér Ísraelsmenn! Því að Drottinn hefir mál að kæra gegn íbúum landsins, því að í landinu er engin trúfesti, né kærleikur, né þekking á Guði.

2Þeir sverja og ljúga, myrða og stela og hafa fram hjá. Þeir brjótastinn í hús, og hvert mannvígið tekur við af öðru.


Ef það er ekki þekking á Guði þá er enginnkærleikur og lögleysið ríkir.


Hósea 4:9-10

9En fyrir lýðnum skal fara eins ogfyrir prestunum: Ég skal hegna honum fyrir athæfi hans og gjalda honum fyrirverk hans.

10Þeir skulu eta, en þó ekki saddir verða, þeir skulu hórast, en engan unað af því hafa, því að þeir hafa yfirgefið Drottin.


Þetta er líka að eitthvað sem við sjáum í dag. Heimurinn er farinn að þurfa meira og meira. Það er ekkert sem erað gefa í þessum heimi því fólkið hefur yfirgefið Guð. Við erum sköpuð í Guðs mynd, því er okkur ætlað að vera elskuð af Guði og að elska Guð. Ef það er ekkiþá er ekkert sem getur gefið okkur fyllingu.


En af hverju er ég að fara í þetta? Því ég trúi því að við séum að ganga í endatímana. Ég er nú samt ekki að meina að það sé að fara að gerast á árinu 2014. En við erum farin að sjá ýmis tákn endatímanna og þess vegna skiptir máli að undibúa sig. Að við mættum þekkja Guð og ekkert gæti haggað ást okkar til Hans. Einnig að ekkert gæti fengið okkur til að efast um ást Guðs til okkar.


Þetta verða mestu þrengingar sem heimurinnmun fara í gegnum og hinir kristnu einnig. Það er til þess að elska Guð getiríkt en ekki syndin sem hindrar elsku Guðs. En það sem skiptir rosalega miklumáli er að hafa þekkingu og djúpa opinberun á hver Guð er. Að allt sem Guð gerir er af ást til þín! Ef við höfum ekki þessa opinberun þegar við göngum inn í endatímana þá munum við ekki standast og gætum orðið hneyksluð út í Guð.Skoðum aðeinsopinberun Jóhannesar:


Dómarnir eru sjö innsigli sem lambið (Jesús) mun ljúka upp, sjö básunur og sjö skálar reiðinnar.  Og það sem mér finnst magnað við þetta er að við munum vera þau sem leysa fram dóma Guðs yfir jörðina, þ.e. bænir hinna heilögu.


Opinb. 8:3-5

3Og annar engill kom og nam staðar við altarið.Hann hélt á reykelsiskeri úr gulli. Honum var fengið mikið reykelsi til þess aðhann skyldi leggja það við bænir allra hinna heilögu á gullaltarið frammi fyrir hásætinu.

4Og reykurinn af reykelsinu steig upp með bænum hinna heilögu úr hendi engilsins frammi fyrir Guði.

5Þá tók engillinn reykelsiskerið og fyllti það eldiaf altarinu og varpaði ofan á jörðina. Og þrumur komu og dunur og eldingar og landskjálfti.Þegar við höfum fengið opinberun á elsku Guðs til okkar og skiljum út á hvað endatímarnir snúast munum við vera þau sem leysa niður dómana með bæn. Við þráum að Guð fái að stofnsetja sitt ríki og við séum eitt með Honum.


Við þurfum að undirbúa okkur undir endatímana, við getum ekki farið að undirbúa okkur þegar endatímarnir koma heldur þurfum við að gera það núna. Og ég finn að Guð er að gefa sérstaka náð til að fara á eftir þekkingunni á Guði og leita auglitis Hans.Jóh. 14:21

21Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau, hann er sásem elskar mig. En sá sem elskar mig, mun elskaður verða af föður mínum, og égmun elska hann og birta honum sjálfan mig."

 


En við munum vera innsigluð í blóði lambsins á endatímunum.


Opinb. 7:1-3

1Eftir þetta sá ég fjóra engla, er stóðu á fjórumskautum jarðarinnar. Þeir héldu fjórum vindum jarðarinnar, til þess að eigiskyldi vindur blása yfir jörðina né hafið né yfir nokkurt tré.

2Og ég sá annan engil stíga upp í austri. Hann héltá innsigli lifanda Guðs og hrópaði hárri röddu til englanna fjögurra, sem gefiðvar vald til að granda jörðinni og hafinu,

3og sagði: "Vinnið ekki jörðinni grand og ekkiheldur hafinu né trjánum, þar til er vér höfum sett innsigli á enni þjóna Guðsvors."

 

Við munum vera undir ákveðinni vernd og Guð mun innsigla okkur. Kíkjum bara aðeins á Ísraelsmenn þegar plágurnar gengur yfir Egyptaland.


2.mós. 10:21

21Þvínæst sagði Drottinn við Móse: "Rétt hönd þína til himins, og skal þá komaþreifandi myrkur yfir allt Egyptaland."

22Móserétti þá hönd sína til himins, og varð þá niðamyrkur í öllu Egyptalandi í þrjádaga.

23Enginnsá annan, og enginn hreyfði sig, þaðan sem hann var staddur, í þrjá daga, enbjart var hjá öllum Ísraelsmönnum, í híbýlum þeirra.

 

Og síðan þegar Guð lét engil dauðans farayfir og deyða alla frumburði í Egyptalandi þá voru Ísraelsmenn verndaðir undirblóði lambsins sem þeir báru á dyrastafi sína (2.Mós. 12).


En hverjir eru þeir sem verða innsiglaðir á seinustu tímum:

 

Opinb. 7:4, 9, 13-15

4Og ég heyrði tölu þeirra, sem merktir vorui nnsigli, hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir af öllum ættkvíslum Ísraelssona voru merktar innsigli.


9Eftir þetta sá ég, og sjá: Mikill múgur, sem enginn gat tölu á komið, af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum.Þeir stóðu frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir lambinu, skrýddir hvítumskikkjum, og höfðu pálmagreinar í höndum.


13Einn af öldungunum tók þá til máls og sagði viðmig: "Þessir, sem skrýddir eru hvítu skikkjunum, hverjir eru þeir og hvaðan eru þeir komnir?"

14Og ég sagði við hann: "Herra minn, þú veist það." Hann sagði við mig: "Þetta eru þeir, sem komnir eru úrþrengingunni miklu og hafa þvegiðskikkjur sínar og hvítfágað þær í blóði lambsins.

15Þess vegna eru þeir frammi fyrir hásæti Guðs og þjóna honum dag og nótt í musteri hans,og sá, sem í hásætinu situr, mun tjalda yfir þá.


Mér fannst þetta alveg magnað og gaf mér nýja opinberun á hvers vegna það er svo mikilvægt að byggja upp Bænahús.  Að reisa upp bæn og lofgjörð dag og nótt. Svo að dýrð Guðs megi dvelja meðal okkar og umbreyta okkur. Þegar við dveljum frammi fyrir hásæti Guðs, munum við fá að sjá Hann og við munum umbreytast í ímynd sonar Hans Jesú Krist.  Skikkjur okkur munu vera hvítfágaðar í blóði lambsins.

Guð hefur verið að leggja áherslu á bænahús og nú eru bænahús að rísa upp út um allan heim. Bænahúsin munu eiga lykilhlutverk í endatímunum að leysa niður dýrð Guðs og einnig dóma Guðs.


En allt þetta kemur út frá elsku Guðs til okkar. Hann skapaði okkur og elskar okkur. Hann þráir að við fáum að lifa í þessari elsku og ekkert sé að hindra elsku Hans til okkar.


Jóh. 17:19-23

19Ég helga mig fyrir þá, svo að þeir séu einnig helgaðir í sannleika.

20Ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem á mig trúafyrir orð þeirra,

21að allir séu þeir eitt, eins ogþú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur, til þess aðheimurinn trúi, að þú hefur sent mig.

22Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt,eins og við erum eitt,

23ég í þeim og þú í mér, svo að þeir verði fullkomlega eitt, til þess aðheimurinn viti, að þú hefur sent mig og að þú hefur elskað þá, eins og þú hefur elskað mig.


Guð elskar ÞIG og ALLT sem Hann gerir, er af ást til þín. Hann hafði fyrirfram ákveðið að senda son sinn til að deyja fyrir syndir okkar.


Efesus 1:4-6

4Áðuren heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum. Í kærleika sínum

5ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og velþóknun

6til vegsemdar dýrð hans og náð, sem hann lét oss í té í sínum elskaða syni.

 


Guð blessi ykkur og gefi yður af ríkdómi dýrðar sinnar!
Efesus 3:16

16Megi hann gefa yður af ríkdómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að kraftihið innra með yður,

17til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar og þér verða rótfestir og grundvallaðir í kærleika.

18Þá fáið þér ásamt öllum heilögum skilið,hve kærleikur Krists er víður og langur, hár og djúpur, og komist að raunum hann,

19sem gnæfir yfir alla þekkingu, og náið að fyllast allri Guðs fyllingu.

  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370