Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir01.12.2013 00:34

Guð elskar þig

Guð elskar þig
samantekt Árni Þórðarson 01.11.2013 

I.   Guð elskar okkur nákvæmlega eins og við erum

Ég ætla að byrja á að segja ykkur frá því hvað ég upplifði er ég bað frelsisbænina.  Ég var 21 árs gamall og fastur í viðjum áfengis og eyturlyfjaneyslu.  Ég var gjörsamlega kominn á botninn, glímdi við sjálfsmorðshugsanir, sektarkennd, ótta, skömm, fyrirdæmingu og margvíslega vanlíðan.  Er ég bað Jesú um að koma inn í líf mitt þá var sem þung byrði væri tekin af lífi mínu og öll löngun í vímuefni, allt breyttist.  Ég einfaldlega bað Jesú að koma inn í líf mitt, bað hann um að fyrirgefa mér syndir mínar og hreynsa mig í sínu blóði og þakkaði honum svo fyrir að ég væri hans barn. 
Það sem gerðist er ekki hægt að lýsa nægilega með orðum.  Ég fann ekki bara byrðina fara af mínu lífi heldur einnig kom sterk nærvera Guðs yfir mig og kraftur.  Ég heyrði Drottinn Guð tala til mín með röddu, eins og ég heyri ykkur tala.  Guð sagði; barnið mitt (Árni), ég elska þig nákvæmlega eins og þú ert, syndir þínar eru fyrirgefnar.  Ég varð ekkert smá hissa, orðlaus yfir því að Guð talaði til mín og hversu mikinn kraft og kærleika ég fann einnig umlykja mig á sama tíma.  Á sama tíma fyllti mig mikinn friður og fögnuður.  Ég var einna mest hissa á þessu öllu vegna þess að ég fannst ég ekki vera verðugur.  Guð elskar alla menn, hann elskar mig og þig án skilyrða. Hann dó á krossinum á Golgata fyrir syndir okkar, hann elskar okkur nákvæmlega eins og við erum. 

Jóhannes 3:16-21
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
17Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.
18Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.
19En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond.
20Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís.
21En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð.


Við sem höfum meðtekið Jesú Krist sem frelsara okkar, við erum svo mikið forréttindafólk, við höfum fengið að upplifa endurleysandi kærleika Guðs.  Guð tók dóm syndar okkar á sig.

Ég ætla að fjalla um þetta efni Guð elskar þig á svolítið annan hátt en mig grunar að aðrir munu tala um þetta síðar í mánuðinum. Okkur hættir til þess að upplifa Guð oft út frá sjálfum okkur, hvernig aðstæður okkar eru eða hafa verið, og hvernig fólk hefur komið fram við okkur.  Eins og til dæmis foreldrar okkar eða sistkyn.  Jafnvel þótt við höfum gengið lengi með Guði, þá getur það verið sem fyrirstaða að við upplifum raunverulega kærleika Guðs ef að við höfum ekki til dæmis fengið kærleika frá uppalendum okkar.  (Tinna kom vel inn á þetta er hún talaði til okkar síðast hvað uppeldið hefur mikið að segja hvernig við erum og bregðumst viðraunverulega ærleika Guðs).
Við getum upplifað Guð föður okkar á himnum eins og jarðneskan föður okkar í okkar ímynd og Heilagan anda eins og okkar jarðnesku móðir og Jesú eins og okkar bróðir, þótt hann sé okkar sanni vinur, frelsari og brúðgumi sálna okkar.

Faðir minn var til dæmis mjög fjarlægur í uppeldi mínu, skipti sér ekki mikið að, hann var meira sá sem vann fyrir heimilinu og mamma sá um uppeldið og heimilið ásamt því að vinna hlutastarf.  Pabbi minn var mikið fjarverandi vegna vinnu.  Bræður mínir voru allir mikið eldri en ég.  Mamma og pabbi voru bæði góð við mig og bræður mínir einnig, þrátt fyrir allt og ég veit í dag að allir voru að gera sitt besta.  Ég ólst upp við það að það væri mikið drukkið á mínu heimili, mamma drakk að vísu aldrei.  Ég var ekki mikið faðmaður eða hvattur áfram.  

Framan af eftir að ég fékk að upplifa að Guð væri raunverulegur þá átti ég samt erfitt með að treysta því að Guð elskaði mig, þrátt fyrir að ég fyndi oft áþreyfanlega fyrir nærveru hans, kærleika, krafti og opinberunum. 
Ég bað mikið og leitaði Guðs í byrjun, og fékk að upplifa stórkostlegar og margar dásamlegar reynslur í hans nærveru, er hann var að leyfa mér að upplifa hver hann er ásamt því að leiða mig og kenna mér.  Ég man hvað ég var oft einmanna og bjargarlaus og hvernig Guð leyfði mér að upplifa það að ég væri ekki einn og að ég þyrfti ekki að gera þetta sjálfur.  
Ég man einnig hvernig ég var oft svo óöruggur ef ég fann ekki fyrir nærveru Guðs.  Eitt sinn er ég var að gefa Guði tíma í einrúmi og var að biðja þá vitjaði Guð mín sterkt og sagði við mig að ég gæti ekki lengur verið alltaf eins og lítið barn sem treysti stöðuglega á það að upplifa alltaf hans nærveru og kærleika.  Guð sagði að ég yrði að læra að treysta orði hans þó svo að ég fyndi ekki nærveru hans stöðuglega.  Ég yrði að treysta því að orð hans segði að hann myndi aldrei sleppa af mér hendinni né yfirgefa mig og að hann elskaði mig, þó svo að ég upplifði annað.  Ég yrði að læra að hann elskaði mig nákvæmlega eins og ég er þó svo að tilfinningar mínar og aðstæður segðu annað.  Að ég yrði að læra að standa á orði Guðs sama hvað væri að gerast.

Róm. 26-39
Þannig hjálpar og andinn oss í veikleika vorum. Vér vitum ekki, hvers vér eigum að biðja eins og ber, en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörpum, sem ekki verður orðum að komið.

27En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs.
28Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs.
29Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.
30Þá sem hann fyrirhugaði, þá hefur hann og kallað, og þá sem hann kallaði, hefur hann og réttlætt, en þá sem hann réttlætti, hefur hann einnig vegsamlega gjört.
31Hvað eigum vér þá að segja við þessu? Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?

32Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?
33Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu? Guð sýknar.
34Hver sakfellir? Kristur Jesús er sá, sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisinn, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir oss.
35Hver mun gjöra oss viðskila við kærleika Krists? Mun þjáning geta það eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, háski eða sverð?
36Það er eins og ritað er: Þín vegna erum vér deyddir allan daginn, erum metnir sem sláturfé.
37Nei, í öllu þessu vinnum vér fullan sigur fyrir fulltingi hans, sem elskaði oss.
38Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar,
39hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.


Þrátt fyrir að við séum í reynslunni og allt virðist ganga á afturfótunum og að ákærandi bræðrana, djöfullinn ákæri okkur þá getum við samt treyst því að ekkert geti gert okkur viðskila við kærleika Guðs.

 


II.   Að þekkja elsku Guðs í gegnum orðið fyrir anda hans

Guð agar þann sem hann elskar, við þurfum að ganga í gegnum reynslur til að læra að þekkja raunverulega hver Guð er fyrir orð hans og anda.  Eins og Job sagði eftir að hafa gengið í gegnum reynsluna; ég þekkti þig af afspurn en nú hefur auga mitt litið þig.

Í reynslunni vill Guð að hið opinberaða orð verði hluti af okkur, að eðli nafn hans grópist í okkur.  Vegna fallna eðlisins okkar þá sjáum við þjáningu og sársauka sem eitthvað slæmt og oft er við erum í slíkum aðstæðum þá hættir okkur til að fjarlægjast Guð ef við gætum ekki að í stað þess að velja það að nálægjast Guð.  Við leytum þá stundum huggunar og svölunar í öðru en að nálægjast Guð í bæninni og með því að velja orð Guðs svo að hann geti nálægst okkur, svo að hans eðli geti orðið hluti af okkur.  Einhver afþreying, sjónvarp, tölva, bíó eða fara í ískápinn til að fá sér að borða í stað þess að velja Guð, bænastaðinn.  Stundum gerum við eitthvað margt verra, veljum syndina.  
Er freistingar koma, þá látum við gjarnan undan í stað þess að fá hjálp frá Guði til að standast freistingu, ég er að tala jafn mikið til mín eins og ykkar.  Er syndarinnar eðlið, gamli maðurinn opinberast í okkur veljum þá nýja manninn svo að hann stækki innra með okkur.  Vinir við getum valið að elska Guð með syndinni í hjarta okkar með því að koma til Guðs eins og við erum hverju sinni.  Guð vissi hvernig við vorum er hann fyrst kom inn í okkar líf, eins og hann meðtók okkur þá, eins meðtekur hann okkur núna.  Guð vill fullkomna sinn kærleika í okkur að við treystum því sem að orð hans segir.  Í stað þess að láta syndina fjarlægja okkur frá Guði að við komum til hans með syndina svo hann geti fjarlægt hana.  Gæska Guðs vill leiða okkur til iðrunar en ekki að við fjarlægjumst hann.

1. Jóh. 5-10
Og þetta er boðskapurinn, sem vér höfum heyrt af honum og boðum yður: Guð er ljós, og myrkur er alls ekki í honum.

6Ef vér segjum: Vér höfum samfélag við hann, og göngum þó í myrkrinu, þá ljúgum vér og iðkum ekki sannleikann.
7En ef vér göngum í ljósinu, eins og hann er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag hver við annan og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd.
8Ef vér segjum: Vér höfum ekki synd, þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss.
9Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.
10Ef vér segjum: Vér höfum ekki syndgað, þá gjörum vér hann að lygara og orð hans er ekki í oss.

Hebr. 4:14-16
Er vér þá höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefur í gegnum himnana, Jesú Guðs son, skulum vér halda fast við játninguna.
15Ekki höfum vér þann æðsta prest, er eigi geti séð aumur á veikleika vorum, heldur þann, sem freistað var á allan hátt eins og vor, en án syndar.
16Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma.


Heb. 2:17-18
Því var það, að hann í öllum greinum átti að verða líkur bræðrum sínum, svo að hann yrði miskunnsamur og trúr æðsti prestur í þjónustu fyrir Guði, til þess að friðþægja fyrir syndir lýðsins.

18Sjálfur hefur hann þjáðst og hans verið freistað. Þess vegna er hann fær um að hjálpa þeim, er verða fyrir freistingu.

Við þurfum að læra að segja eitthvað á þessa leið í stað þess að leita annað og fyllast beiskju; þakka þér Jesús, fyrir vandamál mín. Þakka þér fyrir að gefa mér eitthvað sem orsakar það að ég gráti og biðji og að ég leiti þíns auglitis.  Þakka þér, Jesús að láta mig upplifa þitt undursamlega sigrandi orð og þinn dásamlega heilaga andardrátt.  Að gefa þakkir í öllum hlutum færir okkur nær Guði og varðveitir okkur frá því að taka á okkur beiskan anda gagnvart Guði og náunganum og okkur sjálfum.  
III.  Kærleikur Guðs í gegnum fyrirheit og spámannlegt orð

Hversu oft hefur Guð ekki mætt manni fyrir anda sinn og sitt orð, oft er maður er við það að bugast og við það að gefast upp, hverjir hérna inni geta vitnað um það?
Þegar það gerist þá finnur maður svo mikið umhyggju og gæsku Guðs.

Oft hafa fyrirheit Guðs talað til okkar til að gefa kærleika, huggun og líf er við erum að ganga í gegnum erfiðleika eða að okkur líður illa. Davíð sagði í sálmi 119  Þetta er huggun mín í eymd minni að orð þitt lætur mig lífi halda.
Stundum er Guð gefur fyrirheit og spámannlegt orð þá er eins og maður fái byr undir báða vængi og manni líður eins og maður geti sigrað allt og allan heiminn. 

Ég hef verið að ganga í gegnum erfitt tímabil undanfarið þar sem ekkert virðist vera að ganga upp, þar sem allt virðist vera á afturfótunum.  Belinda Williams gaf mér orð sem pössuðu inn í aðstæður mínar og varðandi þjónustu mína. Hún talaði einnig orð inn í líf Karen dóttur minnar þannig að tár komu í augu okkar, þessi orð sem voru töluð til hennar og hvernig þau snertu hana gerðu mikið fyrir mig.  Fyrirheit Guðs og pámannlegt orð er nauðsynlegt til að fæða fram líf á þeim tíma sem við lifum á ef við ætlum að halda lífi og fara lengra.  Kærleikur Guðs færir okkur nær sér.

Stundum er við fáum fyrirheit eða spámannlegt orð þá er eins og allt annað verði uppi á teningnum, hindranir, mótstaða og erfiðleikar.  Það er þetta sem ég hef upplifað mikið undanfarið, og mér hefur liðið eins og ekkert mikið sé að ávinnast og það var þarna sem Belinda kom með orð inn í mínar aðstæður.
Stundum er ég tala út orð, opinberað af Guði þá fer ég í gegnum erfiða reynslu.  Eins og til dæmis með þetta orð sem ég talaði nýlega út að Guð vill leiða okkur á nýjan stað í sér, að í stað þessa að við upplifum hver hann er út frá okkur sjálfum að við upplifum hver hann er út frá því hver hann er og það er sá staður sem hann vill og þráir að við förum á.  Það er nýji staðurinn sem hann vill færa okkur á.
Ég hef upplifað undanfarið allt annað, það er eins og allt sé að reyna að taka mig frá Guði í stað þess að færa mig nær.  Þannig er þessu svo oft farið er orð frá Guði gengur út og á meðan það er að komast í uppfyllingu.  Páll postuli sagði; mér hafa opnast víðar og verkmiklar dyr en andstæðingarnir eru margir.  Guð hefur opnað þessar dyr að við förum inn í konungs salinn eins og Ester gerði.  Að við förum inn í nærveru Guðs og upplifum kærleika Guðs og að við séum verðug fyrir blóð Jesú.  Valið er okkar.IIII.  Að dvelja í kærleika Guðs

Í Matteus 25 kafla er talað um Tíu meyjar, fimm voru fávísar og voru nær búnar að klára alla olíuna á lömpum sínum er hrópið kvað við; brúðguminn kemur.  Hinar fimm vísu áttu næga olíu á lömpum sínum.  Hvað kennir okkur þetta, hvar eignumst við olíuna?  Við eignumst olíuna í samfélaginu við Guð.  Er við erum stöðug í kærleika hans.  Strax á eftir frásögninni um meyjarnar tíu er saga af þremur þjónum sem voru fengnar talentur eftir hæfni (hæfni = hversu mikið við höfum valið að dvelja í Guði).  Einum voru fengnar 5 talentur, öðrum 2 og þeim þriðja eina.  Talenturnar eru ekki í raun hæfileikar okkar, heldur það sem Guð hefur gefið okkur í byrjun er við frelsuðumst.  Alveg eins og við getum varðveitt olíuna á lömpum okkar og tvöfaldað hana í samfélaginu við Drottinn eins er því farið með talenturnar sem okkur eru fengnar.  


Þær talentur sem þessum þremur þjónum voru fengnar voru samtals átta (upprisutala nýrrar byrjunar) og er þær voru tvöfaldaðar gerir það samtals 16 talentur.  Talan 16 er tala föðurins.  Í 1.Korintubréfi þretttánda kafla eru nefnd 16 atriði um kærleikan.  Guð faðir er andi og kærleikur.  
Er við dveljum í kærleikanum þá berum við ávöxt.  Í Jóhannes 15 kafla segir Jesús; verið í mér og þá verð ég í yður, til að bera ávöxt, mikinn ávöxt, ávöxt sem varir.
Fimm talentur sem ávaxtast verða að tíu. Talan 10 stendur fyrir boðorðin tíu, orðið.  Tvær talentur verða að fjórum.  Talan 4 stendur fyrir vaxtarmynd krossins. Ein talenta verður að tveim sem er einingarsamfélag okkar við Guð.


Við eigum að bjóða okkur sjálf fram á altari Guðs sem lifandi Guði þóknanlega fórn.  Þar í samfélaginu við Guð verður olían og eldurinn til, sem logar á lampanum.  Kærleiks eldur Drottins og fagnaðar og gleði olían.  
Í gamla sáttmálanum þá var askan tekin sem kom af brennifórninni og hún var færð út fyrir tjaldbúðina á helgan stað.  Á þennan stað gátu þeir komið sem voru holdsveikir til hreinsast.
Þessi aska er andleg mynd okkar reynslu sem við höfum eignast í samfélaginu við Guð og á göngunni með honum.  Guð notar þessa ösku, reynslu okkar til að hjálpa öðrum.


Hebr. 3:11-13
Því að brennd eru fyrir utan herbúðirnar hræ þeirra dýra, sem æðsti presturinn ber blóðið úr inn í helgidóminn til syndafórnar.
12Þess vegna leið og Jesús fyrir utan hliðið, til þess að hann helgaði lýðinn með blóði sínu.
13Göngum því til hans út fyrir herbúðirnar og berum vanvirðu hans.
Í ljóðaljóðunum stendur að; Nafn Drottins er sem úthellt olía, 
megi hann fylla lampa þinn af gleði og fögnuði í trúnni á sig.  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370