Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir 

   Biðjið, leitið og knýið á
 

Námskeið um bæn og lofgjörð

 
  

tttttt         

 

 

 

 

 
 
 
 
Biðjið, leitið og knýið á; II. hluti

Samantekt: Kolbeinn Sigurðsson 

 

I.      Bæn og lofgjörð leysa fram blessun

 

Opinb. 8:3-5.

3 Og annar engill kom og nam staðar við altarið.
Hann hélt á reykelsiskeri úr gulli. Honum var fengið mikið reykelsi til þess að hann skyldi leggja það við bænir allra hinna heilögu á gullaltarið frammi fyrir hásætinu.
 
4  Og reykurinn af reykelsinu steig upp
með bænum hinna heilögu úr hendi engilsins
frammi fyrir Guði. 
5  Þá tók engillinn reykelsiskerið og fyllti það eldi af altarinu og varpaði ofan á jörðina. Og þrumur komu
og dunur og eldingar og landskjálfti.

 
 
 
 
 
 
Námskeið um: Hvernig nálgumst við hjarta Guðs í gegnum bæn og lofgjörð
 


Bænahúsið er með námskeið laugardaginn 27. Maí næstkomandi. Yfirskrift námskeiðsins er: Bæn og Lofgjörð – Leiðin að hjarta Guðs

Kennt verður frá kl. 14-18. Efnið sem verður m.a. farið í er:
• Hvernig við nálgumst hjarta Guðs í gegnum Bæn og Lofgjörð.
• Hvað Biblían segir um Bæn og Lofgjörð.
• Hversu mikilvæg Bæn og Lofgjörð er á endatímunum.

Kennarar verða:
• Kolbeinn Sigurðsson
• Guðrún Erla Gunnarsdóttir
• Elísabet Rós Kolbeinsdóttir


Skráning og frekari upplýsingar er á kolbeinn@baenahusid.is eða í síma 694-9100. Námskeiðsgjald er 2500 kr. Innifalið í námskeiðgjaldi er námskeiðsgögn, kaffi og meðlæti og matur kl. 18. 

Við ætlum svo að enda daginn með því að fara inn í Bæn og Lofgjörð saman. Hvetjum alla til koma og uppörvast í orði og í lofgjörð. Allir eru hjartanlega velkomnir!

>> Slóð á Facebook viðburð << 
 
 

 

 

 

 

  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370